Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 3

Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 3
25.1.2004 | 3 4 Flugan Flugan fór á opnun listsýningar Ólafs Elíassonar og frumsýningu söngleiksins Chicago í Borgarleikhúsinu. 6 Birna Anna skrifar um mismunandi húmor. 6 Lofar góðu María Kristín Jónsdóttir er ungur hönnuður sem vill koma hönnun þriðja heimsins á framfæri á Vesturlöndum. 8 Púlsinn Rebekka Rán Samper dregur upp mynd af Ólafi J. Engilbertssyni sagn- fræðingi og sýningarstjóra. 10 Skínandi dóttir frá Kína Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður hefur ættleitt litla stúlku, Hrafnhildi Ming, og eiga störf hennar fyrir Al- þjóða Rauða krossinn sinn þátt í þeirri ákvörðun að ættleiða barn frá Kína. 16 Með farsíma á ferð og flugi Farsíminn er orðinn ein af persónuleg- ustu eigum fólks og möguleikarnir til að gera hann enn persónulegri fjöl- margir. Fimm ólíkir einstaklingar segja sögur af símanum sínum. 18 Ekkert er eins og það sýnist Harry Bilson listmálari af íslenskum ættum hefur selt myndirnar sínar um allan heim og eru verk hans í eigu margra Íslendinga. 23 Kjarnakonur Fimm mæður sem eiga samtals ellefu börn segja frá dæmigerðum degi í lífi sínu. 26 Straumar Tónlist sem verður landslag Guðni Franzson, tónskáld og blást- ursleikari, hefur samið verk sem flutt verða í Salnum í vikunni framundan. 27 Matur og vín Veitingastaðurinn Holtið fær fullt hús hjá Steingrími Sigurgeirssyni sem segir að Holtið standi fyrir sínu eins og alltaf. 28 Hollusta Anna Sigríður fjallar um kjörþyngd sem þykir eftirsótt þótt vaxtarlag geti verið mismunandi. 29 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkrum hliðum á mannlegum málum. 30 Pistill Auður Jónsdóttir skrifar um flughræðslu. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Golli af Þórunni Sveinbjarnardóttur og dóttur hennar Hrafnhildi Ming föstudaginn 16. janúar 2004. 18 28 27 16 Á Íslandi eru 450 börn sem ættleidd hafa verið frá 25 lönd- um og hefur nú lítil stúlka frá Kína bæst í þann hóp. Hrafn- hildur Ming er dóttir Þórunnar Sveinbjarnardóttur þing- manns sem eftir langt og strangt nær þriggja ára ættleiðingarferli hélt til Kína til að ná í þá litlu. „Ég var búin að venjast því að vera barnlaus en nú er komin ný manneskja í líf mitt og hún hefur forgang,“ segir Þórunn líkt og aðrir nýbakaðir foreldrar. Í viðtali Steingerðar Ólafsdóttur við Þórunni kemur fram að það virðist daglegt brauð í Kína að börn séu borin út eins og tíðkaðist á Íslandi áður fyrr. Þar eru kvaðir á hjónum um að eignast einungis eitt barn og þá þykir mikilvægara að það sé drengur en stúlka. Stúlkurnar sem bornar eru út bjargast stundum og fá þá skjól á munaðarleysingjahæli eða barnaheimili. Þórunn hefur starfað fyrir Alþjóða Rauða krossinn í þróunarlöndunum og kynnst bágum kjörum og segir að reynsla sín af þessum störfum hafi eflaust haft þau áhrif að henni þótti nærtækt að fara þessa leið. „Þetta er eftir allt saman bara einn heimur.“ Erlendis hefur það færst í vöxt að börn séu ættleidd af mannúðarástæðum þótt ófrjósemi sé enn algengasta orsök þess að fólk ákveður að ættleiða börn. Ekki er ólíklegt að það sama verði uppi á teningnum hér á landi á næstu árum. Við búum vel á Íslandi og getum gefið erlendum munaðarlausum börnum tækifæri til að njóta lífsgæðanna með okkur. Framtíðin er barnanna. Listmálarinn Harry Bilson, sem er af íslenskum ættum, segist hins vegar hugsa lítið um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég reyni frekar að njóta augna- bliksins. Ég held að þetta sé aðallega spurningin um að vera ekki að burðast með of mikið, verða ekki of ágjarn og reyna að særa ekki þótt það sé náttúrulega ómögulegt að gera öllum til geðs.“ 25.01.04 V er k ef ti r H ar ry B ils on , W ho ’s w ho a t t he Z oo .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.