Morgunblaðið - 28.12.2003, Síða 14
14 | 28.12.2003
tímabil og það tímabil sem laðaði Einar að sér var tímabil stjórnleysingjanna.
„Fylkingin hafði á þessum tíma mikið aðdráttarafl fyrir ungt og leitandi fólk,“ seg-
ir hann, „fólk sem hafði ekki endilega skýrar stjórnmálaskoðanir, heldur einhvers-
konar andóf í sálinni. Hinn sameiginlegi grundvöllur skapaðist af andstöðunni gegn
herstöðinni og NATO og það tengdist auðvitað Víetnamstríðinu og þeim verkum
sem þar voru unnin. Auk þess kraumaði mikil ólga undir niðri hjá almenningi; ekki
síst út af því mikla atvinnuleysi sem hafði ríkt og hafði leitt til landflótta til Svíþjóðar
og Ástralíu. Róttækni var líka að hreiðra um sig í skólunum og fólst aðallega í leit að
öðru veganesti eða annarri sjálfsmynd en þeirri að verða lögfræðingur eða verkfræð-
ingur á jakkafötum. Þar fyrir utan rakst hið þjóðlega, nýfengna sjálfstæði nokkuð
harkalega á nýja alþjóðlega strauma. Við höfðum átt að vera fyrirmyndarlýðveld-
isbörn, helst að ganga í skátabúning og hylla fánann, en þessi skólastjóraagi hentaði
okkur ekki og við vildum losna undan honum.“
Eftir þessa róttækni og þrjár ljóðabækur kom út fyrsta skáldsaga Einars, Riddarar
hringstigans, hjá Almenna bókafélaginu – sem þá var álitið hægri sinnað forlag á móti
hinu vinstrisinnaða Máli og menningu.
„Við sem vorum langt til vinstri, fannst við aldrei neitt skuldbundin Alþýðu-
bandalaginu. Almenna bókafélagið og Mál og menning voru bara forlög sem voru að
takast á í ímynduðum heimi. Þau voru í stríði sem enginn annar vissi af. Bæði forlögin
gáfu út fínar bækur og voru góð forlög. Það sem skipti máli þá – og skiptir ennþá
máli – er að útgefendur skilji höfundinn og séu þolinmóðir á meðan verið er að brjóta
ísinn.
Í sagnalistinni og ljóðagerðinni er fólgin einhver leit. Sjálfur hef ég aldrei náð í
skottið á bókum sem eiga að endurspegla skoðanir höfundar, né skilið að verk sé gott
vegna þess að höfundur þess hafi svo góðar skoðanir. Bókmenntir eru alltaf gagn-
rýnar. Ef menn litu á mig sem róttækan höfund, þá var það vegna þess að menn vissu
að ég átti mér pólitíska fortíð. En á meðan sú fortíð var nútíð, höfðu menn engan
áhuga á henni. Eftir að ég fór að skrifa á fullu gerðist ég minn eigin flokkur ef svo má
segja. Ég lít fremur á mig sem boðbera lífsviðhorfa en ein-
hverrar eindreginnar afstöðu. Mér finnst ég oft vera að
segja sögu sem hefur verið sögð – en að hún hefur ekki
verið sögð eins og ég vil segja hana. Það þýðir ekki að ég sé
að fletta ofan af sögufölsun, heldur finnst mér sagan vera
öðruvísi í lífinu og skáldskapnum en hún birtist okkur í ríkjandi viðhorfum. Í skáld-
skapnum verður mannlífið að lífsspeki.“
Skáldsöguhöfundur endurskapar tímann
Þú talar um þolinmæði útgefenda. Er hún til staðar í dag?
„Nei, og þó, vonandi. Sú tilhneiging er til staðar að menn séu afskrifaðir eftir eina
bók. Sem dæmi get ég nefnt að fyrsta bókin sem kom út eftir mig í Danmörku var
ljóðaúrval. Síðan kom Riddarar hringstigans sem fékk góða dóma, þótt ekki væri um
að ræða nein risaupplög á þýddum bókum. Þegar svo Englar alheimsins komu út þar
og gengu vel, þá var aftur farið að gefa út fyrri bækurnar. Útgefendur og höfundar
þurfa að horfa á ferilinn og byggja hann upp. Úgefandinn þarf að standa með höf-
undinum og höfundurinn að sýna honum trúmennsku.
