Morgunblaðið - 28.12.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.12.2003, Qupperneq 27
Steingeitin er með Satúrnus (samdráttur) beint á móti sól um þessar mundir. Það er ekki auðveld afstaða, eins og Steingeitur fæddar í desember hafa þegar fundið fyrir. Til- tekið samband á hug Steingeitarinnar allan þar sem Sat- úrnus er jafnframt í sjöunda húsi maka og samvinnu í sól- arkorti hennar. Þær sem hafa verið of háðar makanum munu uppgötva eigin styrkleika og mörg náin sambönd verða brotin til mergjar. Afstaða Satúrn- usar hefur áhrif á heilsu Steingeitarinnar, sem þarf að fara vel með sig fyrir vikið. En Júpíter (þensla) er til allrar hamingju í góðri afstöðu við sól á árinu líka og mun vega upp á móti þrengingum af völdum Satúrnusar. Júpíter er jafnframt í níunda húsi vitsmunalegrar útvíkkunar í sólarkorti Steingeitar- innar fyrstu níu mánuði ársins, sem mun opna huga hennar upp á gátt. Úranus (breytingar), pláneta snilligáfu og nýbreytni, er í þriðja húsi hugans í sólar- kortinu og mun því leiða til skapandi og fágaðra tjáskipta. Satúrnus færir líka með sér visku, traust og ábyrgð sem mun ýta undir leiðtogahæfileika Stein- geitarinnar. Geta hennar í forystuhlutverki mun ekki dyljast öðrum í septem- ber og í ár skilur Steingeitin kjarnann frá hisminu á öllum sviðum. STEINGEIT 22. DESEMBER – 19. JANÚAR  SPÁ 2004 og Júpíter færðu sig milli stjörnumerkja á síðasta ári, sem markar kaflaskipti. Júpíter er hins vegar eina eru hægfara og skipta því ekki oft um merki en þegar það gerist eru breytingar merkjanlegar á mörgum Satúrnus og það hvar í stjörnukortinu áhrifa himintunglanna gætir hjá hverjum og einum. Júpíter (þensla) verður í Voginni í lok september og því má búast við mikilvægu tímabili í lífi hennar fram í október 2005. Réttast væri fyrir Vogina að taka sér góðan tíma til þess að útbúa óskalista (hún hefur níu mánuði) og velta framtíðinni vel fyrir sér. Heppnin verður með Voginni og áhrifamiklir einstaklingar munu vilja leggja henni lið, en hún þarf sjálf að taka fyrsta skrefið. Satúrnus (samdráttur) er í tíunda húsi stefnu og mark- miða í sólarkorti hennar og því er hugsanlegt að hún skipti um starfsvettvang. (Ekki missa sjónar á hornskrifstofunni.) Áhrif Satúrnusar draga fram veik- leika og veita jafnframt styrk til þess að takast á við þá. Fimm af tíu plánetum himingeimsins verða í Vogarmerkinu í október og með slíku liðsinni er henni ekkert að vanbúnaði að kanna ókunna (en vinveitta) stigu. Náin sambönd munu veita Voginni gleði á árinu og margir í merkinu kjósa að ganga í hjóna- band frá september og fram í desember. Heilsa þeirra sem ekki hafa verið hressir ætti líka að batna. Árið 2004 verður upphafið að glænýju tímabili í lífi Vogarinnar og alger happafengur. VOG 23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER  Bogmaðurinn á von á betri tíð á árinu á eftir nokkur um- skipti að undanförnu. Horfur í starfi eru góðar en vænta má uppstokkunar í einkalífi, því Úranus (breytingar) er sestur að í fjórða húsi heimilis og fjölskyldu, þar sem hann verður næstu sjö árin. Ef ætlunin er að flytja eða flikka upp á heimilið eru mars til september góður tími. Séu kaup á húsnæði inni í mynd- inni væri ráð að láta fagmann yfirfara eignina hátt og lágt og leita að sjald- gæfum göllum eða leka áður en skrifað er undir. Bogmaðurinn gæti kynnst nýjum félaga í apríl eða maí, ef hann er lofaður eru líkurnar á tíma fyrir af- slöppun og lystisemdir lífsins meiri en oft áður. Hann gæti ákveðið að leggjast í barneignir á árinu eða stækka barnahópinn sinn. Búast má við heilsukvillum eða orkuleysi á fullu tungli í maí. Nýtt tungl í desember mun færa Bogmann- inum gnótt tækifæra og Mars (framkvæmdaorka) byrjar sjö vikna ferðalag í merkinu hans á jóladag, svo hann verður óstöðvandi. Venus (ást) verður líka í Bogmanni í árslok. Allra augu munu því