NT

Ulloq

NT - 21.12.1985, Qupperneq 10

NT - 21.12.1985, Qupperneq 10
Löggulíf ★★ Nýja bíó, íslcnsk 1985. Leikstjórn og framleiðsla: Þráinn Bertelsson. Handrit: Þráinn Bertelsson og Ari Kristinsson. Tónlist: Guðmundur Ingólfsson og Lárus Halldór Grímsson. Kvikinyndataka og klipping: Ari Kristinsson. Hljóð: Hallur Helgason. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Þórisdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Flosi Ólafs- son, Guðrún Þ. Stephensen, Sigur- veig Jónsdóttir o.fl. ■ „Og cnnþá gcrist ævintýri á fs- landi og munu halda áfram að gerast svo lcngi, sem einhver endist til að gefa þeim gaum,“ segir Þráinn Bertelsson, guðfaðir löggulífsins í ágætu prógrammi sem fylgir þessari kvikmynd. Það hefur löngum verið litið á ís- lensku kvikmyndagerðina sem ævintyri og má vel vera rétt, þó undirritaður þykist gera sér fulla grein fyrir bláköldum raunveru- leikanum, sem blasað hefur við að- standendum þcirra kvikmynda, sem landinn hefur ráðist í af stórhug og á stundum tekist bærilega til. Allt hef- ur verið lagt undir hús og bíll og önn- ur veraldlcg gæði, sem þetta hug- sjónafólk hcfur af þrautseigju komið sér upp. Á stundum hefur dæmið ekki gengið upp en sem betur fer hef- ur oftast tekist að bjarga málunum fyrir horn. Þrátt fyrir að kvikmyndagerðin hafi átt í vök að verjast gerast ævin- týrin enn og Þráinn og kompaní bjóða upp á þriðja ærslaleikinn um þá telaga Danna og Þór í Nýja bíói. En sé það skilyrðið tii þess að ævin- týrin haldi áfram að gerast, að ein- hver endist til að gefa þeim gaum, er Löggulíf vart til þess fallin. Þó Þráinn hafi í höndunum rjóm- ann af íslenskum gamanleikurum sem allir skila sínu vel og ekkert sé út á tæknilegar hliðar verksins að setja, nema síður sé, þá er Löggulífið ótta- lega þreytt framleiðsla, því and- skotakornið þá cr að lágmarks- krafa að hægt sé að brosa á gaman- mynd, helst á maður að emja af hlátri og koma út með krampa í ntíiga og grátbólgin augu. Liiggulífinu tekst einstaka sinnum að kitla hlát- urtaugarnar, en ekki meira en það, og þar er ekki handriti að þakka heldur því að hlutverkin eru í hönd- um úrvalsfólks. Þá erum við komin að megin galla þessarar þriðju epísódu í lífi þeirra Þórs og Danna, en það er handritið. Þessi Akkilesarhæll íslenskrar kvik- myndagerðar á eftir að ganga af henni dauðri ef ekki verður gripið í taumana. Það vantar ekki að bryddað sc upp á ágætis hugmyndum í Löggulífi, hugmyndum sem hefðu getað orðið að ágætisfarsa ef unnið hefði verið úr þeim með glimtið í auganu. Þar má t.d. nefna þátt kerlinganna tveggja, sem hafa komist að raun um að þær búa í ræningjaþjóðfélagi og ákveðiö að lifa eftir reglum þess með innbrot- um í stórmarkaði og mannráni. Þær Sigurveig Jónsdóttir og Guðrún Þ. Stephensen eiga heiður skilinn fyrir að hafa gert kerlingarnar jafn eftir- minnilegar og raun bar vitni, þrátt fyrir þunnan efnivið, því hugmyndin er aldrei útfærð og leysist upp í ærsl sem skjóta langt yfir markið í bók- staflegri meiningu með hlaupvíðri marghleypu. Löggulíf fer annars ágætlega af stað í Dýraathvarfi þeirra Þórs og Daníels, þar sem þeir framfleyta sér á því að stela dýrum góðborgara og skila þcim svo aftur fyrir dágóða summu þegar eigendur fara að sakna dýranna. Hugmynd þessa hef ég reyndar rekist á hjá ekki ómerkari bræðrum en Bjarnarbræðrunum í Andrési önd, en hún er góð engu að síður. Þessi iðja félaganna hefur komið þeim í samband