Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 6
134 SUNNUDAGSBLAÐIÐ breyta til, Og þá kortium við , að viðkvæmu efni í sambandi við val \ ævistarfs. Hvorir eiga að rúða um val ævistarfs, unglingarnir eða foreldrarnir. Margir vilja ef til vill segja sem svo, að það eigi for- eldrarnir að gera, þar eð þeir séu eldri og reyj/dari og þurfi auk þess oftast að kosta nám barna sinna. Enginn myndi verða seinni til að neita því en ég, að vafasamt geti verið að láta alltof mikið eftir börnum, en eigi að síður myndi óg aldrei samþykkja þaö sjónarmið, að foreldrar eigi að taka endanlega ákvörðun um val ævistarfs barna sinna. Ástæðan til þessarar afstöðu er ósköp einföld. Við getum aldrei gert okkur grein fyrir afstöðu annars manns til starfs nema að litlu leyti. Við getum að vísu mælt afköst hans en hvernig tilfinning- ar hans snúast við hinu eða þessu starfi er erfitt að mæla og það skiftir þó mjög rniklu máli. Vafalaust er það eitt af megin- skilyrðum þess að starfsval heppn ist vel, ef unglingurinn velur starf sem hann hefur raunverulegan og stöðugan áhuga á. Stundaráhugi er í því sambandi lítils virði og jafnvel aðeins til þess að villa mönnum sýn. Fleiri atriði má þó nefna sem miklu mái skifta svo sem heilsa manna og þá ekki sízt Iivort unglingurinn muni þurfa að óttast atvinnusjúkdóma í sam- bandi við einhver störf. Rétt er að gera sér grein fyrir hvort manni falli yfirleitt betur úti- eða inni- vinna, hvort maður vilji heldur vinna í margmenni cða fámenni, hvort maður hafi áhuga á tækni og hvort maður sé vel í meðallagi útsjónarsamur og handlaginn og handfljótur. Rétt er að gera sér grein fyrir hvort maður kunni að búa yflr listrænum hæfileikum og síðast en ekki sízt er rétt að gera sér grein fyrir því hvað ungling- urinn hafi einkum lagt stund á í frístundum sínum, því frístunda- iðkanir geta verið vísbending að því er áhugaefni almennt snertir. Almenn greind hefur vitanlega oft úrslitaþýðingu ef unglingurinn hefur í liuga langskólanám en eins og nú er komið tekur lengsta nám sem líldegt er að íslendingar leggi fyrir sig 25 ár ef með er tal- jnn barnaskólalærdómur og' sér- nám erlendis að afloknu almennu háskólaprófi. Það er vitanlega mikils virði að geta gert sér sem ljósasta grein fyrir nómshæfileik- um sínum áður en ráðizt er í svo langvinnt og dýrt nám en engum er til góðs að eyða dýrmætum æskuárum í það sem þeir ráða ekki við. IIÆFNIPRÖF. I sambandi við þann vafa sem oft grípur unglinga þegar um starf val er að ræða gefst oft vel að játa þá ganga undir hæfnipróf í leiðbeiningaskvni, fer þá oftast svo að unnt er að sjá á hvaða svið- um hæfileikar unglingsins eru þroskaðir og er þá sjálfsagt fyrir hann að kynna sér störf sem ein- mitt gera kröfur til þeirra hæfi- leika, sem hann býr yfir, fer þá oftast svo að hann finnur eitthvað sem áhugi hans beinist að, en þá er líka björninn unninn ef fátækt eða annað utanaðkomandi kemur ekki í veg fyrir að unglingurinn nái því marki, sem eðlilegt, er að hann setji sér. Hæfniprófanir með þeim tækja kosti sem nú er til í landinu hafa verið framkvæmdar hér í Reykja- vík öðru hverju síðan 1953 en húsnæðisskortur hefur mjög haml að þeirri starfsemi og enn er ekki ráðin bót á því vandræðaástandi, en vonir standa til að það muni verða mjög bráðlega. Hæfniprófunum er elnkum beitt í tvennskonar tilgangi hvarvetna um hinn menntaða heim. í fyrsta lagi til þess að leiðbeina ungling- um í sambandi við starfsyal og f öðru lagi til þess að velja þá hæf- ustu úr ákveðnum hópi umsækj- enda. Gildi prófanna fyrir ung- lingana er augljóst og óumdeiian legt, gildi þeirra fyrir fyrirtæki er einnig augljóst en ekki eins á- nægjulegt og í sambandi við leið- beiningarstarfið, þar eð ekki verð- ur þá hjá því komizt að fella þá, sem ekki liafa hæfni til umræddra starfa, en það er öllum kunnugt hversu sársaukakennt það getur verið að falla á einhverju prófi. Oft og tíðum falla umsækjendur þó ekki beinlínis en í ljós kemur við hæfniprófanir að hæfileikar þeirra myndu njóta sín mun betur við önnur störf en þau, sem þeir eru að sækja um. Fyrirtækin sjálf lostia á þennan há’tt við það fólk, sem aldrei myndi geta uppfyllt þær kröfur, sem til þess yrðu gerð- ar og jfólkið sjájft losnar við ósigra sem hægt er að sjá fyrir að j>að myndi bíða. Fullkomið örvggi í sambandi við hæfnipróf er óhugsanlegt en er- lendis hefur reynslan orðið sú að rúmlega 90 prósent af niðurstöð- um þeirra hafa reynzt réttar. Hér á landi eru þessi mál enn á of miklu byrjunarstigi til jress að hægt sé að skýra frá íslenzkri reynslu en ákveðinn áraf jöldi verð ur aö líða frá því hæfniprófun er framkvæmd og þangað til hægt er að meta gildi hennar svo í lagi sé. Það sem einkum er mælt með hæfniprófum, er auk almennrar greindar, einbeitingarhraði, forrn- skynjun, andsvarshraði, hand- lægni, kraftar, taugastyrkleiki og stimdum jafnvel að vissu marki skapgerð; er þeim einkum beitt. ef velja skal fólk í mjög ábyrgðar- miklar Stöður. Ég skal þá að lokum rifja upp aðalatriði þessa máls en þau eru Jdcssí. Áður en ungljngur velur sér ævistarf þarf hann einkum að glöggva sig á um hvað er að velja

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.