Morgunblaðið - 28.12.2003, Side 4

Morgunblaðið - 28.12.2003, Side 4
4 | 28.12.2003 M ikil fyrirmunun hefur verið að lesa texta ungu stúlkunnar sem hefur verið í hlutverki Flugunnar síðustu tvær helgar. Í hreinskilni sagt er ég fegin að hún er farin út á land í jólafrí. Við skulum vona að hún dundi sér þar, með orðabók í fangi, við að leita að öðru orði en „mann“ sem hún notar sí og æ. Það væri ekki slæmt ef fröken „mann“ reyndi að „mannast“ dálítið og læra sitt móðurmál þannig að þolanlegt sé fyrir okkur hin að lesa textann henn- ar. En hvað með það. Á dagskrá Flugunnar þessa vikuna voru tónleikar í Grafarvogskirkju; Frost- rósir 2003, Íslensku dívurnar Eivör Pálsdóttir, Margrét Eir, Ragnheiður Grön- dal, Guðrún Árný og Védís Hervör. Þótt þetta sé aðeins annað árið sem dívu- tónleikar af þessu tagi eru haldnir í jólamánuðinum, virðast þeir þegar orðnir að hefð. Að minnsta kosti var uppselt á tónleikana. Sem er ekki undarlegt þar sem þetta eru allt bráðskemmtilegar söngkonur sem höfðu með sér hljómsveit og kór; konur, karla og stúlkur. Það sem var hins vegar undarlegt var hversu mikið klúður allt skipulag var i kringum tónleikana. Þegar dyrnar voru opnaðar hafði þegar myndast löng bið- röð fyrir utan kirkjuna. Þegar inn var komið þurftu gestir að mismuna sér í gegn- um afar þröngan flöskuháls til þess að komast inn í kirkjuskipið, einn í einu, og finna sæti á því svæði sem miði þeirra sagði til um í þessari stærstu kirkju lands- ins. Eða öllu heldur þeirri kirkju sem hægt er að troða mest inn í. Og troðið var það. Sætaraðirnar svo þéttar að það var eins og verið væri að halda tónleika fyrir fólk sem líklegt væri að hefði enga fætur. Múgstappan, fleiri hundruð manns, sat svo þétt að hver og einn fann á lyktinni hvað allir í kringum hann höfðu snætt í kvöldverð, loftið var svo þungt að meira að segja þurfti að styðja eina stúlkuna í stúlknakórnum af sviðinu og út úr kirkjunni. Hún var greinilega af þeirri sjald- gæfu tegund homo sapiens sem þarf að anda, jafnvel þótt hún sé bara að syngja. Hvað það á að fyrirstilla að troða svona inn í húsið, er erfitt að skilja. Nema það sé græðgi. Má vera að tónleikahaldararnir hafi ekki lagt upp með það mark- mið að gestir nytu tónleikanna? Var markmiðið alltaf bara að græða sem mest? Er ekki eitthvað mammonskt við þetta? Græðgi? Hefur kirkjan ekkert við slíkt að athuga? Til „gamans“ má geta þess að skipulagsleysið í kringum allan pakk- ann var slíkur að tónleikarnir hófust hálftíma of seint. Þetta er hreinn dónaskap- ur við gesti og flytjendur. Fyrir utan kæfandi hita, loftleysi með tilheyrandi and- þyngslum, plássleysi með tilheyrandi fótadofa, stóðu flytjendur fyrir sínu. Dívurnar fimm hafa fallega rödd – þó segja megi að þær Margrét Eir og Eivör beri af. Það er unun að hlýða á þær syngja. Margrét með sérlega fallega rödd og algert vald yfir henni og það er ekki eins og Eivör sé með rödd í barkanum, held- ur heilt pípuorgel; raddsviðið er með ólíkindum. Nú, ekki var ónýtt að vakna næsta morgun, eftir þetta fallega jólasöngvaprógram. Jörð var alhvít og bærinn orðinn nokkuð jólalegri en í rigningunni og drunganum sem legið hafði yfir dag- ana á undan. Það fyrsta sem kom upp í hugann þegar allt var orðið svona jóla- legt var að drífa sig niður í miðbæ og eiga góðan dag í þorpinu fyrir jólamark- aðinn sem komið var fyrir á Lækjartorgi í desember. Einkar ánægjuleg hefð. Og nú er að huga að áramótunum; láta sig hlakka til að fara á brennur, horfa á áramótaskaupið sem verður betra með hverju árinu sem líður og skjóta upp flugeldum, sem er auðvitað aðalatriðið. Það má segja að ég og mín fjölskylda höldum heilu björgunarsveitunum gangandi. Við brennum burt gamla árið og næsta dag er skellt sér í tjúttskóna til að dansa nýja árið af stað. Nýársdagur er því einn skrautlegasti dagurinn á heim- ilinu, vegna þess að flokkurinn er á svo ólíkum aldri að hann skiptist niður á fjögur áramótaböll. Hver og einn klæðir sig eftir aldri og til- gangi, þótt mér finnist að allir ættu að fara í jólafötunum sem voru valin til fjölskyldubrúks. En það er nú svo sem lítið að marka það. Ætli áramótaóskin mín að þessu sinni verði ekki Peysufataball áramótin 2004-2005. flugan@mbl.is Múgstappa, andnauð og fótadofi FLUGAN Rakel Sif Sigurðardóttir og Hildur Sveinsdóttir. Lilja Bjarnadóttir, Hildur Bjarnadóttir og Tinna Gunnarsdóttir. Það er ekki eins og Eivör sé með rödd í barkanum, heldur heilt pípuorgel; raddsviðið er með ólíkindum HÉR OG ÞAR Íslensku dívurnar héldu tónleika í Grafarvogskirkju í desember. Dívurnar eru Margrét Eir, Védís Her- vör, Ragnheiður Gröndal, Eivör Páls- dóttir, Guðrún Árný og fluttu þær lög ásamt félögum úr Karlakórnum Fóst- bræðrum, Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelhópnum. Iðunn Guðmundsdóttir og Jón Ólafur Gränz. Una Sigurðardóttir og Svala Dís Sigurðardóttir. Bryndís Guðmundsdóttir og Árni Sigfússon. Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Hanna Sóley Helgadóttir og Anna Aðalsteinsdóttir. L jó sm yn di r: Á rn i T or fa so n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.