Morgunblaðið - 28.12.2003, Side 12

Morgunblaðið - 28.12.2003, Side 12
12 | 28.12.2003 L jóðið „science fiction“ hér að framan hitti því kynslóðEinars beint í hjartastað.Við vorum býsna mörg sem höfðum heyrt Einar flytjaljóð sín í Galleríi Suðurgötu 7 í lok áttunda áratugarinsog heillast svo af skáldskap hans að þótt Rússarnir hefðu komið með sína skriðdreka til landsins og skotið bækur hans í kaf, hefði ljóðlist hans lifað af. Síðan þá hefur heimsendir skáldskaparins oft verið boðaður – kannski vegna þess að það gleymist aftur og aftur að bestu skáldin eru yfirleitt áhrifavaldar og áhrif þeirra eru varanleg. Þau geta valdið meiri byltingu en nokkur tækninýjung eða vís- indabrella. Þau breyta því hvernig heilu kynslóðirnar hugsa, heilu þjóðirnar, jafnvel heimsálfurnar – svo ekki sé meira sagt. En hverfum aftur til Suðurgötu 7 – og gefum Skafta Þ. Halldórssyni orðið. Í for- mála að heildarljóðasafni Einars Más, sem út kom hjá Máli og menningu árið 2002, segir Skafti: „Félagar Einars innan úr Vogum, Friðrik Þór Friðriksson, bróðir hans Þórleifur og Bjarni Þórarinsson, komust yfir skemmtilegt sögulegt hús, Suðurgötu 7, sem var í eigu ættar þeirra. Haustið 1976 hópuðust ungir menn og konur úr mynd- listarskólanum og Háskólanum í kringum þá frændur til að gera húsið upp og koma því í gagnið. Á meðal þeirra var Einar Már. Í apríl 1977 hóf hópurinn starfsemi gall- erís í húsinu en jafnframt stóð hann að útgáfu tímarits sem fékk nafnið Svart á hvítu. Í því birti Einar sín fyrstu ljóð og Gallerí Suðurgata 7 er fyrsti útgefandi að ljóðum hans.“ Um óþreyju hins forvitna manns „Eftir á að hyggja lifir minningin um Gallerí Suðurgötu 7 góðu lífi. Þeir gáfu út fyrstu ljóðabækurnar mínar,“ segir Einar um leið og hann sest niður með kaffibolla í ritskúrnum sínum í Grafarvogi. Suðurgata 7 var ein stoppistöðin af mörgum, þar sem Einar drakk í sig andrúmsloftið og smitaði frá sér óþreyju hins forvitna manns. „Ég reyndi að fá ljóðabækurnar útgefnar, en fékk þær bara aftur í hausinn. Ég reyndi að vísu ekkert mikið, því ég nennti ekki að bíða eftir svari frá útgefendum. Mér fannst fáránlegt að menn væru að taka sér marga mánuði í að lesa nokkur ljóð. Það var sama óþreyjan í mér og ljóðunum. Þess í stað gerði ég samning við galleríið. Þeir lánuðu mér nafnið sitt, ég las upp hjá þeim. Seinna var útgáfufyrirtækið Svart á hvítu stofnað upp úr Galleríi Suðurgötu 7. Ég hef alltaf litið á vin minn Friðrik Þór sem höfuðpaurinn í galleríinu og útgáf- unni, vegna þess að húsið Suðurgata 7 var í eigu hans fjölskyldu. Hins vegar var þarna saman komið fólk úr öllum áttum. Myndlistarmennirnir voru að kynna það al- heitasta og í bókmenntum voru menn í allt öðrum pælingum en voru í gangi. Þá var ríkjandi mikil rétttrúnaðarstefna. Ég hef aldrei náð upp í sannfæringu hinna rétt- trúuðu eða rétttrúnað hinna sannfærðu. Auðvitað var víðsýnt og klárt fólk alls staðar en bókmenntaumræðan var mjög njörvuð niður í félagsleg viðhorf í stíl við Alþýðubandalagið og Rauðsokkahreyf- inguna. Eldhúsmellur var aðalbókin, og ég er í sjálfu sér ekkert að hallmæla henni, en það segir sína sögu. Það var einhver Leikhúskjallaramórall í þessu öllu, sem við náð- um ekki upp í. Þetta er öðruvísi núna. Núna er hægt að leiða allt hjá sér. Það er allt í gangi – og kannski ekkert. Áður sögðu menn „hvað er að gerast“ og það var eitthvað ákveðið að gerast. Núna fer bara hver í sína átt. Menn eru einsog einfarar úti í geimnum. Kannski gerist eitthvað krassandi bráðum, eitthvað pönk sem fokkar þessu upp. Öllu þessu spjallþáttadjönki og axlaklappi, svo ég tali nú eins og þegar ég var ungur. Forskriftir koma núna miklu meira frá því sem kallað er markaðurinn. Hinir póli- tísku harðstjórar eru farnir í frí eða þeim dettur ekki neitt í hug. Félagslegu öflin eru ekki lengur að reyna að tjóðra menn. Á þeim bæjum er áhuginn mestur á að hreppa einhver embætti, verða formenn og varaformenn. Í galleríinu við Suðurgötuna var leitandi fólk sem gat ekki verið málpípur neinna afla. Þá var ríkjandi einhvers konar nýraunsæisleg kvennabókmenntastefna, aðallega skrifuð af körlum sem gengu um í mussum og sögðust skilja konur. Auðvitað var margt fínt í gangi, en hæst bar þessa róttæku rétttrúnaðarstefnu, kenningar um að bókmenntir ættu að endurspegla þjóðfélagið í réttum hlutföllum, ég held samkvæmt hagstofunni. Þegar Milljón prósent menn eftir Ólaf Gunnarsson kom út var hún helst gagnrýnd fyrir hvað heildsalinn í sögunni var skemmtilegur. Borgarastéttin hlaut að vera leiðinleg af því að hún var búin að vera. Auðvitað hlógu margir bara að þessari steypu, en þetta var ríkjandi mórall á árunum fyrir 1980, auk þess sem einhver baráttusöngvarómantík flæddi yfir með alveg ótrúlega vitlausum textum.