Ef við skoðum áratuginn á milli 1980 og 90, þá voru bókmenntir frá Norð-
urlöndum úti í jaðrinum erlendis, til dæmis í Þýskalandi. Þegar við kynntum verk
okkar mættu nokkrir áhugamenn um Ísland og spurðu aðallega um íslenska hesta.
Þá vorum við, nokkrir Norðurlandahöfundar, hjá litlu forlagi í Kiel, sem var stjórnað
af áhugasömum prófessor. Þegar svo stóru forlögin vildu fá okkur, sagði hann: „Það
er miklu betra fyrir ykkur að vera þar“ og sleppti mönnum þangað. Það voru nokkur
lítil forlög í Þýskalandi sem unnu mikið brautryðjendastarf. Í dag eru bókmenntir frá
Norðurlöndum mjög áberandi í Þýskalandi. Það eru oft þessi litlu forlög sem byrja.
Þess vegna skyldu menn aldrei vanmeta þau.“
Riddarar hringstigans sem kom fyrst út árið 1982 var sú fyrsta í röðinni af þremur
skáldsögum um heim Jóhanns Péturssonar þar sem hann er að alast upp í Vogahverf-
inu í lok sjötta áratugarins og byrjun þess sjöunda. Önnur bókin, Vængjasláttur í þak-
rennum, kom út ári seinna og þriðja bókin, Eftirmáli regndropanna 1986. Sögurnar
lýsa af ótrúlegri nákvæmni tíðaranda, viðhorfum, kynjahlutverkum og breytingum
sem eiga sér stað í þjóðfélaginu á þessum tíma. En þær lýsa líka áhyggjulausu lífi hins
saklausa barns sem er uppátækjasamt og skynjar engar hættur í umhverfi sínu – þótt
sakleysið tapist, strax í fyrstu sögunni. Í annarri sögunni er heimi barna á þessum
tíma lýst og þótt sagan sé sögð frá sjónarhóli drengja, er hann hreint ekki fjarri heimi
stúlkna á þessum tíma. Þegar upp er staðið verður heildarverkið sú sagnfræði tíma-
bilsins sem hægt er að sætta sig við. Þar eru ekki bara atburðir sem gerðust, heldur
líka viðbrögð persónanna við þeim.
„Skáldsöguhöfundur endurskapar tímann auðvitað á grundvelli staðreynda,“ seg-
ir Einar, „en líka á grundvelli tilfinninga. Auga hans fyrir því hvað er fréttnæmt og
hvað ekki byggist á innsýn og lífsskilningi fremur en vísindalegu öryggi. Hvort hann
fylgir því sem sannara reynist er alls ekki víst, því sannleikurinn er sjaldnast hlutlæg
staðreynd í skáldskap.“
Öryggi vissunnar – frjósemi óvissunnar
„Að öllum líkindum er afstaða skáldsagnahöfundar til heimilda og þekkingar önn-
ur en sagnfræðingsins. Skáldsagnahöfundurinn þarf vissulega að kynna sér efnið sem
hann er að fjalla um, en verkið verður til á einhverju svæði á milli þess sem hann veit
og veit ekki, í öryggi vissunnar, í frjósemi óvissunnar. Þó að ég telji sagnfræðina nýtast
mér vel og áhugi minn á skáldskap og sögu sé samofinn, er ég alls ekki að tjá neina
forskrift fyrir aðra. Hver höfundur sem fæst við skáldskap finnur sína eigin persónu-
legu leið og lætur ekki segja sér fyrir verkum.“
Hvenær byrjaðir þú að skrifa Riddara hringstigans og hvers vegna fluttirðu þig úr
ljóðlistinni yfir í skáldsöguna?
„Það er dálítið erfitt að tímasetja það, vegna þess að þegar ég byrjaði að skrifa
prósa, spruttu sögurnar upp úr ljóðunum. Í Róbinson Krúsó snýr aftur sæki ég minn
efnivið í æskuveröld mína. Ljóðin fóru að verða frásagnakenndari.
Upp úr því fer ég að þvælast um þennan heim og skrifa ótrúlega mikið án þess þó
að ná utan um efnið. Ég hélt auðvitað að ég væri með ótrúlegt meistaraverk í hönd-
unum, sem næði utan um allan heiminn – en það er nú oft bensínið sem menn þurfa
til að halda ótrauðir áfram. Svo var þetta orðinn mikill grautur, þar til ég datt ofan á
byrjunina á Riddurunum. Eftir það kom sagan til mín eins og tilbúin. Ég vissi hvernig
hún myndi enda. Samt var ekki auðvelt að enda söguna.
