Morgunblaðið - 28.12.2003, Page 15

Morgunblaðið - 28.12.2003, Page 15
28.12.2003 | 15 Mikilvægt að skilja fólk Rauðir dagar var líka ákveðin leið til beinni frásagnar. Hún var eins og brú frá æskuverkunum, Riddurunum og þeim, yfir í Engla alheimsins og sagnanna sem á eft- ir henni komu, þeirri ættarsögu í þremur bindum sem fengu heitið Fótspor á himn- um, Draumar á jörðu og Nafnlausir vegir. Sú ættarsaga er um leið eins konar alþýðu- saga Íslands á 20. öld. Í þessum verkum ægir öllu saman í einni og sömu fjölskyldunni. Þar eru heitir trúmenn og kommúnistar, kraftakarlar og sjúklingar, drykkjumenn og heilsufrík, ríkir og fátækir, börn og gamalmenni – og allir fái að njóta sín. „Mig langaði ekki til að skrifa um trúað fólk eins og einhverja sirkustrúða, heldur spyrja: Hvað gefur trúin manninum? Með sama hætti spyr ég hvers vegna menn á 3. og 4. áratug aldarinnar urðu kommúnistar. Sem sé, hverjar voru þeirra ástæður? Það er mikilvægt að skilja fólk í þeim aðstæðum sem það býr við, í stað þess að koma eftir á, eins og er tíska núna, og dæma fólk fyrir eitthvað sem gerðist fyrir þrem- ur, fjórum, jafnvel fimm áratugum. Það er nauðsynlegt að skilja fólk innan frá – en ekki utan frá. Í sögum vil ég frekar ganga í Hjálpræðisherinn með gítar en að benda á þann sem það gerir og hlæja að honum. Skáldskapurinn spyr sig frekar „hvernig“ en „hvers vegna“. Það er þess vegna sem það er mikilvægara að upplifa aðstæður persónanna en að setja sig yfir þær og dæma þær. Nú eru í gangi einhver óformleg réttarhöld yfir fortíðinni. Fínir höfundar einsog Gorkí og Nexö eru afskrifaðir út af stjórnmálaskoðunum. Þeir sem setja sig í dómarasætin, telja sig hafa höndlað einhvern sannleika. Það er engu líkara en þeir hafi sjálfir lagt Berlínarmúrinn í rúst. Hægrimenn sýndu andstöð- unni í Austur-Evrópu engan sérstakan áhuga á meðan hún var. Jú, auðvitað sumir, en „friðsamleg sambúð“ var stefnan. Það voru miklu frekar stjórnleysingjar og svoköll- uð öfgaöfl til vinstri sem vöktu athygli á mönnum eins og Vaclav Havel og Jack Ku- ron. Ég átti helling af bæklingum um þessi mál sem trotskyistar gáfu út. Mér hefur því þótt furðulegt þegar fjölmiðlar eru að bjóðast til að gera skriftafeður fyrir aflóga vinstrimenn.“ Sauðmeinlaus kommúnismi Fáránleiki slíkrar iðrunar kemur berlega í ljós í ljóði Einars Uppgjör við fortíðina I, sem birtist í ljóðabókinni Í auga óreiðunnar: Nú vil ég biðja þá sem í óskammfeilni sinni gengu niður Laugaveginn einhvern tíma í nóvember árið 1932 að vera svo vingjarnlega að snúa við og ganga hann upp. Var þá kommúnisminn hér á landi ekki svo hættulegur að ástæða sé til þess að standa í uppgjöri við hann? „Nei, nei, hann var sauðmeinlaus. Menn verða líka að athuga að kjarabætur feng- ust ekki nema með baráttu. Á meðal sósíalista var líka mjög sterk þjóðerniskennd sem fáránlegt væri að kenna við einhverja byltingarstefnu. Mestu ögranir sem urðu hér voru verkföll, til dæmis verkfallið 1955, sem ég nota sem fyrirmynd að verkfallinu í Nafnlausum vegum. Slík verkföll gátu oft lamað þjóðfélagið en kröfurnar í þeim snerust um kaup og kjör. Önnur stór ögrun var Natóslagurinn 1949. En svona eftir á að hyggja, held ég að Ísland hafi aldrei verið á barmi byltingar. Átökin skildu þó mik- ið eftir sig. Um Natóslaginn var talað í hálfa öld.“ Fremst á myndinni er Þórunn Freyja Brynjarsdóttir, frá vinstri Guðmundur Már Einarsson, Brynjar Már Karlsson, Einar Már, Rakel María Axelsdóttir, fósturdóttir Einars, Hera Björk Brynjarsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Hrafnkell Már Einarsson og Hildur Úa Einarsdóttir. Anna Björk, dóttir Einars Más og Þórunnar, er við nám í Madrid á Spáni. MÁTTU EIGA SIG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.