Sunnudagsblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 11
S U N NU D A G SRLAÐID
315
vinnuvikan ekki orðin, nenra 45
klukkustundir. Setjum svo að 15
klukkustundir fari í ferðir til og
frá vinnúnni, í yfirvinnu og þess
háttar. Og tökum einnig 56
klukkustundir frá á viku, sem
ætla má til svefns — átta klukku-
stundir á sólarhring. — Þetta
verða þá samtals 116 klukku-
stundir; og eru þá 52 stundir eft-
ir, sem lieimilisfaðirinn getur var-
ið til matar, hvíldar og livers
annars, er hann vill taka sér fyrir
hendur. Á þessum tíma ætti
mönnum að vera vorkunnarlaust
að finna sér tómstund til þess að
vera börnum sínum föðurlegir.
En er tími til þess ? í flestum
tilfellum verður þessari spurningu
svarað neitandi. Faðirinn er tíð-
ast nánast sem gestur á heimili
sínu og ókunnugur börnum sín-
um. f allt of marga tíma dagsins
eru konan og börnin honum elcki
annað en myndir sem hann ber í
vasabók sin.ni, og fyrir þessar
myndir er hann að vinna, en hann
revnir ekki að lifa með þeim-
Móðurin reynir því að annast
uopeldi sonarins, og gera hann að
söpnum karlmanni, en hún getur
aldrei orðið honum hið sama tákn
manndó.ms °g faðirinn í þessu til-
iiti, ekki fremur en gullfiskurinn
getur kennt kanarífuglinum.
hveria eleði. skvldur og vandamál
þei.r hafa við að búa, sem lifa. í
vatni.
Að vera gó.ður faðir. krefur
ekki eimmpis ástúðar, heiðarleika,
þolinmæði. bekkingar og hæfilega
mikillar trúar, samfara efagirni:
og gagmýni; það krefur einnig
að faðirinn miðli þessum eigin-
leikum daglega meðal þeirra, sem
eiga að erfa þá og flytja þá næstu
kynslóð — nefnilega bömum sín-
um. Það er staðreynd, að faðir
getur ekki verið sannur faðir, ef
hann er aldrei heima. Og það er
heldur ekki nóg að persóna hans
sjálfs sé heima — sál hans, hug-
ur og hjarta verður einnig að
vera meðal fjölskyldunnar.
Maður, sem andlega talað, hef-
ur yfirgefið heimili sitt, kemur
þangað ekki aftur fyrr en þann
dag, sem honum verður það Ijóst,
að hin dýpsta gleði og hamingja,
sem honum getur auðnast, liggur
einmitt í fÖðurumhyggjunni —
þar næst koma svo hans daglegu
störf og afkomuöryggi.
Smælki
Hér er skýring Fultons biskups
á því hvers vegna hann flytur
ræður sínar alltaf blaðalaust:
„Gömul írsk kona, horfði eitt sinn
á biskup nokkurn sem las ræðu
sína af blöðum og þá varð henni
að orði : „Fyrst hann getur ekki
iiugsað þetta sjálfur, hvernig get-
ur hann þá ætlast til þess af
okkur“.