NT

Ulloq

NT - 21.12.1985, Qupperneq 24

NT - 21.12.1985, Qupperneq 24
HRINGDU ÞÁ Í SÍMA 68-65-62 Vid tökum við abendingum um fréttir allan solarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • rrtstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495 Enn vaxa erlendu skuldirn- ar og hallinn á ríkissjóði ■ Krlvndar skuldir til lengri tínia en árs eru taldar inunu auk- ast úr52,2% af landsframleiðslu í l'yrra upp í 54,8% nú 1985, samkvxmt endurskoðaðri áætl- un l'jóðhagsstofnunar. Lands- framleiðslan er talin inuni auk- ast um 2,5% í ár, en þjóðar- framleiðslan minna vegna auk- inna vaxtagreiðslna af erlendu skuldunuin. Þjóðarútgjöldin eru aftur á móti talin aukast meira, eða 3,5% á árinu - eink- um vegna þess að bæði einka- neysla og samneysia eykst uni 4,5%. Fjárfesting er hins vegar talin óbreytt frá fyrra ári. Aukinn innfiulningur hefur fylgt vaxandi þjóðarútgjöldum. Talið er að aimennur vöruinn- flutningur verði rúmlcga 7% meiri í ár en í fyrra. Áætlað er að 600-700 milljóna króna halli verði á vöruskiptajöfnuðinum í ár og hallinn á viðskiptajöfnuð- inum geti orðið yfir 5 milljarðar króna - rúmlega 4,5% af lands- framleiðslu - sem er nokkru meiraen í fyrri spám. Framvinda ríkisfjármálanna er mun óhagstæðari en á sama tíma í fyrra og talið að rekstrar- halli ríkissjóðs á greiðslugrunni verði um 2,3 milljarðar króna árið 1985. Talið er að lánsfjár- þörf hins opinbera í ár (að lána- sjóðum frátöldum) verði 8-8,5 milljarðar, sem er þrem pró- scntustigum meira cn lánsfjár- löggerðu ráðfyrir. Aðstærstum hluta hefur aukinni lánsfjárþörf verið sinnt meö erlendum lán- tökum. Hjá bönkunum varð sú breyting á að í októbcr og nó- vember jukust útlánin meira en innlánin. Samkvæmt síðustu tölum er álitið að tekjur heimilanna muni hækka um 36% á mann milli ár- anna 1984 og 1985, sem er 3,5 prósentustigum umfram hækk- un framfærsluvísitölu.^ Kaup- máttur te'kna hefur samkvæmt því aukist um 3-4% frá síðasta ári, þó kaupmáttur kauptaxta standi í stað. I áætlun ríkisstjórnarinnar er hins vcgar reiknað með því sem næst óbreyttum kaupmætti tekna á mann á nýja árinu, enda við það miðað að þjóðarútgjöld vaxi ekki mcira en 1%. Innan þeirra marka telur Þjóðhags- stofnun að rúmast geti 2% aukning einkaneyslu, þar sem fjárfesting er talin dragast sam- an um 4%. Þróun eftirspurnar í ár bendi þó til þess að tilhneig- ing sé til meiri útgjalda á næst- unni en hér sé gert ráð fyrir. þ.e. verði ekki gripið til sérstakra að- haldsaðgerða. Til þess að markmið ríkis- stjórnarinnar um aðeins 20% verðhækkanir á næsta ári náist telur Þjóðhagsstofnun nauðsyn- legt að beita samstilltum að- haldsaðgerðum á sviði fjármála. peningamála og launamála. Ella sé hætta á að verðbólgan aukist frá þeim 30% sem hún er nú, en minnki ekki. I spám fyrir næsta ár er reikn- að með 5% aukningu afla og sjá- varvöruframleiðslu, sem þýtt gæti 340-350 tonna þorskafla og um 900 þús. tonn af loðnu. Þjóðhagsstofnun gerir þann fyrirvara við spá um 3% aukn- ingu vöruútflutnings á næsta ári, að nokkur hætta sé á því að versnandi samkeppnisstaða út- flutningsfyrirtækjanna, vegna hækkandi raungengis krónunn- ar, kunni að draga úr fram- leiðslu. En í spánni er þó ekki reiknað með því. Gengisfall Bandaríkjadollars er talið leiöa til versnandi við- skiptakjara í ár og horfur fyrir næsta ár sagðar óvissari en oft áður. Með áframhaldandi gcngisfalli dollarans mundu við- skiptakjör íslendinga rýrna enn frekar, nema til komi áfram- haldandi verðhækkanir á er- lendum mörkuðum. Alþingi: Jólaleyfi hefst ■ Stefnt er að því að jóla- leyfi þingmanna hefjist í dag aö lokinni atkvæöagreiöslu um fjárlagafrumvarp ogönn- ur brýn mál. í samræmi viö þingsköp mælti Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra fyrir þingsályktunar- tillögu þcssa cfnis í gær. Sam- kvæmt henni kemur Alþingi aftur