Morgunblaðið - 28.12.2003, Blaðsíða 37
28.12.2003 | 37
Á ég að selja eða ekki – hvað finnstþér?“ sagði ungur maður semhafði samband við mig fyrir
stuttu. Málið tengist hinum mjög svo
mikið ræddu 90% lánum, þ.e. þegar lán
allt að 90% er veitt af hóflegu íbúð-
arverði.
„Ég og kærastan mín keyptum okkar
fyrstu íbúð fyrir nokkru en höfðum áður
leigt. Við ákváðum að kaupa okkur
framtíðaríbúð ef við gætum, því maður
fær bara einu sinni 90% lán, þ.e. þegar
maður kaupir sína fyrstu íbúð, nema þá
að eitthvað mjög mikið sé að, svo sem
heilsuleysi eða slíkt, sem ekki er til að
dreifa hjá okkur. Við skoðuðum það
sem á markaðinum var og ákváðum að
kaupa okkur hæð og ris sem við töldum
að gæti hentað okkur, jafnvel þótt við
ættum þrjú börn, en við eigum bara eitt.
Íbúðin er mjög skemmtileg og við kunn-
um vel við okkur en sá er galli á gjöf
Njarðar að við ráðum illa við afborg-
anirnar. Þegar búið er að borga alla
reikninga eigum við varla fyrir mat og
söfnum skuldum á kreditkort. Þetta
teiknar ekki vel finnst mér. Kærustunni
minni finnst hins vegar að við ættum að
reyna að halda í íbúðina eins og við get-
um vegna þess að við fáum ekki aftur
90% lán eins og lögin eru í dag. Hvað
finnst þér?“
Þetta er mikið álitamál, svo mikið er
víst. Það er augljóst að til þess að halda
íbúðinni þurfið þið bæði að leggja tals-
vert á ykkur, annaðhvort með því að
vinna meira eða þá að herða sultarólina,
ef svo má segja, hvort tveggja er heldur
óskemmtilegt. Það sem mælir með því
að halda íbúðinni er að nú eins og fyrr
mundi hún vafalaust henta vel fyrir ykk-
ur ef fjölskyldan stækkaði, líka er kostur
ef ykkur líkar báðum vel við hana og síð-
ast en ekki síst er mikið rót að flytja, það
er ekki langt síðan þið keyptuð þessa
íbúð og það er bæði kostnaðarsamt og
leiðinlegt að standa í flutningum.
Á hinn bóginn hefur það að selja
íbúðina líka sína kosti. Fyrst og fremst
sníðið þið ykkur stakk eftir vexti hvað
efnahaginn snertir. Fólk borgar mikið
aukagjald fyrir húsnæði þegar það er
með mikil lán, þannig verða íbúðir mun
dýrari en ella. Gamla aðferðin, að kaupa
sér fyrst litla íbúð og stækka svo við sig
þegar fólk hefur safnað svolítið og á orð-
ið talsvert í litlu íbúðinni, er sennilega
ódýrari aðferð. Í öðru lagi, og það vegur
kannski þyngst, þurfið þið ekki svona
stóra íbúð núna og alveg óvíst hvenær sú
stund rennur upp að þörf sé á stærra
húsnæði, kannski náið þið því að eignast
eitthvað í lítilli íbúð og jafnvel safna ef
þið mynduð selja og kaupa ykkur núna
minni íbúð. Allténd verður líf ykkar
áhyggjuminna og sennilega skemmti-
legra. Margir Íslendingar búa í mun
stærra húsnæði en þeir þurfa og verða af
þeim sökum að borga mikinn auka-
kostnað í formi vaxta af lánum, kredit-
kortum og yfirdrætti. Hugsanlega getið
þið fengið minni íbúð í nágrenni við þá
sem þið búið í nú. Stundum er betra að
fara stillt af stað, ég gæti trúað að það
væri óvitlaust heilræði fyrir ungt fólk á
þeim óvissutímum sem nú virðast vera í
íslensku samfélagi, bæði hvað snertir
efnahags- og atvinnumál.
Guðrún
Guðlaugsdóttir
Álitamál
Gott er að fara stillt af stað í íbúðarkaupum
Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is
Hvað varð um bollakökur? Ég elskaði þær sem krakki. Og meðan ég
var að bisa við uppskrift að klístruðum karamellubúðingi þá reyndi ég
að enduruppgötva góðu gömlu bollakökurnar, sem alltaf löðuðu fram
brosið á andlitinu á mér.
Um 12 kökur
30 g rúsínur
30 g þurrkaðar apríkósur
30 g döðlur
1 teskeið lyftiduft
140 g hveiti
30 g púðursykur
1 matskeið ljóst síróp
1 stórt egg
30 g brætt smjör
140 ml snarpheitt vatn
Í súkkulaðibræðing
40 g smjör
40 g sykur
40 g suðusúkkulaði
70 ml rjómi
Setjið ofninn í 200°C. Hakkið þurrkuðu ávextina, lyftiduft og ögn af
hveitinu (bara nóg til að ávextirnir festist ekki við hnífinn). Ef þið hafið
ekki kvörn þá fínhakkið ávextina. Setjið þetta í skál með púðursykrinum,
sírópinu, egginu og bræddu smjörinu og blandið saman. Bætið síðan í
heita vatninu og því sem er eftir af hveitinu og blandið vel. Skiptið blönd-
unni í 12 bollakökuform úr pappír (ég hef formin tvöföld svo þau haldi
betur utan um kökurnar) og setjið á bökunarplötu. Bakið í heitum ofn-
inum í um 15 mínútur. Á meðan þá bræðið allt í súkkulaðibræðinginn og
látið sjóða saman þar til blandan dökknar aðeins. Takið af hitanum og lát-
ið sósuna kólna þar til hún þykknar. Setjið þá klessu ofan á hverja köku.
Sæludagar með Jamie Oliver, PP-Forlag, 2003.
Jamie Oliver
Klístraðar karamellu-bollakökur
með súkkulaðibræðingi