Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.2004, Síða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. október 2004 Páll Skúlason rektor: Inngangur. Stein Ringen, stjórnmálafræðingur og prófessor við Oxford University: What is Democratic Quality (and How Good a Democracy is Iceland)? Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands: Andsvör. Hlé Sandrine Rui, félagsfræðingur: Democratizing Democracy by Involving Citizens ? The French case. Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekingur við Háskóla Íslands: Andsvör. Pallborðsumræður: Aðalheiður Jóhannsdóttir, Bjarni Benediktsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Karl Blöndal, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Stein Ringen og Sandrine Rui. Ólafur Þ. Stephensen stýrir umræðunum. D ag sk rá : BETRA LÝÐRÆÐI? RÁÐSTEFNA HÁSKÓLA ÍSLANDS OG MORGUNBLAÐSINS Í TILEFNI AF 100 ÁRA AFMÆLI HEIMASTJÓRNAR OG 60 ÁRA AFMÆLI LÝÐVELDISINS FÖSTUDAGINN 8. OKTÓBER 2004 KL. 15-18.30 Í ODDA, SAL 101, HÁSKÓLA ÍSLANDS. RÁÐSTEFNUSTJÓRN: TORFI H. TULINIUS, FORSTÖÐUMAÐUR HUGVÍSINDASTOFNUNAR. RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN B rasilíski rithöfund- urinn Paulo Coelho hefur notið gríð- arlegra vinsælda undanfarin ár. Verk hans hafa verið þýdd á 56 tungumál í 150 löndum. Thor Vilhjálmsson þýddi þekkt- ustu bók hans fyrir fáeinum árum á íslensku, Alkemistann, og nú hef- ur Guðbergur Bergsson þýtt nýj- ustu bók hans, Ellefu mínútur. Bækur Coelhos lýsa iðulega leit að tilgangi lífsins eða einhverjum æðri sann- leika, trúar- legum, heim- spekilegum, persónulegum. Ellefu mínútur eru engin undantekning á þessu. Í henni er lýst leit að hinum sanna kjarna kynlífsins. Coelho tileinkar bókina dyggum lesanda sínum í upphafi hennar en þessi lesandi hafði sagt að bækur Coelhos fengju sig til að dreyma. Í tileinkuninni segist skáldið hafa skyldum að gegna gagnvart les- endum sínum og sjálfum sér að „ræða um það sem ég hef áhyggj- ur af en ekki eitthvað sem lætur vel í allra eyrum.“ Og hann bætir við: „Sumar bækur láta okkur dreyma, aðrar færa okkur veru- leikann, en enginn getur sloppið undan því sem skiptir höfund mestu máli, að hann sé heiðarlegur gagnvart því sem hann skrifar.“ Það viðkvæma vandamál, harða og hneykslanlega, sem Coelho kall- ar sjálfur svo í tileinkuninni og bókin fjallar um, er mansal. Ellefu mínútur segir frá bráðfallegri brasilískri stúlku, Maríu, sem er ginnt til þess að flytja til Genfar í Sviss þar sem hún geti átt framtíð- ina fyrir sér sem einhvers konar dansari. Í ljós kemur að henni er ætlað að starfa á næturklúbbi þar sem konur eru falar fyrir 350 franka. María hefur kynnst ástinni í fyrsta sinn þegar hún heldur til Genfar en orðið fyrir vonbrigðum og telur að hún geti aðeins valdið þjáningum. En hún hefur jafn- framt uppgötvað að hún geti beitt kyntöfrum sínum sem valdatæki, til þess að fá það sem hún vill. Kynlíf er henni sálarlaus athöfn. Og þannig nálgast hún vændið; hún telur sér trú um að hún sé að- eins að selja sig til þess að safna peningum fyrir ferðinni heim aft- ur. Hún ætlar sér að hætta á rétt- um tíma, áður en hún hlýtur skaða af. Þegar hér er komið sögu virðist bókin ætla að segja hina ljótu sögu um mansal á Vesturlöndum nú- tímans. Snemma í bókinni ýtir Co- elho undir þann skilning þegar hann talar um helsta vanda sam- tímamenningarinnar: Það var eitthvað mjög bogið við menninguna, ekki eyðingu frumskóg- anna í Amazon, gatið á ósonlaginu, útrýmingu pandanna, reykingarnar, matvælin sem valda krabbameini, ástandið í fangelsismálum, þótt hróp- að sé um það í fjölmiðlum. Vandinn var miklu heldur í kynlífsiðn- aðinum sem María starfaði við. En Ellefu mínútur fjallar ekki um hörmungar mansals í heim- inum heldur það hvernig María uppgötvar unaðssemdir kynlífsins og ævintýri ástarinnar í starfi sínu sem vændiskona. Á endanum stendur hún uppi sem hrein, falleg og sterk sál með búnt af seðlum í farteskinu, lærdómsríka og full- nægjandi reynslu af Sadomaso- kisma og sannfæringu um að hún hafi fundið hina einu sönnu ást í lífi sínu. Bókin kemur því sann- arlega á óvart. Coelho tekur undir það í samtali við blaðamann að bókin komi les- andanum í opna skjöldu með þess- um hætti „en það er vegna þess að ég dæmi ekki vændiskonuna fyrir það sem hún gerir,“ bætir hann við. „Ég nota hana sem útgangs- punkt til þess að fjalla um hlut sem snertir okkur öll, kynlíf. Ætl- un mín er ekki að ræða um vændi heldur viðhorf okkar til kynlífs.“ Bókin er rituð í stíl ævintýra. Fyrsta setningin hljómar þannig: „Einu sinni var vændiskona sem hét María.