“ Fyrstu ljóðabækur sínar, Er nokkur í kórónafötum hér inni? og Sendisveinninn er einmana (1980), seldi Einar á götum úti. Hann hafði búið í Kaupmannahöfn og drakk í sig áhrif frá nýjasta skáldskapnum þar. Hann var á svipaðri bylgjulengd og Sören Ulrik Thomsen og Michael Strunge, sem nú eru álitin lykilskáld í dönskum bókmenntum, Strunge að vísu látinn. „Maður skynjaði að allt var að breytast,“ segir Einar, „og ekki bara á Íslandi og í Danmörku heldur alls staðar í heiminum. Skáld- skapurinn var að krefjast síns réttar, þótt menn væru auðvitað að fást við félagslegan veruleika. Það var kominn holhljómur í forskriftirnar. Í Danmörku kom út hver ljóðabókin á eftir annarri um túrverki kvenna og þessu risu ungu skáldin gegn, ekki síst konur.“ Hvernig voru viðtökur við fyrstu ljóðabókinni þinni? „Mörgum fannst ég hitta naglann á hausinn. Ég fann góðan hljómgrunn, enda var ég í mjög góðu sambandi við götuna þegar ég var að selja þessar bækur. Einverjir voru ekki sáttir við þann uppreisnaranda sem er í ljóðunum og það hvernig ég fór með tungumálið. Þetta var kannski eitt stórt NEI hjá manni, en það var held ég ein- lægt. Alla vega meinti ég það sem ég var að segja. En fyrirfram féll þetta ekki í kramið. Ég hafði boðið Máli og menningu útgáfurétt á fyrstu ljóðabókunum, þær voru allar til í einu, en eftir á skil ég að þetta féll ekki í kramið hjá þeim. Ég held að þeim hafi þótt þetta argasta klám, þó að þeir sitji uppi með það núna.“ Hvað var að breytast? „Menn voru búnir að heyra sömu svörin aftur og aftur. Öllum gagnrýnum spurn- ingum var vísað á bug. Þetta var alltaf sama obladí-oblada. Ljóðlistin var mín leið út úr þessu og ég held að mjög margir hafi skynjað þetta á dálítið svipaðan hátt. Eins fannst mér, þótt ég hafi endurskoðað það seinna, að ljóðagerðin væri máttlaus með sinn eilífa hjalandi læk og sífellt verið að vinna með andstæðurnar sem urðu til upp úr seinni heimsstyrjöldinni, borg og sveit. Hjá menningarliðinu hafði alltaf verið ríkjandi viss fyrirlitning gagnvart almenn- ingi. Almenningur var bara svona efnishyggjupakki sem fúlsaði við öllu göfugu. Upp- reisnin sem verður á þessum tíma er fólgin í því að menn endurmeta þessa fortíð og sjá púðrið í fólkinu og kraftinn í þessum tíma sem hafði verið afgreiddur einsog ein- hver risavaxinn ísskápur frá Ameríku.“ Áhrifavaldar „Það má segja að höfundur eins og Guðbergur Bergsson hafi verið búinn að opna inn í þessar víddir. Ég las bækur hans upp til agna. Hann var gúrúinn. Við hittum hann einu sinni nokkrir unglingar, dálítið fullir, en hann vildi ekkert tala við okkur. Einnig opnuðu Sigfús Daðason og nútímaskáldin fyrir mér ótrúlega heima. Aðra höf- unda einsog Thor Vilhjálmsson og Steinar Sigurjónsson, maður náði í skottið á þeim seinna. Nú er ég að tala um unglingsárin, ég var búinn að lesa Þórberg og Halldór, en þeir höfðu í fyrstu meiri áhrif á skoðanir manns þá. Það var mikið að gerast – og reyndar er mín kenning sú að það sé alltaf mikið að gerast. Það er eins og í dag. Við lifum að hluta á mjög sjálfumglöðum gervitímum. Þeir sem maður myndi halda að hefðu eitthvað að segja klappa hver öðrum á öxlina og segja: „Ég hef það rosalega gott; hef aldrei haft það betra.“ Það er einhver Séð og heyrt-stíll yfir andlegu lífi þjóðarinnar, eða eigum við að segja Edduverðlaunadæmi, sem mér finnst að ætti bara að halda á kaffihúsi þar sem menn eru eðlilegir. Ég fékk einu sinni svona verðlaun í Svíþjóð, á Gautaborgarhátíðinni, og allir voru grátandi og Seg mér, sönggyðja, frá hinum víðförla manni er hraktist mjög víða eftir að hann hafði lagt í eyði hina helgu Trójuborg, þeim er sá borgir og þekkti skaplyndi margra manna… Að muna… að fleyta tímanum fram. Sé aldurinn yngingarlyf er eilífðin lítið barn sem sér öldung í spegli, minningu sína, aldir sem líða… Þótt þú siglir um samtíðina og fljúgir inn í framtíðina er fortíðin alltaf í farangrinum. Við skulum setjast og tala, breyta atburðum í ævintýr, reisa hallir í höfðinu, sofa í hundrað ár og vinna. Fjársjóðir okkar eru orð, fiskar sem synda í sjónum, augu liðinna stunda, minningin kyndill sem ferðast á milli alda, skaplyndi margra manna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.