Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 26
26 | 25.1.2004 Ég sé þetta meira sem upplifun í tíma og rúmi en tónleika,“ segir GuðniFranzson, tónskáld og blástursleikari, „þetta er meira ástand en niður-negldur flutningur.“ Það sem Guðni reynir hér að festa í orð er ómblær sem verður miðvikudaginn 28. janúar í Salnum kl. 20.00. Ómblærinn verður mál- verk í tónum, hughrif í draumkenndri upplifun eða m.ö.o. blærinn fjallar um manninn í náttúrunni og náttúruna í manninum. Verk Guðna sem flutt verða þennan dag eru Strokkur fyrir selló og hver, Lava fyrir kontrabassa og landslag, Andorri í København fyrir fiðlu og fólk, Klavígo, tríó fyrir strengi og landslag – og loks eitt nýtt og ónefnt um náttúruna í manninum þar sem dansari, kona ekki einsömul, blaktir í blænum. Ómblær er flutt af Guðna og völdum listamönnum eins og Sigrúnu Eðvalds- dóttur fiðluleikara, Sigurði Halldórssyni selló, Róberti Þórhallssyni kontrabassa, Guðmundi Kristmundssyni víólu og Láru Stefánsdóttur dansara. Stilling strengjanna er umbreytt og þau því í framandi umhverfi. Einnig njóta þau fulltingis nýjustu hljómtækja, ljósa og myndtækja Salarins. Ómblær er því lifandi tónlist með unnum hljóðverkum, ásamt myndlist, vídeólist og lýsingu sem fléttast inni í verkið. „Þetta hefur hlaðist upp inni í mér, þetta er uppsöfnuð spenna í jarðskorpunni sem þarf að skekja til að sjá hvað gerist, hvort fólk fái sjokk eða láti jarðskjálftann bara líða hjá,“ segir Guðni þakklátur hljóðfæraleikurunum, „þetta er losun, verk sem ég hef unnið en ekki komið frá mér, ekki gefið út á diskum.“ Guðni Franzson ólst upp á Keldum og var ungur heillaður af náttúruhljóðum í Mosfellssveit. „Í þessum verkum finnst mér ég fremur vera málari en tónskáld,“ segir hann. „ég byrjaði þau líkt og málari byrjar verk sín, mér leið eins og ég væri að mála landslag. Kannski vildi ég vernda hljóðumhverfið.“ Guðni segir að engar yf- irlýsingar sé að finna í verkunum, þetta eru bara hljóðverk, bara hljóð en ekki inn- legg í umræðuna. Hlustandinn getur aftur á móti ráðið eigin tengingum þess við landið. Reyndar hljóta verkin að knýja á um einhver viðhorf til náttúrunnar, a.m.k. um að hljóðumhverfi hennar sé dýrmætt. Verkin eru landslag tónskáldsins þar sem Guðni notar lifandi hljóðfæri á móti náttúruhljóðum. Dæmi um það er Strokkur sem frumflutt var í Berlín árið 2000. Selló kallast á við mögnuð hljóð Strokksins. Verkið hefur breyst, því að Guðni negldi það ekki niður heldur gaf hljóðfæraleikaranum færi á að skapa. „Sama á við um landslag, það breytist með árunum og í raun daglega með birtunni.“ Annað verkið er Lava fyrir kontrabassa og keramik en það var útgefið á DVD diski í röðinni loud & clear í Hollandi 2002, frumflutt í Newcastle. Aernout Mik vídeólistamaður vann vídeó við Lava sem hann kallar Zone og það verður sýnt á ómblænum í Salnum. Þriðja verkið er Andorri í København. „Það varð til síðastliðið sumar í tengslum við Disturbances, ráðstefnu um hljóð, rými og hreyfingu í Kaupmannahöfn,“ segir Guðni. „Þar kynntist ég ungum fiðluleikara og fór með honum einn fagran, sól- ríkan morgun í Köbmagergade þar sem við hljóðrituðum meðal danskra lítið þjóð- legt stef frá Andorra, heimalandi Sergy.“ Fjórða verkið, Kalvígótríó, er fyrir fiðlu, víólu og selló sem Guðni samdi við sam- nefndan harmleik Goethe og flutt var sem útvarpsleikrit á liðnum jóladegi hjá Rík- isútvarpinu. Lokaverkið er enn í mótun þegar þetta er skrifað. guhe@mbl.is L jó sm yn d: G ol li TÓNLIST SEM VERÐUR LANDSLAG Guðna Franzsyni, tónskáldi og blástursleikara, finnst hann fremur málari en tónskáld STRAUMAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.