“ Coelho spyr sig strax í upphafi hvort hægt sé að skrifa sögu um vændiskonu eins og um ævintýri væri að ræða og segir að fyrst við erum við hvert fótspor í lífinu með annan fótinn í ævintýri, hinn í hyldýpinu, þá sé best að halda ævintýrastílnum til streitu. Og eins og rakið hefur verið þá er sagan um Maríu ævintýri um fá- tæka stúlku sem finnur hamingj- una og veraldlegan auð í starfi vændiskonu. Skyldi Coelho ekki hafa óttast að setja söguna í þetta samhengi. Hann svarar því neit- andi. „Þó að sagan endi með því að María gangi í hjónaband þá þýðir það ekki að hjónabandið verði eitt- hvert ævintýri.“ Lygin sem umlykur kynlífið Coelho er ekki sammála því að bókin sé skrifuð frá sjónarhorni vændiskonu. „Hver lesandi hefur auðvitað sína sýn á bókina en ætlun mín var að skrifa um mína eigin kyn- hneigð og kynlífsreynslu. Það er tilviljun að aðalpersónan er vænd- iskona en bókin fjallar fyrst og fremst um mig sjálfan og það hvernig við nálgumst kynlíf nú um stundir.“ Coelho segir að sig hafi lengi langað til að skrifa um kynlíf en ekki hafa fundið rétta tóninn. „Ég vildi skrifa út frá sjón- arhorni persónu sem hefði lifað viðburðaríku lífi en ég varð að gæta mín á því að fella ekki dóma um hana. Bókin átti að fjalla um leit að heilagleika kynlífsins.“ Coelho segir að hann hafi ekki komist á neinn skrið með bókina fyrr en hann kynntist brasilískri vændiskonu sem hafði sent honum handrit að ævisögu sinni. Eftir að hafa heimsótt með henni vænd- ishverfi í Zürich í Sviss segist hann hafa uppgötvað að það væri ekki hægt að skrifa um heilagleika kynlífsins nema vita af hverju það var afhelgað. Í kjölfar þessarar heimsóknar kynntist Coelho ann- arri vændiskonu í Genf sem varð fyrirmyndin að Maríu í Ellefu mín- útum. „Ég ræddi við þessa konu um lygina sem umlykur kynlífið. Við reynum að fullnægja hvert öðru en þorum yfirleitt ekki að segja satt til um það hvort við erum full- nægð, hvort við erum ánægð. Við erum ekki heil og særum þannig hvort annað og okkur sjálf.“ Coelho segir að við ræðum iðu- lega kynlíf opinberlega nú til dags en þegar við stöndum augliti til auglitis við elskhuga okkar hlaupi snurða á þráðinn. „Við lesum alls konar bækur um kynlíf, horfum á klámmyndir en sitjum fyrir vikið uppi með kynlíf án þeirrar spennu sem fylgir nán- um samskiptum, því að opna sig. Með bókinni vildi ég lýsa ferð frá þessu ástandi til upplifunar á sam- runa líkama og sálar.“ Karl og kona í senn Og niðurstaðan er sú að lífið snúist um annað og meira en þessar ell- efu mínútur sem kynlíf stendur? „Já, einmitt. Það er hins vegar iðulega verið að segja okkur að líf- ið snúist ekki um neitt annað en þessar ellefu mínútur lostans. Mörg sambönd fara í vaskinn vegna þess að fólk heldur að það sé eitthvað að því ef það hugsar ekki allan sólarhringinn um kyn- líf.“ Í lok bókar renna María og elsk- hugi hennar saman og þau verða bæði karl og kona. Þú hefur áður talað um kvenlegu hliðina á sjálf- um þér. „Við höfum tilhneigingu til þess að flokka alla skapaða hluti og setja þá í merkta kassa. Ég vil reyna að komast út úr þeim hugs- unarhætti. Maður á að leyfa sér að stjórnast af tilfinningum. Um leið og við þurfum að vera öguð þurf- um við að læra að lifa með tilfinn- ingum okkar. Persónurnar í Ellefu mínútum komast í snertingu við bæði karlinn og konuna í sér og uppgötva þannig nýjar hliðar á líf- inu. Við höfum mjög ákveðnar hug- myndir um kyn og kynlíf. Við stundum kynlíf eftir bókinni. Við veitum hvort öðru svo hart aðhald að við þorum ekki annað en halda okkur við reglurnar. Við ættum að brjóta af okkur þessa hlekki. Það er boðskapurinn í Ellefu mín- útum.“ Ævintýri um vændiskonu Skáldsagan Ellefu mínútur eftir brasilíska rithöfundinn Paulo Co- elho er ævintýri um fátæka stúlku sem finnur hamingjuna og verald- legan auð í starfi vændiskonu. Í við- tali við höfundinn, sem hefur selt ógrynni bóka víða um heim, kemur fram að hann hafi lengi langað til að skrifa bók um kynlíf. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Ljósmynd/Frederic Charmeux Paulo Coelho „Hver lesandi hefur auðvitað sína sýn á bókina en ætlun mín var að skrifa um mína eigin kynhneigð og kynlífsreynslu. Það er tilviljun að aðal- persónan er vændiskona en bókin fjallar fyrst og fremst um mig sjálfan og það hvernig við nálgumst kynlíf nú um stundir.“ ’Við höfum mjögákveðnar hug- myndir um kyn og kynlíf. Við stund- um kynlíf eftir bókinni. Við veit- um hvert öðru svo hart aðhald að við þorum ekki ann- að en halda okkur við reglurnar. Við ættum að brjóta af okkur þessa hlekki. Það er boð- skapurinn í Ellefu mínútum.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.