Morgunblaðið - 28.12.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 28.12.2003, Síða 26
Nýtt ár virðist munu fela í sér mikla möguleika á fjárhags- legum ávinningi fyrir Ljónið. Júpíter (þensla) er í öðru húsi eigna og peninga í sólarkorti Ljónsins, sem verður því að lík- indum umbunað fyrir vinnusemi, trúmennsku og árangur á liðnum árum. Nú er tíminn til þess að uppskera. Úranus (breytingar) er í áttunda húsi peninga annarra, sem gæti hafa valdið truflunum. Mars (framkvæmdaorka) var óvenjulengi á svipuðum slóðum á liðnu ári sem jók útgjöld til muna. Rifrildi út af peningamálum voru að líkindum hávær á þessum tíma og slæmar fréttir þar að lútandi gætu hafa valdið taugaspennu. Útlitið er allt annað og bjartara á þessu ári. Ljónið gæti erft peninga skyndilega eða unnið dágóða upphæð í sjónvarpsþætti, sérstaklega fyrst í febrúar, eða um miðjan maí eða nóvember. Varast skal samt að taka mikla áhættu og láta aðra um mik- ilvægar ákvarðanir í peningamálum. Seinni hluti ársins er góður tími til þess að stunda nám eða fara á námskeið og ef hugmyndin er að kaupa nýjan bíl, tölvu eða annað þess háttar eru október og nóvember hagstæðir mánuðir. Satúrnus (samdráttur) í 12. húsi einveru gerir Ljóninu, sem að öllu jöfnu er mjög fé- lagslynt, kleift að auka afköstin þegar það dregur sig í hlé til þess að vinna. Nýtt ár verður Tvíburunum gott, sérstaklega í einkalífinu. Vinnan var aðallega í brennidepli á liðnu ári, en framundan er meira jafnvægi milli hennar og fjölskyldulífs. Einhleypir eða leitandi Tvíburar gætu fundið sanna ást í apríl, þegar Venus (ást, samskipti) byrjar fjögurra mánaða ferðalag í merkinu. Mars (framkvæmdaorka) verður einnig í Tvíburunum í apríl og eyk- ur hugrekki þeirra, staðfestu og aðdráttarafl, svo nokkuð sé nefnt. Markmið tengd heimili og fasteignum ættu að ganga eftir, einkum fyrstu níu mánuði ársins, vegna áhrifa frá Júpíter (þensla). Þeir sem vilja breyta hjá sér ættu að ljúka því fyrir ágústlok og útkoman verður á við það sem best gerist í híbýla- þáttum. Viðhorf til peninga mun breytast á árinu, en „minna er meira“ er ný hugleiðsluþula Tvíburanna. Munu þeir finna hjá sér þörf til þess að kaupa fáa hluti en vandaða. Skuldastaða þeirra gæti batnað líka, en Satúrnus (sam- dráttur) er í Krabba, sem fær fólk til þess að taka gildismat sitt til endurskoð- unar. Sköpunargáfa Tvíburanna verður með allra mesta móti síðar á árinu og hugsanlegt að þeir finni sig knúna til þess að skipta skyndilega um vettvang eða takast á við verkefni sem þeir hafa gælt við lengi í huganum. TVÍBURAR 21. MAÍ – 20. JÚNÍ  HRÚTUR 21. MARS – 19. APRÍL Fullkomið heilbrigði er ein mesta gæfa lífsins og Hrúturinn mun átta sig á því til fullnustu næstu mánuði. Júpíter (þensla) verður í sjötta húsi heilsu í sólarkorti Hrútsins og breytingar á lífsháttum munu leiða til mikils ávinnings. Sól- myrkvi í Hrút í apríl mun koma nokkuð við sögu, en myrkvi í manns eigin merki getur haft talsverð áhrif á sjálfsmyndina. Nú er svo sann- arlega rétti tíminn til þess að megra sig og komast í form. Júpíter verður í sjö- unda húsi maka og samskipta með haustinu þegar hann flytur sig yfir í Vogina. Sá tími er ákjósanlegur til þess að játast nánum vini í hjónabandi. Heimili Hrútsins verður í brennidepli á þessu ári eða því næsta og hugsanlegt að hann muni þurfa að eyða meiri tíma eða fé en hann hefði haldið til þess að bæta ástandið. Tunglmyrkvar í maí og október munu leiða til breytinga á því hvernig Hrúturinn aflar, eyðir eða varðveitir fé. Tekjur gætu aukist með óvæntum hætti og samningaviðræður um eignaskiptingu eru hugsanlegar. Aukinn frami blasir ekki við á árinu, en tækifærin verða samt sem áður nokkur til þess að skipta um starf. Þau munu koma skyndilega og því um að gera að vera snar í snúningum.  