Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 16
144 SUNNUDAGSBLAÐIÐ STEFNÍR STJÖRNUNNI Klæðskeri nokkur í Na- poli, Lelio Galateri, hefur stefnt ítölsku kvikmynda- stjörnunni, Sophia Loren, fyrir það, að hafa ekki greitt honum fatnað, sem hann saumaði fvrir hana árið 1953. „Þáer geta vorið skuldseigar þessar stjörn- ur segir hann. —o— KONUR SKÁRUST í LEIKINN. í Madrid fór í sumar sem leið fram knatt- spyrnuleikur milli giftra og ógiftra karlmanna. Þcir ógiftu höfðu yfir- höndina og höfðu skorað eitt mark gegn engu, þeg- ar þeir fengu vítaspyrnu á þá giftu. En vítaspyrn- an varð aklrei fram- kvæmd, því áður en því varð komið í verk, flykkt- ust eiginkonurnar út á völlinn og gerðu aðsúg að dómaranum og þeim ó- giftu. FYRSTA GTTFUSKIPIÐ. Fyrsta gufuskipið var byggt í Skotlandi árið 1S02 af William Syming- ton, og var það nefnt „Charlotte Dundas“. Það átti að sigla um Forth- skurðinn, en þar eð stjórn skurðarins áleit að svo mikil hreyfing og öldu- gangur myndi koma á vatnið í skurðinum að það myndi orsaka spjöli við bakka skurðarins, varð að leggja skipinu. ' —o— KANÍNIJR í LJÓNA- BÚRI MITSSOLINIS. í nánd yið.Forli, ekki langt frá fæðingarbæ Mussolinis sáuga, er göm- ur hrörleg höll, sem nú er til sölu fyrir lágt verð. Fáum er kunnugt um, að það var í þessari höll, sem Mossolini hélt sig, þegar hann þráði hvíld og næði frá hinum erilsömu dögum 1 Róm. íbúar Forlí höfðu nefnilega eitt sinn gefið honum þessa gömlu höll, og var ekkju Mosso- linis, Rachel Mussolini, sem nú er orðin öldruð kona, leyft að halda þess- ari eign eftir fall Musso- linis, þó að flestar eignir hans rynnu þá annars til ríkisins. — Höllin er nú rúin flestum verðmætum og skrauti. Þar eru aðeins eftir tvö ljónabúr, sem voru bar í tíð Mussolinis. — „Ég hefi nú kanínur í ljónabúrunum", segir frú Mussolini, og hún heldur höllinni fram við líklega kaupendur með því að minna þá á hvert stór- menni hafi búið þar fyrr- um. En ennþá hefur henni ekki heppnazt að selja, enda er það altalað í Forlí að það sé reimt bak við' hina dökku múra, og það var einmitt vegna þess að bærinn gaf Mussolini höll ina á sínum tíma! 45 ÁRA MET. Sá sem hefur getað hald ið lengst niðri í sér andan um, er franskur maður nokkur, sem árið 1912 vann það afrek að halda sér í kafi í vatni 6 mínút- ur og 29 sekúndur. Þessu 45 ára meti hefur engum tekizt að hnekkja ennþá. —o— KAPPDRYKKJA. í Murcia á Spáni stað- hæfði einn bargestur að hann gæti drukkið eins mikið koníak yfir daginn og mesta kaffikerling gæti látiö niður í sig af óaffi. Kona ein, sem þótti kaffisopinn góður, gaf sig þá fram og kvaðst reiðu- búin til kappdrykkju. Um lokunartíma hafði hún drukkið 78 kaffibola, en koníaksberserkurinn var með 38. gasið og hafði augsýnilega tapað veðmál inu. Kaffikonan var flutt beint á sjúkrarús, en sá koníaksdrukkni í „kjali- arann“. —o— ÁRTALID. Á almanakinu hjá okk- ur stendur ártalið 1957, ,en þannig er því ekki vai’- 5ð allstaðar í heiminum- í hinum arabísku lönd- unum var um síðustu ára- mót boðið velkomið árið 1377; í Egyptalandi og Etopiu fögnuðu menn ár- inu 1674 en á almanaki Gyðinga stendur ártal'ð 5618. SJÁLFSÆVISAGA. Hinn fræga ameríska negrasöngkona, Mariaii Anderson hefur skrifað sjálfsævisögu, „My Lord. What a Morning“. Bókia er komin út hjá The Vik- ing Press í New York, og telja gagnrýnendur hana mjög athyglisverða. SUNNUDAGSBLAÐIÐ ÚTGEFANDI: Sunnudagsblaðið h.f. RITSTJÓRI: Ingólfur Kristjánsson, Stórholti 17. Sfmi 6151. Box 1127. AFGREIÐSLA: Ilverfisgötu 8—10. Sími 4905. Lausasöluverð kr. a.oo. Ársfjórðungsgjakl kr. 60. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.