Sunnudagsblaðið - 24.06.1956, Qupperneq 12
316 SUNNUDAGSBLAÐIÐ
Um svefninn
FLESTIR eyða um þriðjung æfi
sinnar í rúminu. Samí sem áður
vitum vcr lítið um svefninn ann-
að cn það, að vér leggjumst til
svcfns að kvöldi og vöknum að
morgni.
Margir munu telja sig þurfa
minni svefn að sumrinu en
vetrinum, cn hver áhrif hcfur
hinn stytti svefntími? Því eigum
við crfitt með að svara, af þcirri
einföldu ástæðu aö vér vitum það
ekki. En er ekki hugsanlegt, að
margur kránkleiki, sem kemur
fram að vetrinum, eigi einmitt rót
sína að rekja til styttri svefntíma
að sumrinu ?
Rannsókn, sem fram hefur far-
ið á þessu, bendir einmitt til að
svo sé. Það hefur verið sýnt fram
á að vér þörfnumst um 25 prósent
fleiri liitaeininga til þess að fram-
kvæma hin daglegu störf eins og
venjulega, cf við sofum ekki nema
sex klukkustundir í stað átta
stunda.
Því liefur löngum veriö haldið
fram, að fólk eigi erfitt með svefn
á nóttunni, ef það drekki sterkt
kaffi rétt fyrir háttatíma. En það
hefur einnig komið í ljós, að ein-
ungis hugsunin um það að maður
muni ekki geta sofnað, nægir til
þess að gera mann andvaka. Sum-
ir geta ncfnilega ekki sofnaö
vegna þess að þeir trúa því, að
þeir hljóti að verða andvak'a.
Skortur á svefni getur leitt til
margvíslegra sjúkdóma. Tilraun
var eitt sinn gerð um þetta með
ungan mann, sem áleit sig vel geta
verið án svefns um langan tíma.
Hann var lagður inn á sjúkrahús
og hafður undir læknishendi, og
þarna tókst honurn að halda sér
vakandi í samtals 231 klukku-
stund. En þcssi vaka gckk mjög
nærri honum. Minnið sljóvgaðist
þegar á öðrum dcgi. Hann varð ó
rólcgur og taugaspenntur og að
lokum tók hann að sjá ofsjónir.
Vér megum lifa áfram í þeirri
trú, að tveir—þrír fyrstu svcfn-
tímarnir séu oss beztir, því að
rannsóknir hafa sýnt að beztu
hvíldina hljótum vér cinmitt á
íyrstu klukkustundum svefntím-
ans.
Franskur kcnnari cinn heíur
komizt að raun um það, að hann
hefur langbezta starfsorku með
því, að taka sér tvo svefntíma í
sólarhring. Fyrst leggur hann sig
síðdegis, og þegar hann hefur sof-
ið í þrjár klukkustundir, fer hann
á fætur og byrjar að vinna á ný.
Nokkrum tímum síðar fer hann
aftur í rúrnið, og sefur þá aftur
tvo eða þrjá tírna.
Bændurnir í Búlgaríu liafa öld-
um saman haft þann siö að leggja
sig til sefns um klukkan 4 á dag-
inn að vetrinum og ekki síðar en
klukkan 7 að sumarlagi. Eftir
fjögurra tíma sveín rísa þeir upp
og boi'ða aðalmáltíð dagsins, og
ganga svo ekki til svefns fyrr cn
seint um kvöldið. Það væri freist
andi að álykta að þessar svcfn-
venjur séu ástæðan fyrir því, að í
Búlgaríu ná fleiri hundrað ára
aldri en í nokkru öðru landi.
Og að lokum nokkur varnaðar-
orð í sambandi við svefninn:
Liggið ekki krepptir í rúminu,
með hnén upp undir höku, og
með sængina breidda upp yfir
Iiöfuð. Þessi legustilling hindrar
andardráttinn og kemur í veg
fyrir afslöppun vöðvanna.
Takið ckki áhyggjur með yður
í rúmið. Reynið að losa yður við
þær áður en þér háttið.
Háttið ekki í óumbúið rúmið,
cn fórnið hcldur nokkrum mínút-
mn til þess að laga til í þvi, svö
að það sé scm þægilcgast að leggj
ast í það. •
Svo skuluð þér ckki byrja að
hugsa um það, hvort þér munið
nú strax geta sofnað cða ekki.
Og framar öllu: Varizt að nota
svefnmeðul, nema eftir læknis-
ráði. Hann cinn gctur ákvarðað
það, hvort þér hafið þörf íyrir
slíkt.
Og svo eru hér nokkur ráð, scm
að haldi mcga koma:
Athugið í hvaða stillingu þcr
eigið auðvcldast. mcð að slappa af.
Hið sama á ekki við alla, og þvi
cngar algildar rcglur hægt að
gcía um þetta efni.
Sofið jafnan við opiim glugga.
Ferskt loft cr jafn nauðsynlegt i
svefninum og i vökunni.
Hugsið út i það, að húðin „and-
ar“, og því er ekki gott að dúða
sig undir þykkari sæng en nauð-
syn krefiu' til þcss að halda á sér
hita.
Það cr gott að haía með sér bók
i rúmið, til þess að komast hjá
andvöku. Fólk syfjar tiðast brátt,
þegar það liefm' lesið stundar-
korn í rúminu. En þá þurfið þér
líka að hafa náttlampann við
hcndina, svo aö þér þurfið ckki
að fara fram úr til þess að slökkva
ljósið, cn að soía við ljós er ekki
góður vani.
Rcynið að fylgja þessúm ráð-
um, og athugið livort andvöku-
stundirnai' verða ekki íærri.
— Vciztu afhvcrju Andrés hcf-
ur látið scglbátinn sinn heita í
liöfuðiö á konunni sinni.
— Vegna þcss að hann kann
ekki að stýra honum.