Morgunblaðið - 28.12.2003, Side 38

Morgunblaðið - 28.12.2003, Side 38
38 | 28.12.2003 Ertu virkilega með ofnæmi fyrirmyndlist?“ hváði maðurinnminn þegar við hengsluðumst niður tröppurnar á Statensmuseum for Kunst í Kaupmannahöfn. ,,Málverkum – og gömlum bókum,“ snörlaði í mér sem hafði einnig fengið skyndilegt lungnakvef á stóru bókasafni. ,,Ertu ekki bara með flensu?“ spurði hann vonglaður. ,,Nei, ég varð líka veik á Prado-safn- inu.“ Hann glotti meinfýsinn og bað mig um að muna framvegis eftir astmasterunum. Barmaði mér fram eftir kvöldi; rithöf- undur með ofnæmi fyrir bókum er eins og smiður með ofnæmi fyrir timbri. Daginn eftir fór ég í skólann og drakk te í tíupásunni til að yfirbuga dreggjarnar af lungnakvefinu. Umhyggjusöm bekkj- arsystir, sem er Kúrdi frá Tyrklandi, spurði hvort ég væri veik. Sagði henni frá ofnæminu og þá viðurkenndi hún að finna fyrir líkamlegum óþægindum í hvert skipti sem lögregluþjónn yrði á vegi hennar. ,,Ertu með ofnæmi fyrir löggum?“ spurði ég í þeirri trú að manneskjan hefði skemmtilegan húmor. ,,Ég sat í fangelsi í Tyrklandi og þar var ég pyntuð. Lögreglan barði mig í yfir- heyrslum og ...“ hún greip til táknmáls til að sýna mér hvernig henni hefði verið gefið raflost. ,,Hvers vegna varstu í fangelsi?“ ,,Ég sat inni fyrir pólitískar skoðanir. Fyrir að mótmæla mannréttindabrotum gagnvart Kúrdum.“ Kjaftstopp virti ég hana fyrir mér og reyndi að upphugsa eitthvað gáfulegt til að segja. Hún varð fyrri til að grípa orðið: ,,Ég er flóttamaður og get ekki snúið aft- ur til Tyrklands því þá þarf ég að sitja í fangelsi í þrjú ár – og stundum deyr fólk þar. Hér bý ég ásamt syni og eiginmanni, en ég sakna ættingjanna sem búa í Tyrk- landi. Fyrir stuttu síðan lést amma eig- inmanns míns og það er erfitt fyrir hann að geta ekki heimsótt leiðið hennar – og það er erfitt að hugsa til ættingja sinna og gruna að maður eigi ekki eftir að hitta þá aftur.“ Bekkjarsystirin hefur verið í útlegð í sex ár, þrítug manneskjan. Hún er jafn- aldri minn og ég er ekki frá því að hún sé dálítið svipuð mér í sjón. Ofan í kaupið fræddi samlandi hennar mig um að Auja, gælunafn mitt, væri tyrkneskt nafn. Hún gæti verið ég – ég gæti verið hún. Þegar heim kom kíkti ég á netfjölmiðl- ana og rambaði á frétt um hjón með barn sem leituðu eftir pólitísku hæli á Íslandi og fengu dvalarleyfi í eitt ár – ávísun upp á tólf mánaða óvissu – á sama tíma og ættingjar þeirra voru boðnir velkomnir til frambúðar í öðrum löndum. Í kjölfarið rakst ég á frétt sem fjallaði um erkibisk- upinn af Sydney, en hann hafði líkt flótta- fólki við hina heilögu fjölskyldu og dreg- ið í efa að Ástralar myndu veita henni hæli ef hún falaðist eftir því í dag, miðað við stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. Komst ekki hjá því að velta fyrir mér hvort Íslendingar myndu ljá Maríu, Jósef og ónefndum hvítvoðungi fjárhús með leigusamningi til eins árs og drekkja þeim síðan í skilmálum. Við lifum í veröld þar sem íbúarnir skiptast í tvo hópa. Þá sem barma sér yfir að vera með ofnæmi fyrir bókum, rauð- víni, köttum, málverkum eða sjávarfangi – og þá sem viðurkenna í framhjáhlaupi að þeir fái svima og skjálfta við að sjá lög- regluþjón. Að setja sig í spor þeirra síð- arnefndu er ógjörningur. Það eina sem við getum gert er að reyna að aðstoða þá eftir fremsta megni – með réttlæti, örlæti og mannúð að leiðarljósi. Því flóttafólkið gæti verið við – og við gætum verið það. Að vera með ofnæmi fyrir list eða löggum – það er spurningin Auður Jónsdóttir Pistill STAÐURINN PRISTINA Í KOSOVO L jó sm yn d: G ol li

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.