Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 24
24 | 25.1.2004
Hvernig líður dæmigerður dagur í lífi ykkar?
Dæmigerður dagur fer mestur í það að finna tíma til þess að vera við sjálf
án þess að setja allt á annan endann. Ekkert okkar er flinkara en hvert ann-
að í að hlýða svo að strákarnir neyðast til að láta sér lynda ákvarðanir kapt-
ein mömmu, en hún fer og nær í gull svo hægt sé að hafa það dæmigert náð-
ugt, á meðan þeir piltar sinna skólaskyldu og leikskóla.
Hvert er besta veganestið út í lífið fyrir börnin þín?
Besta veganestið er áttaviti innra með þér sem maður finnur með því að
lifa áfram og muna að það getur allt gerst og að það gerist allt.
DIDDA JÓNSDÓTTIR (39), SKÁLD.
MAMMA ÚLFS (13) OG KRUMMA (4) „MEÐ MEIRU“.
Hvernig líður dæmigerður dagur í lífi ykkar?
Dagurinn hefst með æfingu hjá „Melabandinu“ í Háskólabíói. Síðdegis stjórna
ég barna- og unglingalúðrasveit og kenni þeim að spila á horn. Við mæðgurnar
reynum að borða saman kvöldmat eins oft í viku og hægt er og ef ég er ekki að
spila á tónleikum eða á æfingu um kvöldið sest ég gjarnan niður með prjónana
eða hef það notalegt með bók og tebolla en best þykir mér þegar við stelpurnar
drífum okkur út í göngutúr eða skellum okkur í sund fyrir svefninn.
Hvert er besta veganestið út í lífið fyrir börnin þín?
Ég hef gjarnan eftir ömmu minni góða speki sem hljómar svo: „vinna skal með-
an vinna ber, vík svo glaður að skemmta þér“.
LILJA VALDIMARSDÓTTIR (47), HORNLEIKARI Í SIN-
FÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS OG TÓNLISTARKENNARI.
VALA GESTSDÓTTIR (27) MAGNARAVÖRÐUR, SNJÓLAUG
ÁRNADÓTTIR (16), NEMI Í MH.