Morgunblaðið - 28.12.2003, Síða 3
28.12.2003 | 3
Einari Má Guðmundssyni, rithöfundi, finnst leiðinlegt hvað
mörgum sem starfa í menningargeiranum tekst að gera
menningarumræðuna leiðinlega. Miðað við þá skoðun
flokkast viðtal Súsönnu Svavarsdóttur við hann sjálfan ekki
sem dæmigerðar menningarumræður. Ekki heldur viðtal Árna Þórarinssonar við Davíð Oddsson, for-
sætisráðherra, og Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóra, sem í sameiningu eiga innlegg í menn-
inguna um þessar mundir. Bæði eru viðtölin býsna skemmtileg (að mati Tímarits Morgunblaðsins
a.m.k. - afsakið sjálfumgleðina) og í raun einstakt að forsætisráðherrann tjái sig um þjóðfélagsástandið
með jafn persónulegum hætti. Viðtölin snúast hvort með sínu sniði um menninguna; ljóð, skáldskap og
kvikmyndagerð, ekki síður en um íslenskt þjóðfélag. Einar Már segir: „Það vantar póesíuna í lífið. Þess
vegna álít ég menninguna hafa miklu hlutverki að gegna. Við rithöfundar erum andspyrnuhreyfing hins
mannlega í baráttunni við tómleikann. . . . Skynsemishyggjan er ekki búin að eyðileggja okkur mjög
mikið - en gerir það þegar við göngum í Evrópusambandið. Þá hættum við að tala um neitt annað en
verð á eggjum og tómötum.“ Þegar Davíð Oddson sviptir af sér hulu forsætisráðherrans er athyglisvert
að hann hefur ekki ólíka sýn og Einar Már. Davíð segir m.a. um vaxandi miðstýringaráráttu íslensks
þjóðfélags: „Þrýstingurinn í þessa veru er gríðarlegur, ekki síst með allt sem kemur frá Evrópusam-
bandinu og EES; það gengur fyrst og fremst út á samhæfingu og miðstýringu, sem er í rauninni full-
komlega óþörf. En þessi þróun hefur vissulega orðið á öllum sviðum.“ Standi listamenn og stjórn-
málamenn saman er kannski enn von um póesíuna í lífinu á næsta ári. Gleðilegt nýtt ár!
28.12.03
4 Flugan
Flugan fór á tónleika hjá Íslensku
dívunum í Grafarvogskirkju.
6 Birna Anna
íhugar meint húmorsleysi femínista.
6 Lofar góðu
Helena Sverrisdóttir byrjaði að æfa
körfubolta fimm ára.
8 Púlsinn
Rebekka Rán Samper dregur upp
mynd af Ómari Ragnarssyni.
10 Andóf í sálinni
Einar Már Guðmundsson rithöf-
undur segist ekki hafa töfralausnir
gegn vaxandi hlutavæðingu en reyni
að leggja sitt af mörkum með skáld-
skapnum.
20 Frelsið skal verja með
boðum og bönnum
Nýja kvikmyndin Opinberun Hann-
esar verður Hrafni Gunnlaugssyni og
Davíð Oddssyni innblástur að um-
ræðu um einstaklinginn andspænis
forsjár- og eftirlitshyggju ríkisvalds-
ins.
26 Stjörnuspá 2004
Rýnt í stjörnurnar fyrir næsta ár.
28 Straumar
Sextíu og átta kynslóðin mætir í sínu
allra fínasta pússi á nýársball.
29 Gull fyrir gamlárskvöld
Minna er meira er ekki útgangs-
punkturinn á gamlárskvöldi eða ný-
ársfögnuðum.
30 Veitingahús
Stjörnugjöf Steingríms Sigurgeirs-
sonar til veitingahúsa. Vox er með
fimm stjörnur.
32 Bestu vín ársins
Það leynast sannkallaðir gullmolar í
bestu vínum ársins samkvæmt mati
Steingríms Sigurgeirssonar.
34 Ilmurinn lokkandi
Krydd getur haft áhrif á heilsu og
líðan. Sjö vinsælar kryddtegundir sem
notaðar eru um hátíðarnar.
37 Jamie Oliver
Himneskur sítrónubúðingur.
37 Álitamál
Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp
nokkrum hliðum á mannlegum mál-
um.
38 Pistill
Auður Jónsdóttir skrifar um ofnæmi
af ýmsu tagi.
Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík,
sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is,
Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is
Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.
ISSN 1670-4428
Forsíðumyndina tók Golli af Hrafni Gunnlaugssyni og Davíð
Oddssyni á Laugarnestanga mánudaginn 15. desember 2003.
10
30
29
34