við eiginkonu dóms- málaráðherrans, sem hefur hannað tískubúning á lögguna. Þáttur þeirra Rúríks Haraldssonar og Bríetar Héðinsdóttur, sem dómsmálaráð- herra og frú, lofar líka góðu, en þá eru þau líka úr sögunni. Þýski fálka- ungakaupandinn er heldur ekki svo vitlaus í Ijósi atburða undanfarinna Laugardagur 21. desember 1985 10 ■ Með leðri skal land byggja, stynur Flosi upp við skrokkinn fremst á myndinni, þegar þeir Eggert og Karl eru hoifnir af sviðinu. sumra. Honum bregður fyrir í 10 sekúndur. Með leðri skal land byggja, stynur Flosi sem Varði varðstjóri upp úrsér við kynþokkafulla fáklædda lögreglu- frauku og gefið er í skyn gjálífi á kontórnum á næturvaktinni en ckkert virðist verða úr því. Svona má lengi halda áfram upp- talningunni, þarna er fullt af ágæt- lega kveðnum fyrri pörtum en það hefur því miður gleymst að botna þá alla. Hápunkturinn er svo eltingaleik- ur á blikkbeijum um Reykjavík og endar hann niðri í Sundahöfn. Það vantar ekki að ökuþórarnir séu leiknir á bílana en samt er vita von- laust að fá neinn botn í hversvegna allir eru allt í einu komnir í eltinga- leik, eða hver er að elta hvern. Tussuhnúturinn í lokin þegar reynt að að kuðla saman einhverjum af öllum þráðunum er svo til þess eins að sannfæra mann um að úti sé ævintýri. Það er leiðinlegt, að þegar íslensk kvikmyndagerð hefur þurft að draga jafn mikið saman seglin og raun ber vitni, að ekki skuli takst betur til en hér. En ekki þýðir að gráta Björn bónda og fyrir ágóðann af Löggulífi. því ekki efast ég um að þjóðin muni fjölmenna á þessa nýju afurð Nýs lífs, einsog hinar þar sem þeir Eggert og Karl gantast með hinar ýmsu atvinnugreinar landsmanna, leggi Þráinn kollinn ærlega í bleyti og vandi til við grunnvinnu næstu kvik- myndar sinnar. Kvikmynd verður aldrei betri en handritið sem lagt er til grundvallar, þrátt fyrir góða frammistöðu leikara, kvikntynda- tökumanna og ökuþóra, en þeir fá þær tvær stjörnur sem hér eru veitt- ar. Sáf. Smjörlíkisgerð KEA Akurcyri s:96-21400 Skólasaga í hálfa öld ■ Ólafur H. Kristjánsson. stærri bæjum og gagnfræðaskólinn á Akureyri gerður menntaskóli. Þá voru sett lög um héraðsskóla sem áttu að búa unglinga undir athafnalíf við íslensk lífskjör. Þeir voru eink- um ætlaðir unglingum dreifbýlisins, sveitanna og smærri þorpa. Þessi bók um Reykjaskóla segir hvernig einn héraðsskólanna vann sitt verk. Jafnframt er að vonum greint frá tildrögum og aðdraganda og sagt frá einkaskólum sem áður voru í héraðinu. Hins vegar er ekki rætt um það hver voru óbein áhrif þess fyrir héraðið að skólinn var þar og starfaði. Þar er komið að efni sem erfiðara er á að taka og koma við beinum sönnunum og pottheldum rökum umfram hverjar tekjur ein- staklingar og sveitarfélög höfðu af starfseminni. íslenskt þjóðfélag er allt annað nú en var um 1930. Unga kynslóðin býr nú við margfalt „kennslumagn“ eins og sumir orða það. Námsbrautir eru lagðar og ntargra nám fellur í fastar skorður sem ekki var áður. Þörfin fyrir héraðsskólana er önnur og öðruvísi en áður var. Því eru orðin og eru að verða þáttaskil í sögu þeirra. Framtíðin er jafnan óráðin en flestir munu þó gera ráð fyrir meiri og fjöl- breyttari menntun og endurmenntun á hennar vegum. Saga Reykjaskóla 1931-1981 er saga liðins tíma sem ekki kemur aftur. Frágangur bókarinnar er góður. Myndir eru prentaðar vel, - raunar furðu vel, þegar þess er gætt að þar eru margar teknar af nemendum og