Sunnudagsblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 9
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 313 skyndi. Síðan tók hún upp skrín- ið með demántseyrnalokkunum. — Ég hugsaði mér að farga þessum eyrnalokkum, sagði hún. — Þér vitið bezt, hvers virði þeii' eru, mcð því að þér selduð þá mánninum mínum. Ég vænti þess að þér viljið kaupa þá aftur? Skartgripasalinn vai' fús til þess að káupa eyrnalokkana, og bauð það verð fyrir þá, sem hún var ánægð með. — Viðskiptin eru þá ákveðin, sagði hún. — Þér getið komið til min klukkan fimm á morgun og greitt þá, því að þá er ég ein- sömul heima. Rémy gat ekki lengur dulið undnm sína og óróleika. Hún gekk brosandi niður stig- ann, gegnum verzlunina og út til biíreiðarinnar, sem beið hennar. Skartgripasalinn fylgdi henni út, og var mjög áhyggjufullur og hugsandi á svipinn. — Hershöfðinginn er sjálfsagt í fjárþröng, hugsaði hann. — Hún ætlar náttúrlega að hjálpa hon- um. Ég get raunar búizt við að hún haíi logið einhverju að mér, cn ég veit ekki Jivers vegna. Eftir nokkra daga gat Louise de .. . greitt. upp allar skuldir sínar, og létti henni mjög viö' það að vera laus við skuldaáhyggjurnar, s.vo að hún virtist nú næstum enn fegurri og sælli en fyrr. Nokkru eftir þetta var hers- höfðinginn og kona hans viðstödd sýiiingu í óperunni. Þetta var írumsýriing og allir salir voiu íullir af prúðbúnu fóJki, sem heils aði og brosti á báða bóga, því að flest af þessu fyrirfólki þekkti hvað annað. Allir veittu eftirtekt hinum tígulega hershöfðingja og hinni fögru konu hans. Þau litu út fyrir að vcra mjög hamingju- söm ,cnda þótt Louise ætti fjöl- marga aðdáendur. Sýningin var nýbyrjuð, þegar henni varð skyndilega gripið til eyi-na sinna, og virtist bregða mjög í brún, því að hún næstum. hrópaði upp yfir sig: — Guð almáttugur, eyrnalokk- arnh' mínir em horfnir! Maður hennar sneri sér að henni og hvíslaði: — Nei, þú varst ekki með þá i kvöld. Ég er alveg handviss um það. Ég tók einmitt eftir því, þeg ar við fórum af stað heiman að. Það væri líka skrýtin tilviljun, ef þeh' hefðu dottið báðir af þér sam tímis. En Louise þóttist alveg viss í sinni sök, og örvænting hennar var mjög vel leikin. „Þig misminnir þctta, sagði hún. — Ég man svo vel, að ég stóð við snyrtiborðið og handlék skartgripi niína, og var að velta þvi fyrir mér hvað af þeim ég ætti að nota, og svo ákvað ég að hafa hjartalöguðu demantseyrna- lokkana. Ég bið þig, elskan mín, að leita fyrir mig, leita að þeim um allt. Hershöfðinginn stóð upp og leitaði á gólfinu kringum þau. En þegar hann fann ekkcrt jiar, gekk hanri út úr óperuhúsinu til þess að leita í bifreiðinni, sem beið þeirra fyrir utan. En þar heppn- aðist honum héldur ekki að finna neitt. Þegar hann gekk inn í óp- cruna aftur spurðu nOkkrir vin- ir lians, sem hann gekk framhjá, hvort hann lcitaði einhvers, — Ég veit það eiginlega ekki, svaraði hann hikandi. — En kon- an mín hefur tapað demants- eyrnalokkunum sínum, sennilega þegar við komum hér áðan og vorum að heilsa, en ... — En hvað það var sorglcgt. ... Þessir eyrnalokkar, sem voru svo undur fallegir . . . Hershöfðinginn gekk því næst að fatageymslunni, og fékk frakka sinn, og síðan ók hann heim. Hann vakti herbergisþernuna og þau leituðu bæði í skartgripa- geymslu Louise. Þau leituðu á gólf inu og þau leituðu í stiganum, cn íundu eyrnalokkana hvergi. — Ég get ekki munað hvort hún var með þá í kvöld, sagði herbergisþernan. — En ég hcf aldrei séð frúna fara á hátxðasam- komur án eyi'nalokka. Sýningunni var lokið í ópcr- Úr kvikmyndinni: Frá Iiægri: Charles Boyer (horshöfðinginn), Danielle Darrieux (Louise) og Yittorio de Siea (Douati barón, elskliugi Louise).

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.