STJÖRNU Árið 2004 mun óvenjumikill samhljómur ríkja í himingeimnum. Þrjár ytri plánetanna, Úranus, Satúrnus meiriháttar himintunglið sem skiptir um merki á nýju ári. Júpíter, Satúrnus, Neptúnus, Úranus og Plútó sviðum. Árið ætti að vera gott flestum stjörnumerkjum, en ef syrtir í álinn má líklega skella skuldinni á LJÓN 23. JÚLÍ – 22. ÁGÚST  Ást, rómantík og skemmtun verða í brennidepli á þessu ári, bæði hjá einhleypum og heitbundnum Nautum, en Júpíter (þensla) er í fimmta húsi náinna kynna í sólarkorti þess fyrstu níu mánuði ársins. Sólmyrkvar í maí og nóvember munu leiða til breytinga í nánu sambandi og veltur útkoman á því hvert hefur stefnt undanfarin ár. Árið 2004 markar nýtt upphaf og þeir sem hafa liðið skort á væntumþykju undanfarin ár sjá nú fram á miklu betri tíma. Satúrnus (samdráttur) hefur verið í þriðja húsi tjáskipta í sólarkorti Nautsins frá því í júní 2003 og getið af sér agaðri og skýrari framsetningu hugmynda. Hugsanlegt er að Nautið læri að tjá sig í nýjum miðli á árinu, svo sem útvarpi eða sjónvarpi. Júpíter færir sig í sjötta hús heilsu í sólarkortinu í lok september, sem ætti að hvetja Nautið til þess að hugsa vel um sig. Atvinnuöryggi hefur ekki verið mikið hjá sumum Nautum undanfarin ár, þar sem Úranus (breytingar) hefur verið í spennuafstöðu við sól. Tækifærin hafa verið mörg á þessum tíma en áföllin ekki heldur látið á sér standa. Nú er þessu tímabili lokið og útlit fyrir stöðugleika og styrk í vinnuplássinu. Tekjur gætu aukist á næstunni. NAUT 20. APRÍL – 20. MAÍ  Nýtt ár verður afar mikilvægt Krabbanum. Satúrnus (sam- dráttur) er í merkinu sem leiðir meðal annars til aukins skipu- lags og ábyrgðar. Satúrnus kom inn í Krabbann í júní 2003 og verður þar fram í júlí 2005. Hann mun hjálpa Krabbanum til þess að nýta tíma sinn betur og af meiri skynsemi en áður, en Satúrnusartímabil eru oftar en ekki tími mikilvægra vendipunkta og athafna sem hafa afleiðingar um ókomna tíð. Á þessum tíma eru teknar meðvitaðar ákvarðanir og óvæntar aðstæður leiða til mikils þroska. Úranus (breytingar) er jafnframt í þriðja húsi hugsunar og samskipta í sólarkorti Krabbans og Júpíter (þensla) í níunda húsi ferðalaga og æðri hugsunar. Krabbinn mun því endurmeta lífsviðhorf sitt og skoðanir á árinu og taka nýja afstöðu sem er algerlega hans eigin og óháð áhrifum frá fjölskyldu, vinum eða öðrum. Þá mun hann læra að koma hugsunum sínum frá sér á sannfærandi hátt, ná árangri og ávinna sér mikla virðingu. Janúar er góður tími fyrir Krabbann til þess að leita sér að nýju starfi. Þá eru nýtt tungl í mars og fullt tungl í september kjörin tækifæri til þess að biðja um stöðuhækkun. Leiðir til þess að kynnast nýju fólki eða leysa vanda- mál í núverandi sambandi verða fjölmargar á árinu. KRABBI 21. JÚNÍ – 22. JÚLÍ  Meyjan á frábært ár í vændum. Júpíter (þensla) er í Meyju þar til í september og mun víkka hugann og gera henni kleift að sjá möguleikana í litlum verkefnum og tækifærum sem fara fram hjá öðrum. Nýir einstaklingar munu koma inn í líf Meyjunnar og leika veigamikið hlutverk, bæði í starfi og einkalífi. Á þessum tíma er um að gera fyrir Meyjuna að sá fræjum drauma sinna sem víðast svo þeir megi rætast og þarf hún því að segja öllum sem heyra vilja hvaða stefnu hún hyggst taka. Einhleypir í Meyjarmerkinu gætu hitt hinn eina sanna eða sönnu á árinu þar sem Júpíter í þessari afstöðu getur orðið til mikilvægra kynna. Hugsanlegt er að vinur eða samstarfsmaður sem hún treystir muni gegna ráðgjafarhlutverki á árinu og þessi einstaklingur mun hjálpa Meyjunni að ná settu marki. Annaðhvort er um að ræða manneskju sem hún þekkir nú þegar eða einhverja sem hún mun kynnast fljótlega. Meyjan er einnig með Úranus (breytingar) í spennuafstöðu við sól á árinu sem getur leitt til heilsukvilla, hún þarf því að borða hollan mat og hvíla sig. Streita gæti orðið að vandamáli á árinu. Júpíter á til að þenja út það sem hann snertir og því þarf Meyjan að gæta þess að þyngjast ekki á næstunni. MEYJA 23. ÁGÚST – 22. SEPTEMBER 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.