Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 25

Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 25
25.1.2004 | 25 Hvernig líður dæmigerður dagur í lífi ykkar? Alexander vaknar alltaf glaður og þessi stund sem við eigum saman á morgnana er ávallt mjög skemmtileg áður en hann fer í skólann sinn, Öskjuhlíðarskóla. Þegar skólanum er lokið kemur amma hans og sækir hann og þá er sko gaman. Við komum svo heim í lok dags og þá leikur Alexander sér og við skemmtum okkur og svo er kominn háttatími. Hvert er besta veganestið út í lífið fyrir barnið þitt? Að gleðjast yfir degi hverjum. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR (43), FATAHÖNNUÐUR. ALEXANDER VIÐAR PÁLSSON (8) NEMI. Hvernig líður dæmigerður dagur í lífi ykkar? Það má segja að daglegt líf okkar sé vikuskipt því ég og maðurinn minn höfum með okkur ákveðna verkaskiptingu. Aðra hverja viku vakna ég með börnunum, Júníu og Flóka, og kem þeim í skólann, en Sigurjón sækir Flóka og sér um alla matseld, vikuna á eftir snýst svo dæmið við. Mér finnst skipta miklu máli að byrja daginn rólega og reyni því að hafa kyrrð og ró á morgn- ana þegar Júnía og Flóki búa sig undir daginn. Ég kveiki alltaf á kertum í skammdeginu og drekk yfirleitt morgunkaffið og les blöðin á meðan Júnía fær sér morgunverð. Þegar hún er farin í skólann vek ég Flóka, ef ég er að vinna mikið heima þá leyfi ég honum að dunda sér heima fram að hádegi og fer þá með hann í leikskólann. Þar sem ég er sjálfstætt starfandi listamað- ur þá eru dagarnir mjög misjafnir hjá mér, þegar tónleikar eða annað eru framundan þá vinn ég mjög mikið, þess á milli hef ég til dæmis verið með útvarpsþætti og þá fara dagarnir í lestur heimilda, hlustun og annan und- irbúning. Þar sem við hjónin vinnum bæði mikið heima þá er yfirleitt ein- hver heima við þegar Júnía kemur úr skólanum. Það er ósköp misjafnt hvað við tökum okkur fyrir hendur seinni part dags, þegar ekki er mikið að gera hjá mér förum við mikið í heimsókn til mömmu, tengdamömmu eða systra minna. Mér finnst góð og sterk stórfjölskylda vera mikils virði fyrir alla og þá sérstaklega fyrir börnin. Ég hef tröllatrú á reglufestu og rólegheitum þegar kemur að barnauppeldi og reyni því að hafa hinn dæmigerða dag þ.e. ef hann finnst á þeim nótum. Hvert er besta veganestið út í lífið fyrir börnin þín? Besta veganestið út í lífið: Að vera hugrökk, heiðarleg og góð mann- eskja. ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR (35), ÓPERUSÖNGKONA. JÚNÍA LÍF SIGURJÓNSDÓTTIR (11) NEMI, FLÓKI SIGURJÓNSSON (4).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.