Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Qupperneq 1

Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Qupperneq 1
 9. TBL. II. ÁRG. 3. MARZ 1957. Hrakningar á Hosfellshelði fyrir einni öld FYRIR réttum hundrað árum, eða 6. marz 1957, lögðu fjórtán rnenn upp á Mosfellsheiði frá Þing völlum og Vatnskoti og ætluðu heir til sjóróðra hér syðra. Þegar þoir liöfðu skammt farið skall á stórhríð, og urðu sex af mönnum þessum úti, en hinir komust við illan leik til bæja, aðframkomnir af þreytu, kulda og vosbúð. Prá atburði þessum er skýrt í Þjóðólfi 18. apríl 1857, og er þar birt skýrsla séra Magnúsar Gríms- sonar á Mosfelli um hrakninga oiannanna. Fer hér á eftir skýrsla séra Magnúsat' Grímssonar um þennan Otburð, on hún ber vfirskriftina: ..Skýrsla um hrakning og harðar farir hinna 14 sjóróðrarmanna er lógðu vestur á Mosfellsheiði 6. f. m.“ — í skýrslu þessari eru að vísu ekki nafngreindir nema 13 menn. ( — Laugardaginn 6. marzmán. iögðu upp frá Þingvöllum og Vatnskoti, suður á leið á Mosfells- heiði, þessir menn: Egill Jónsson, bóndi á Hiálmsstöðum, ísak bóndi á Útey. Þiðrik Þórðarson, vinnu- ^oaður á Útey, Guðmundur Páls- son bóndi á Hjálmsstöðum, Bjarni Újarnason, vinnumaður úr Aust- urey, Gísli Jónsson, vinnumaður ó Snorrastöðum, Jón Sigurðsson ó Ketilvöllum — allir úr Miðdals- sókn; úr Úthlíðarsókn: Einar Þórð- firson, vinnumaður á Austurhlíð, Kristján Snorrason, vinnumaður á Anarholti, Sveinn Þorsteinsson, vinnumaður á Strillu: úr Hauka- dalssókn: Pétur Einarsson Jónsen og Guðmundur Jónsson vinnu- menn á Múla: úr Torfastaðasókn Þorsteinn Guðmundsson, bónda- son frá Kervatnsstöðum. Lögðu allir þessir 14 menn sam- an á heiðina og fóru frá Kárastöð- um í Þingvallasveit um dagmál, í logni og sokkabandsdjúpri lausa- mjöll. Héldu þeir síðan áfram og voru vissir um að vera óvilltir út að Þrívörðum. Úr því kom í Vil- borgarkeldu, fengu þeir langan skafrenning vel ratljósan, en skall á með þreifandi bil á norðan, eða útnorðan, við Þrívörður. Ætíuðu þeir þá að hitta sæluhúsið, en gátu ekki. Vis.su þeir nú ekki hvar þeir voru, en héldu þó áfram nokkuð, og ætluðu sig komna suður undir Gullbringur. En af því þeir voru þá orðnir villtir og þreyttir, stað- næmdust þeir þar á flatri fönn, skjóllausri, og héldu þá vera um nón. Með ófærðinni tafði það ferð þeirra á heiðinni, að sumir fóru svo fljótt að gefast upp; Guðmund ur Pálsson á Hjálmsstöðum gafst fvrst upp, þegar fyrir utan Mold- brekku, af máttleysi og fótakulda. Var þá enginn svo fær að geta borið bagga hins að neinum mun, nema Sveinn, sem bar hánn mikið af leið. Hinir voru þá og að smá gefast upp: urðu við það biðir á og dvalir, sem mest olli því, að þeir týndu áttunum og villtust. Þegar um kyrrt var sezt, stóðu þeir fyrst lengi, og væntu að lygna myndi veðrið og batna, en þegar það varð ekki, fóru flestir til og grófu sig niður í fönnna, og skýldu að sér með farangrinum. Um dag- setursbil um kvöldið héldu þeir að Þorsteinn frá Kvervatn\stöðum mundi hafa dáið í fönninni af kulda og þreytu. Flestir munu hafa sofnað; aldrei þó Guðmundur, og Pétur varla neitt. Að áliðinni nóttu var farið að reka þá á fæt- ur, sem í fönninni lágu, og gekk Pétur bezt fram í því að grafa þá upp sem mest voru fennt- ir og dýpst lágu, og ekki voru sjálfbjarga. Kól hann þá og skemmdist á höndum, og allir þeir, ’sem að þessu voru með lion- um. Þegar allir voru komnir upp úr fönninni, nema Þorsteinn, gálu þeir staðið með veikan mátt sum- ir, og fóru þá að detta niður og urðu ekki reistir upp. Voru þeir frískari þá lengi að stumra yfir hinum, sem ekki gátu bjargað sér, þangað til loks að 9 tóku sig tii að fara af stað og leita byggða, en vera ekki lengur yfir hinum 5, er þeir sáu þá ekkert lífsmark með. Þeir, sem hér urðu eftir við farangurinn, voru þeir: Þorsteinn, Egill, fsak, Jón og Þiðrik. Eftir að þeir höfðu lengi gengið eitthvað áfram í villunni, dó Guðmundur frá Múla í höndunum á þeim. Varð þá enn staða og töf, er þeir Pétur voru að stumra yfir honum og reyna að koma honum með sér

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.