Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 2
ISO SUNNUDAGSBLAÐIÐ áleiðis. Þá tólcu sig 5 frá, og kom- ust við veikan mátt ofan að Guil- bringum tii Jóljailnesar Jónsson- ar Lúnd. Var þá enginn þeirra svo fær, að geta staðið upp hjálpar- laust, þegar þeir duttu. Jóhannes tók þeim, sem föng voru á. Þegar hann frétti hvað um var, hljóp hann þegar, er hann hafði hjálpað þessum 5 úr fötunum, móti þeim 3, sem eftir voru: Pétri, Einari og Gísla á Snorrastöðum. Gekk hann þá í braut þessara 5 inn á Geld- ingatjarnarhæðir, og tafðist hon- um að finna mennina bæði sökum kafalds, og þess, að þeir voru komn ir í aðra átt en hann vænti, eftir brautinni. Loks kom liann auga á þá niður með Geldingatjarnarlæk. Stefndu þeir þá suður beint um austurhalann á Grímsmannsfelli. — Voru þeir þá mjög af sér komn- ir, er Jóhannes kom til þeirra, og varð hann að ganga undir Pétri lieim til sín. Af þeim 8, sem til Jóhannesar komust var Pétur lakast á sig kominn, liann var rænulaus þegar í bæinn kom, og þekkti þá ekki lagsmenn sína./ Hjálpaði Jóhannes nú þessum úr íötunum, og setti þá niður í vatn og snjó að þörfum, og veitti þeim allan beina, sem hann gat. Að því búnu fór hann þegar ofan til bæja að fá menn og hesta, sem þurfti. Um eða undir hálfbirtu á sunnu dagsmorguninn Jögðu mennirnir af stað þaðan sem þeir lágu um nóttina. KI. nálega 6 komust þeir ö til Jóhannesar, en kl. hérum bil 10 hinir 3, sem hann sótti, að því er hann segir sjálfur, en um há- degið kom hann ofan að Mosfelli. Allan þennan tíma, sem menn- irnir voru á heiðinni, frá Þrívörð- um, var hörku kafalsbilur með brunafrosti og ofsalegum vindi. Á laugardaginn sá lengi fram eftir öðru hverju til sólar, og til dags sást á sunnudagsmorguninn, þegar dagur var nokkuð hátt á loft kom- inn, en batnaði það, að ratljóst varð á heiðinni fram úr dagmál- um. Siðan batnaoi veðrið alltaf, og gjörði gott veður, ná?rri kafalds- laust og lygnt, fram úr hádeginu. Undir miðmunda á sunnudag voru 8 manns neðan úr Mosfells- dalnum komnir með Jóhannesi upp í Gullbringur með 7 hesta, og þurr klæði til að sækja mennina, er þar voru. Voru þá þegar fluttir þaðan 6. Sveinn og Gísli voru lang minnst kaldir; Sveinn varla neitt, Gísli helzt á kinn og eyra. Bjarni og Guðmundur þóttu ekki flutn- ingsfærir og voru kyrrir um nótt- ina á Gullbringu. Á mánudaginn voru þeir fluttir til byggða.“ Séra Magnús Grímsson skýrir því næst frá því í niðurlagi skýrslu sinnar að 3 Mosfellsdalsmenn hafi þegar á sunnudaginn verið sendir með duglega hesta frá Gullbring- um til að finna hina látnu og far- angurinn, að þeir hafi brátt ,,fund- ið lík Guðmundar frá Múla skammt frá Smalaskála hinum eystri“, þar næst hafi þeir fundið ísak nokkru norðar „með mjög Jitlu lífsmarki; fluttu þeir hann slrax að Stardal, því þangað var skemmst, en hann dó á leiðinni og varð ekki lífgaður"; því næst sneru þeir 3 byggðarmanna aftur upp á heiðina og fundu þá „far- angurinn og hina fjóra mennina sunnan til við Leiruvogsvatn í Lómatjarnarlæk. Höfðu þeir lagzt rétt í lækinn“ Jón frá Ketilsvöll- um var þá enn með lífsmarki, og „fluttu þeir hann að Stardal, en hann dó á leiðinni og var ekki lífg- aður.“ — Séra M.G. skýrir loks frá hversu allar tilraunir hafi verið við hafðar eftir réttum lækna regl- um til að meðhöndla líJján og reyna að kveikja aftur líf með með þeim — og frá greftrun þeirra. Ilin svokölluðu miklu tæki- færi, eru venjulega árangur mik- ils starfs. Villð þér ... að amerískir seglbátar liafa undan íarið verið útbúnir gegnsæuni plastseglum; þetta hefur að vísu einungis verið gert í til- raunaskyni fram að þessu, en búizt er við að ekki líði á löngu þar til farið verður að fram- leiða slik plastsegl til sölu. að á árinu sem leið voru opnuð 850 ný kvikmyndahús i Japan, en þar fer áhugi fólks fyrú’ kvikmyndum sífellt vaxandi. að tæplega 200 sjónvarpstæki eru nú í notkun í Noregi. að Skandinaviska flugfélágið SAS áætlar 4 tíma flug milli Ósló og New York árið 1975, er það hefur tekið í notkun hinaf þrýstiloftsknúnu farþegavélai' DC-10. að árið 1810 var fyrsta hraðpress- an fyrir bókaprentun tekin 1 notkun. að kanínur eru hreinasta land- plága í Ástralíu; áætlað er að þar séu nú um 2 milljarðú' kanína. að hraðskreiöasta farþegaskip ver aldarinnar er 82 000 smálestú'' Það er „United States“. að Studebaker-Paekard bílaverk- smiðjurnar hafa ákveðið að hætta framleiðslu á liinun> dýru Packardbílum, en í stað þess hefja framleiðslu ódýraO bifreiða. að íbúar Óslóborgar eru nú laldir vera um 454 000, að áætlunarflugvélar í Bandaríkj- unum höfðu flutt árið sem leiö 300 milljónir farþega. að verzlunai'skipafloti veraldar- innar var árið sem leið 105 200 000 brúttolestir.. Noregur a þriðja stærsta skipastólinn einstökum löndum, eöa 8 035 000 lestir, og kemur næst á eft- ir Bandaríkjunum og Bret- landi.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.