Ég upplifði það ekki sem nein umbrot að fara úr ljóðinu yfir í sögu. Fyrir mér er
þetta allt sama tóbakið. Einhvern tíma sagði ég að það fara úr ljóði í sögu væri eins og
að hætta að keyra strætó og byrja að keyra leigubíl."
Orðin eru farartæki
„Ég hef sömu afstöðu til ljóðanna og Jesús til barnanna; ég leyfi þeim að koma til
mín. Eftir að ég fór að skrifa sögur hafa komið út eftir mig tvær ljóðabækur. Það er
ekki vegna þess að ég hafi sest niður og sagt: Nú ætla ég að skrifa ljóðabók. Hins veg-
ar er það svo að þegar mér hefur orðið ljóst að ég er með ljóðið, þá gef ég mig allan í
það. Ég lít ekki á ljóðið sem afréttara eða uppfyllingu.
Það er oft talað um að ljóðið sé tilraunastöð skáldskaparins, sú vinna þar sem
tungumálið þróast og þar sé að finna þróunina í heimssýn höfunda.
Mér varð þetta ekki síst ljóst þegar við Friðrik Þór vorum að byrja að skrifa kvik-
myndahandrit. Þú getur litið á kvikmyndahandrit sem ljóð og hverja senu sem ljóð-
línu. Það gilda sömu lögmál í kvikmynd og ljóði, svo ljóðskáld á auðvelt með að sjá
hvort kvikmyndahandrit virkar.“
Talandi um kvikmyndir. Nú segir þú alltaf sögu í verkum þínum, en er ekki vantrú
á sögunni í kvikmyndaiðnaðinum?
„Jú, það er alltaf fyrirfram vantrú á sögunni – og á efninu. En það er yfirleitt aldrei
fyrirsjáanlegt hvað er áhugavert í því sem menn eru að gera í listum. Þegar ég var að
skrifa Engla alheimsins átti ég lengi vel mjög erfitt með að segja hvað ég væri að fást
við. En þar kom að ég missti það út úr mér að ég væri að skrifa um fólk sem ekki
gengi heilt til skógar. Þá sögðu menn að ég væri búinn að vera. Það myndi enginn lesa
bók um geðveikt fólk.
En menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera. Þetta er ekki spurning um að
hafa trú á sjálfum sér, heldur því sem maður er að gera. Menn eru alltaf fullir af efa
um eigið ágæti. Annars yrði þetta bara einn sjálfumglaður flaumur.“
Skáldsagan Rauðir dagar kom út 1990. Hvaða lífsviðhorf eru ríkjandi þar?
„Í Rauðum dögum vildi ég kannski skrifa gegn sjálfumgleði ’68-kynslóðarinnar
sem sat í sínu rauðvínslegna þunglyndi og barmaði sér yfir því að draumarnir hefðu
ekki ræst og allt hefði verið miklu skemmtilegra þegar þau voru ung.
En það var aldrei verið að tala um hlutina eins og þeir gerðust. Síldin hvarf. At-
vinnuleysi var mikið. Brotthvarf síldarinnar hleypti byltingunni af stað, leiddi til ólgu
á vinnumarkaði – og hreinlega til landflótta. Það eru mjög margir Íslendingar ennþá
búsettir í Svíþjóð og í Ástralíu frá þessum tíma.
Þessi ólga kemur inn í aðra ólgu sem tengist unglingamenningu og tónlistarmenn-
ingu, sem felur í sér andstöðu við vopnavald og hernað. Svo var hér allt morandi í sér-
trúarsöfnuðum.
Ég sótti í þann þjóðsagnalega sagnabrunn sem ég hafði kynnst í Fylkingunni. Á
sínu blómaskeiði var Fylkingin sambland af baráttusamtökum og húsi organistans.
Þangað leituðu þeir frjóu straumar sem lágu í loftinu. Þangað komu bóhemarnir,
skáldin, drykkjurútarnir, námsmennirnir, verkamenn sem voru óánægðir með verka-
lýðsforystuna og margir fleiri. Þarna var óábyrg sagnalist í hávegum höfð og það var
kannski sú veröld sem ég var að reyna að ná í skottið á í Rauðum dögum, þótt aldrei
hafi verið ætlunin að segja: Svona var þetta.“
ANDÓF Í SÁLINNI
ÞEIM SEM VAR SAMA UM MÁLGALLANA VORU MÍNIR MENN; HINIR