hvíla á Bogmanninum og hann verður ómótstæðilegur í augum samferðafólks meðan það ástand varir. Gamlárs- kvöld ætti að verða ógleymanlegt. BOGMAÐUR 22. NÓVEMBER – 21. DESEMBER Sporðdrekinn mun einbeita sér að einkalífi sínu á árinu. Möguleikar á stöðuhækkun eru talsverðir á sumarmánuð- um og gott útlit fyrir launahækkun á nýju tungli í desember, en þrátt fyrir það mun Sporðdrekinn aðallega beina orku sinni inn á við á næstunni. Fjármál ýmissa í Sporðdreka- merkinu hafa ekki verið uppspretta mikillar gleði á undanförnum árum. Sporðdrekar geta verið flinkir með peninga en ýmislegt bendir til þess að þeir hafi verið af skornum skammti upp á síðkastið. Orsökin er Satúrnus (sam- dráttur) sem verið hefur í 8. húsi peninga annarra í sólarkorti Sporðdrekans um skeið. Áttunda húsið hefur með skatta, lán, krítarkort, meðlög, styrki, húsnæðisveð, arf, kaupmála og fleira að gera en góðu fréttirnar eru þær að Satúrnus verður ekki á þessum slóðum í sólarkorti Drekans næstu áratugi. Útlitið í fjármálum er því bjart á árinu. Von er á kaflaskiptum í sambandi við maka eða vinnufélaga í október. Einhleypir í Sporðdreka geta átt von á breyt- ingum á sjálfsmyndinni. Yfirmaður Sporðdrekans gæti verið nokkuð styggur og gagnrýninn um tíma í lok október. Ekki biðja hann um greiða á meðan. SPORÐDREKI 23. OKTÓBER – 21. NÓVEMBER Úranus (breytingar) stokkar aldeilis upp hjá Fiskunum á þessu ári. Þeir sem eiga afmæli milli 19. og 26. febrúar ættu að hafa fundið fyrir því nú þegar. Fiskarnir munu standa frammi fyrir nýjum, áður óhugsandi valkostum og verið getur að einhverjir þeirra verði skyndilega þekktir á sínu sviði, eða um víða veröld. Árið 2004 mun leiða til mikilla breytinga í einkalífi Fiskanna, ekki síst hvað varðar ástarsambönd og foreldrahlutverk. Náin sambönd verða nú að þjóna einhverjum tilgangi og fyrir áhrif Satúrnusar (samdráttur) munu Fiskarnir átta sig á því, að tími þeirra er mikils virði. Ein- hleypir í Fiskamerkinu munu hitta nokkra álitlega félaga sem ástæða gæti verið að kynnast betur og Fiskar í hjónabandi verða þess reiðubúnir að leggja sig fram í foreldrahlutverkinu. Útlit í fjármálum er gott, ekki síst á nýju tungli í mars og apríl, og í október fyrir tilstilli Júpíters (þensla). Fiskar eiga von á risastökki á framabrautinni í lok nóvember og nýtt tungl í byrjun desember gæti leitt til stöðuhækkunar. Þá er von á liðsinni frá framkvæmdaplánetunni Mars í lok desember. Þrengingar ættu loksins að vera að baki og framundan er spennandi tímabil, bæði í ár og á komandi misserum. FISKAR 19. FEBRÚAR – 20. MARS Úranus (breytingar) stjórnar Vatnsberanum og fer úr merkinu 30. desember, þar sem hann hefur verið á ferða- lagi síðustu sjö árin. Líf Vatnsberans mun taka nokkrum breytingum fyrir vikið, en Úranus flytur sig í annað húsið í sólarkorti hans. Mun það leiða til fjárhagslegs ávinnings af einhverju tagi, líklega um miðjan september. Ferðalag hins rausnarlega Júpí- ters (þensla) um himingeiminn fyrstu níu mánuði ársins hefur einnig nokkuð að segja og er ekki um að ræða tekjur af atvinnu, heldur tiltekna summu úr óvæntri átt. Áhrif Júpíters munu einnig auka möguleika á miklum ávinningi af löngu ferðalagi í október. Líkur eru á talsverðum breytingum á starfsvett- vangi og heimilisaðstæðum, annaðhvort í maí eða júní. Tunglmyrkvar í Sporð- dreka og Nauti í maí og október munu færa Vatnsberanum nýjar aðstæður til þess að glíma við. Einhleypir sjá fram á fjörugri tíma í einkalífinu þar sem Satúrnus (samdráttur) er farinn úr húsi ástarinnar í sólarkorti Vatnsberans. Þeir sem eru þegar í sambandi munu upplifa meiri léttleika. Allt bendir til þess að ástalíf Vatnsberans verði með besta móti fram til 2005 en aðalfjörið verður í árslok. Síðustu þrír mánuðir ársins verða bestir. VATNSBERI 20. JANÚAR – 18. FEBRÚAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.