Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 30
30 | 25.1.2004
Vinur minn álítur að mamma sínhefði sómt sér vel sem hermaðurí seinni heimsstyrjöldinni því í
hvert skipti sem hún flýgur er fjölskyldan
kvödd í hinsta sinn. Skil hana. Í hræðslu-
kasti beit ég einu sinni mann til blóðs
meðan flugvélin hristist frá Tékklandi til
Íslands.
Þeir sem eru ekki flughræddir eiga
bágt með að skilja hérahjörtun. Flugslys
eru fátíð (7, 9, 13, bank bank bank í við),
miðað við fjölda flugferða í heiminum
eru þau álíka sjaldgæf og hvítir hrafnar.
Flugvélar eru brynvarðar með öryggis-
kerfum og flugmenn þrælmenntað fólk
sem þarf að uppfylla ströng skilyrði. Því
dugar tölfræðin illa þegar flughrædd
manneskja reynir að útskýra óttann fyrir
,,jarðbundnara“ fólki.
En hvað sem tölfræðinni líður þá hef
ég orðið vitni að flugslysi. Það var á
Spáni, skammt frá Malaga. Ég var tíu ára
og lenti í umferðarteppu með fjölskyld-
unni. Bílarnir mjökuðust áfram í kæfandi
hita og fnyki af bruna og mannslíkum því
stór þota hafði ekki náð sér á loft og brot-
lent með hryllilegum afleiðingum. Við
siluðumst framhjá brennandi flakinu og
pabbi ætlaði að taka myndir, en mamma
á barmi taugaáfalls bannaði myndatökur.
Mér hefur verið bent á að þetta geti verið
skýringin á flughræðslunni – en þá ættu
foreldrar mínir og systkini líka að vera
flughrædd sem þau eru ekki.
Vandamálið er taugakerfið í mér. Og
til þess að sigrast á flughræðslunni hef ég
gripið til örþrifaráða. Eins og að gleypa
róandi pillu, sem var svo sterk að ég
missti af flugvélinni og rankaði við mér í
Kringlunni að sleikja kökudisk, og heim-
sækja flugstjórnarklefann til að tala við
flugstjórana; tvo töffara sem ætluðu rétt
að vona að vélin hrapaði ekki, en glottu
skelmislega og bættu við að ég væri
öruggari í loftinu en á jörðinni (sem gerði
mig bílfælna og hrædda við eldingar). En
ég hef aldrei náð að verða eins og konan
sem lenti í hristingi og hrópaði hleypiði
mér út! Í eitt skipti hlakkaði ég meira að
segja til að fara inn í flugvél, eftir sólar-
hringsseinkun á fluginu og jafn langa
rútuferð með fimmtíu úrillum Spánverj-
um á helstu túristastaði Reykjavíkur
meðan við biðum eftir útkalli; þeir
hvæstu á Íslendinginn eftir langa setu á
The Volcano Show og skoðunarferð um
Ráðhúsið.
Í tilefni hundrað ára afmælis flugsins
var flugþema í danska sjónvarpinu, fróð-
legir þættir um allt sem lýtur að flugi.
Furðulegt nokk, en eftir að hafa horft á
fjölmörg viðtöl við afslappaðar flug-
áhafnir var flughræðslan á undanhaldi.
Þau hlógu góðlátlega að öllu flughrædda
fólkinu sem mætti finna í hverri ferð og
hljómuðu eins og traustur pabbi sem lof-
ar barninu sínu að því sé óhætt að hjóla
án hjálpardekkja. Sú tilfinning að vera
bjargarlaus og lokuð inni í þröngri dós
fyrir ofan skýin vék fyrir skilningi á tækni
og fagmennsku.
Stuttu síðar birtust fréttir af hræðilegu
flugslysi í Egyptalandi, breskri vél sem
nauðlenti í Keflavík og hertum varúðar-
ráðstöfunum á flugvöllum heimsins.
Flughræðslan glaðvaknaði og ég sagði
við manninn minn að næst skyldum við
taka Norrænu til Íslands.
Málið er bara að mig langar ekki að
vera flughrædd, enda óbærilegt að um-
breytast í hjátrúarfullan taugasjúkling
þremur dögum fyrir brottför. Kannski
get ég farið á flughræðslunámskeið, en ef
ég lendi í flugslysi þá er asnalegt að hafa
talið sér trú um annað (já, svona rökræðir
flughrætt fólk).
Gæti verið ráð að söngla nýjan máls-
hátt: Sumir hafa séð hvítan hrafn, – þó
tölfræðilega hæpið að þeir sjái hann aft-
ur. auður@jonsdottir.com
Þeir sem eru ekki flughræddir eiga bágt með að skilja hérahjörtun
Auður
Jónsdóttir
Pistill
STAÐURINN ELDUVÍK Í FÆREYJUM
L
jó
sm
yn
d:
E
in
ar
F
al
ur