Morgunblaðið - 28.12.2003, Page 29

Morgunblaðið - 28.12.2003, Page 29
28.12.2003 | 29 Toppur frá Karen Millen, 5.990 kr. Gamlárskvöld er jafnan tækifæri til þess að klæða sig upp svo um munar og nýársfagnaðir jafnvel ennþá íburðarmeiri en síðasta kvöld ársins. Jólatré hvað? Minna er meira er ekki útgangspunkturinn á þeim tímamótum. Þvert á móti. Gylltir kjólar, skór og veski eru áberandi í hátísku vetrar (og verða næsta vor og sumar), sem og tilkomumiklir skartgripir. Gull hefur falið í sér fegurð og verðmæti í þúsundir ára og er ástæðan bæði yfirbragð þess og efnafræðilegur stöðugleiki, en liturinn verður til vegna rafeindabyggingar gullatómsins. Ýmsir hafa orðið til þess að leika sér með gull og gylltan lit í gegnum tíðina, lengst er að minnast Shirley Eaton gullhúðaðrar í Gullfingri Ians Fleming árið 1964 og ekki vakti Sharon Stone minni at- hygli á Óskarsverðlaunahátíðinni 1993, í gull- kjól frá Veru Wang. Er frú Wang reyndar sökuð um að hafa tekið fyrsta skrefið í átt að pjattvæð- ingu verðlaunaathafna kvikmyndafólks í Holly- wood. (Hvaðan eru kjólarnir og skartið?) Svo vikið sé að nútímanum eru hönnuðir sem vak- ið hafa athygli fyrir íburðamiklar sýningar í vetur meðal annarra Alexander McQueen, Anna Molinari, Dolce&Gabbana og Chanel. Í nýrri línu frá McQueen eru lykilorðin „heillandi flúr“ og kjólarnir settir gull- þiljum sem minna á brynju og þykkum, bróderuðum skrautblómum. Molinari sýnir gullsleginn míní-kjól fyrir rómanskar Lólítur, eins og sannur tískurýnir myndi taka til orða, og Dolce&Gabbana fara ham- förum með gullþynnur, glitagnir og perlur fyrir ófeimna dillibossa. Þá hefur hið virðulega tískuhús Chanel sótt innblástur í skreytikúltúr rappara og stækkað skartgripina sína um að minnsta kosti 200%. Gleymum leitinni að gullna reyfinu, dönsum við gullkálfinn og tjöldum öllu sem til er yfir hátíðirnar! TÍSKULYKLAR 2004 Innblástur, Ítalska rivíeran, Ólympíu- leikarnir 2004, endurreisnartímabilið, álfar, Marlene Dietrich, Cher, pin-up stúlkur, Las Vegas. Íþróttaföt, tenniskjólar og -pils, sundkjólar, bolir, hlaupastuttbuxur úr satíni, krikket- peysur, glansgallar í hástigi. Aukahlutir mokkasínur með skrautsteinum, skór með bróderingum og vefnaði, linar töskur, basttöskur og -belti, töskur með hólfum og sylgjum, lífstykki, eftirlíkingar af erfðaskartgripum, klumpastrandskór. Efni siffon, brókaði, silki-jersey, strigi, bast, blúndur, rendur, möskv- ar, allt úr lycra. Eyrnarlokkar frá Ice in a Bucket, 495 kr. Armband frá Ice in a Bucket. Náttkjóll frá La Senza, 3.900 kr. Pils frá Spútnik, 3.700 kr. L jó sm yn di r: G ol li Gullgyðja Gai Mattiolo. Skór frá Karen Millen, 17.990 kr. Stígvél frá 38 þrepum, 28.000 kr. Taska frá Karen Millen, 18.990 kr. Belti frá Spútnik, 1.500 kr. Eyrnalokkar frá Ice in a Bucket, 995 kr. TÍSKA | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR, NANNA ÓSK JÓNSDÓTTIR Skór frá Bossanova, 9.400 kr. Kjóll frá Sand, 12.990 kr. fyrir gamlárskvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.