Sunnudagsblaðið - 24.06.1956, Side 16

Sunnudagsblaðið - 24.06.1956, Side 16
320 SUNNUDAGSBLAÐIÐ ESPERANTO í ÚTVARPI. Arið sem leið voru það samtals 21 útvarpsstöð, sem útvörpuðu á alþjóða- málinu esperanto. Sam- tals voru þetta 1170 dag- skrár, þar af var kennsla í 312, fréttir í 637 og hin- ar fjölluðu um ýmis menn ingarmál. Árið 1954 voru samtals 1014 útvarpssend- ingar á espiranto og 845 árið áður. Flestar útvarps dagskrár á espiranto voru á Spáni, næst kom Sviss, þá Holland og Belgía, Ítalía, Jugoslavía, Austur ríki og Frakkland, □ □ □ TVÆR PERSÓNUR. Kvikmyndaleikarinn Edward G. Robinson, sem leikur á víxl lögreglu- menn eða afbrotamenn, hefur sagt: „Þegar ég bretti hattbörðin upp, leik ég lögreglumann, en þegar börðin eru brett niður, er ég afbrotamað- ur. Ég gleymi aldrei eitt sinn þegar ég lék afbota- mann, að hattbörðin brettust skyndilega upp meðan verið var að kvik- mynda. Það eina sem ég gat gert, var að hand- taka sjálfan mig !“ □ □ n NAFNBREYTINGAR. Fregnir frá Róm herma af frá 1945 hafi 26000 ítalir breytt um fornafn. Áður höfðu þeir flestir heitið að fornafni Benito í höfuðið á Mussolini. □ □ □ M J ÓLKURBÍ LLINN. Á einum af mjólkurbíl- unum, sem á hverjum morgni aka nýmjólk til Berlínar, getur að líta eftirfarandi á 1 e t r u n : „Akið ekki á þennan bíl, því að þá verða þúsundir Berlínarbarna mjólkur- lausir í dag.“ □ □ □ AÐVÖRUN. Við aðalgötuna inn í smábæ einn í Ameríku getur að líta eftirfarandi aðvörun: „Akið gætilega. í þessum bæ er hvorki sjúkrahús eða læknir.“ □ □ □ PLASTBÍLL Frá Moskvu fregnum vér að Rússar hafi gert tilraunir með framleiðslu á plastbílum, sem séu fimm til sex sinnum létt- ari en bílar, sem fram að þessu hafa verið fram- leiddir. Þetta er þó aðeins tilraunir ennþá og óvíst um, hvenær slíkir plast- bílar koma á sölumarkað. □ □ □ NOKKUR HEIMSMET Kevin Sheehan frá ír- landi hefur haldið ræðu, sem stóð yfir í 133 klukku stundir 45 mínútur. Skozkur járnsmiður, J. Mike MoGrath að nafni, hefur járnað 127 hesta á 17 klukkustundum. Marilyn Dyer frá Balti- more drakk nýlega vatn úr 76 glösum í einni lotu. A. Forrester frá Tornto hefur hlaupið 92 metra aft ur á bak á 14 sekúndum. Alois Akalsky frá Vín borðaði á tveim klukku- stundum tvö kíló af hökk uðu kjöti og 180 hrá egg. Phillip Yazdzik frá Phi- ladelphia borðaði á einum degi 77 kjötbollur, 16 steikta hænuunga, og þessu skolaði hann niður með 24 glösum af mjólk og 16 flöskum af sóda- vatni. — Geri aðrir betur! □ □ □ , LJÓSADÝRÐ Flestir, sem til Kaup- mannahafnar hafa komið, munu hafa heimsótt Ti- voli og þótt mikið koma til þess ævintýraljóma, er þar leikur um allt. En ætli nokkur hafi gert sér grein fyrir hve hin marglitu ljós sem baða Tivoli í hinni miklu ljósadýrð, eru mörg? í Tivoli eru sem sé 70 000 ljósaperur. □ □ □ HARÐIR KIRKJUBEKKIR Sóknarprestur einn í Bandaríkjunum var mið- ur sín yfir því, hve lítil kirkjusókn var hjá hon- um. Hann húsvitjaði því söfnuð sinn og spurði um ástæðuna fyrir því, hvers vegna kirkjusóknin væri svo dræm. 80 prósent safn aðarbarnanna báru því við að þeir kæmu ekki til kirkju, vegna þess hve bekkirnir væri harðir. Presturinn brá óðara við og lét setja áklæði á bekk ina, og nú er kirkjan full út úr dyrum á hverjum sunnudegi. SUNNUDAGSBLAÐIÐ ÚTGEFANDI: Sunnudagsblaðið h.f. RITSTJÓRI: Ingólfur Kristjánsson, Stórholti 17. Sími 6151. Box 1127. AFGREIÐSLA: Hverfisgötu 8—10. Sími 4905. Lausasöluverð kr. 5,00. Ársfjórðungsgjald kr. 60. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.