saman ekki síðar en 26. janúar 1986. Umræðan um fjárlaga- frumvarpiö var allsráöandi á Alþingi í gær og líklegt þótti að mestur hluti kvöldsins færi til hennar, enda liggur ntikiö viö að koma fjárlögum í höfn. Þaö vakti nokkra at- liygli í gærdag aö Þorsteinn Pálsson fjármálaráöherra lagði fram breytingartillögu viö frumvarpiö sem geröi ráð fyrir að heimilt yrói aö ráð- stafa allt að 6 milljónum króna af tekjum fyrirtækja með eignaraðild ríkissjóðstil þróunaraðstoðar. Stjórnarands- tæðingar liafa gagnrýnt ríkis- ídag stjórnin harölega fyrir að skera niöur framlög til þró- unaraðstoðar og vísað af því tilefni til þingsályktunar- lillögu sem samþykkt var á síöasta þingi um hlutfall framlaga til þessa mála- flokks. Þá lagöi Olafur Þ. Þórðar- son fram breytingartillögu síðla í gærdag þar sent gert er ráð fyrir að ríkissjóði sé ekki heimilt að stofna til skulda í sambandi við kaup á fast- eignum. 1 greinargerð að þessari tillögu vísar Olafur til stjórnskrárákvæða um að samþykki Alþingis sé skil- yrði þess að eignir ríkisins séu seldar eða aðrar keyptar. Þessi breytingartillaga þykir athyglisverð í ljósi þess að Sverrir Hermannsson mennta- málarráðherra ákvað ný- lega að festa kaup á húscign Mjólkursamsölunnar viö Laugaveg fyrir Þjóðskjala- safn. Líftryggingafélögin: Kostnaður jaf n hár bótunum ■ Spurning virðist vera hvort líftryggingafélögin í landinu tryggja betur hagsmuni hinna tryggðu eða afkomu þeirra sem hjá þeim starfa. í reikningum 5 líftryggingafélaga fyrir 1984 kemur frani að samanlagðar tjónabætur til hinna tryggöu nema sömu upphæð og þau greiddu í skrifstofu- og stjórn- unarkostnað ásamt umboðs- launum - hvor kostnaðarliður nam rúmum 14 ntilljónum króna á árinu. Heildariðgjaldatekjur félag- anna 5 námu samtals tæpum 39 milljónunt króna. Um 28,5 millj. fóru í bæturog skrifstofu- kostnað scm fyrrsegir. En hagn- aður félaganna nam samtals rúmum 5 milljónum króna. Fyrsta móttakan tókst mjög vel ■ Nýjum móttökuskermi. sem Utvarpið hefur fengið að láni hjá Georg Ámunda- syni, hefur verið kontið fyrir á þakinu á Utvarpshúsinu við Efstaleiti. og var tekið á móti fyrstu sendingunni í gær. Það var tuttugu mín- útna fréttasending frá Vis- hne ws-fréttastofunni. Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, var viðstaddur móttökuna og sagði hann að gæði sendingarinnar hefðu vcrið mjög mikil. Ástæðan fyrir að farið var út í þessa tilraun er sú að Vis- hnews ákváðu að bjóða fréttastofum víðsvegar um heintinn upp á þessa þjón- ustu, að þær gætu tekið við fréttasendingum frá þeim beint um ECSl og ECS2 gervihnettina. Þetta er gert með vitund Pósts og síma en Skyggnir nær ekki þeim gervihnöttum sem hér er um að ræða. Hingað til hefur Sjónvarpinu borist' 10 mínútna sending á dag í gegnum Skyggni. Þó útkoman hafi verið mjög góð í gær ber að liafa það í huga að allar ytri' að- stæður voru mjög góðar á meðan á móttökunni stóð, hinsvegar getur t.d. ísing haft mjög slæm áhrif á mót- tökuskilyrði svo og slæm veður. Markús var spurður að því hvort fréttastofa Sjónvarps- ins myndi notfæra sér þessar sendingar og svaraði hann því til, að um það yrði að sentja sérstaklega. Þess ber og að geta að engin fullmót- uð reglugerð er til um jarð- stöðvar og móttökuskermi fyrir gervihnattasendingar Þá hefur verið ákveðið að setja upp mun minni mót- tökuskerm á Hamrahlíðar- skólann nú yfir jólin og standa ýmis kristileg félög að því og er ætlunin að taka þar á móti kristilegri ráðstefnu, sem fram fer um gervihnött á mili jóla og nýárs. Forráða- menn kirkjunnar hafa óskað eftir því að Sjónvarpið sendi út hluta af þeirri gervihnatta- móttöku og hefur verið á- kveðið það Sjónvarpið sendi út á sunnudaginn eftir jól og verður það í beinu framhaldi af helgistund, ’þ.e.a.s. ef gæði móttökunnar eru nógu mikil.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.