kennurum, sem fæstir munu hafa próf í iðninni. Byggðum Húnaflóa hefur hér bæst sögurit um merkan þátt í uppeldis- málum og félagsmálum þeirra. H.Kr. ■ Einar Kristjánsson. Einars vekja til umhugsunar. Kvæðin í bókinni eru 18 og þó að þeim sé hér þjappað saman á 17 blaðsíður er mörg ljóðabókin nú sem ekki hefur fleiri orð innan spjalda sinna og raunar ekki meiri skáldskap heldur. „Þó enn verði lífið að greiða sitt gjald og geigvænt og dapurt sé haustkvíð- ans vald, í hjartanu leyna sér vonir sem vakna, með vermandi hlýju - - það vorar og sumrar að nýju.“ Með þessu erindi Einars skal lokið umsögn um sjötta bindi ritsafns hans. H.Kr. Ólafur H. Kristjánsson. Héraðsskólanum að Reykjum. 1931-1981 Saga skólans, kennara og nemenda- tal. Örn og Örlygur. ■ Þannig er greint á titilblaði hver bókin sé. Það nægir til þess að kunn- ugir fari nærri um efni hennar að verulegu leyti. Og þeir sem mun þessa hálfu öld sem bókin nær yfir, Vita að í þessu liggur merkileg hér- aðssaga sem er þáttur í sögu þjóðar- innar. Á valdatíma Jónasar frá Hriflu 1927-1931 urðu ein hin skörpustu skil í sögu íslendinga. Unglingum úr alþýðustétt var gefinn kostur á nokkru framhaldsnámi eftir ferm- ingu. Það var næsti áfangi í sögu al- þýðumenntunar á Islandi eftir fræðslulögin 1906 sem buðu að öll börn á aldrinunt 10-14 ára skyldu njóta opinberrar kennslu. Það var skólaskylda. Þegar Jónas frá Hriflu var mennta- ntálaráðherra voru stofnaðir og efldir gagnfræðaskólar í hinum „Það vorar og sumrar að nýju“ Einar Kristjánsson frá Hcrinundar- felli. Góðra vina l'undir. Ritgerðir, leikþættir, Ijóð. Ritsafu VI. Bókaútgáfan Skjaldborg. ■ Svo sem titillinn vottar er þetta bindi samtíningur. Hér cru ritgerðir frá ýmsum tímum. Skrifað cr unt 70 ára starfsemi ungmcnnafélags í Þistilfirði. Það er þáttur í héraðssögu en þó um leið al- menn frásögn um starf og vekjandi áhrif ungmennafélaga á morgni aldarinnar. Hér eru þættir um heiðabyggðirn- ar í nágrcnni Þistilfjarðar. Ferða- ntaður um eyðibyggðir rifjar upp þætti úrsögu gamalla heiðarbýla. En hér eru líka þættir um býli og fólk í sveitinni. Vetrardagur í Presthólum segir frá þeim merkilega furðulegu bræðrum, séra Halldóri Björnssyni og Páli bróður lians. Það er engin hvers- dagslýsing. Þárna eru þrír leikþættir. Einn er gcrður í tilefni af 100 ára afmæli Ak- ureyrar. Þar ræðir danskurfaktor við íslenska konu sína þegar Akureyri er að vcrða kaupstaður. Annar þátturinn heitirTómstunda- gaman og fjallar raunar um það fyrirbæri þegar helst til langt cr gengið í baráttu fyrir rétti sínum, E.t.v. er þó réttara að scgja að meta skuli bet- ur röksemdir þess Itver rétturinn er. Þriðji þátturinn er gamanmál um Ljóðagerðina hf. Það er þjónustu- fyrirtæki fyrir almenning. Skyldi nokkur jarðvegur vera fyrir slíka þjónustu nú orðið? Ríkisút- varpið hefur lcngi neitað að flytja kveðjur í bundnu máli. Og Morgun- blaðið harðneitar mönnum að birta rímuð minningarorð. Þetta er sjálf- sagt vcgna þess að menn vilja birta ýmiskonar bull sem þeir halda að sé kvcðskapur. Svo margir hafa týnt brageyranu,-gera sérckkigrein fyr- ir því hvað þarf til þess að rétt sé kveðið. Svo að líklega er orðið of scint að stofna Ljóðagerðina hf. Ncma stofnunin fengist viðurkcnnd svo að útvarpið og Mogginn birti það sem stimpill hennar væri á. Þetta var nú óþörf hugleiöing en hún er þó dæmi þess að leikþættir

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.