Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 13
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 141 ast þangað? sagði hún hálfhátt, og auðheyrilega með nokkrum kvíða í röddinni. Anton stóð við hlið hennar og horfði niður eftir dalnum. Hann kom auga á bjálkahúsið, niður- undari tjaldbúðunum, sem nú voru uppljómaðar og þaðan kváðu við háværar raddir, er blönduðust niðinum frá fljótinu. Itétt hjá, þar sem póstvagninn hafði numið staðar var „Hótel Ljónagryfjan11, þar sem hópur drukkinna manna ráfaði fram og aftur. Rétt hjá „Ljónagryfjunni“ var vcrzlun, en þar beint á móti sterklégt bjálkahús. í stað glugga voru' á húsi þessu skjáir fast upp undir þakskegginu. Þetta var fangahús. Anton virti þetta umhverfi fyrir sór, meðan hann hlustaði á sam- tai ökumannsins og ungfrú Harris. Hann sá kvíða hennar og ráð- Hysi, en varð hugsað til orða henn ar, þegar hann hjálpaði henni upp f hraðlestina í Columbus, og þess vegna bauð hann henni ekki hjálp sína. ” '*******■ Uoks sneri hún sér að honum og sagði biðjandi: ~~ Ég var mesti kjáni að bíða °kki í Denver þar til á morgun, °S láta pabba senda eftir mér, en vildi koma honum á óvart. Og nú stend ég hér ein uppi í ráða- leYsi. Þér vilduð víst ekki vera svo Sóður, Arden og fylgja mér nið- 11 r í dalinn? Ég er að sönnu ekk- ert hrædd, en samt er mér ekki um að ganga alein innanum þenn- an mannfénað. Anton brosti og tók farangur hennar og fylgdi henni niður í dalinn. ^ Þetta er rómantískt! sagði 'un, þegar þau voru lögð af stað. Sjáið þér ljóshafið um allan dalinn frá tjaldbúðunum! . . . Og aht hetta líf hér, hefur pabbi skap- aft- Aður en hann fluttist hingað Voru hér nðeins nokkrir hjarð- menn, sem ráku fénað sinn um dalinn. í flestum tjöldunum voru gull- leitarmennirnir annað hvort að framreiða kvöldverðinn eða þeir sátu að snæðingi. Frá sumum tjöld unum barst hávæi't samtal eða söngur, en við og við yfirgnæfði úlfavælið frá skóginum uppi á milli skarðanna í hlíðinni. En mitt í fllum þessum ósamstæðu hljóð- um var hinn óumbreytanlegi nið- ur frá fljótinu, eins og angurvært stef í hljómkviðu. Fölraxxður máninn kom í ljós upp fyrir fjallatindana í austri. —- Já svaraði Anton. — Hér er rómantískt — þetta er næstum eins og ævintýri. — Ævintýri! sagði ungfrú Harr- is glaðlega. — Þá hlýt ég að vera prinsessan í ævintýrinu, og eiga hálft kóngsríkið“ Hún hló og rétti honum höndina og bauð góða nótt, því þau voru komin heim að húsi föður hennar. XV. KAFLI. MEÐAL BÓFA OG RÆNINGJA. Hótelið svonefnda sneri kassa- gaflsmynduðum stafni að vegin- um til Denver. Meðal gullleitar- mannanna var það nefnt „Ljóna- gryfjan“. Út að fjallaveginum snýr segldúksskýli. Þeir sem fara um veginn geta komið þar við og feng- ið sér hressingu undir beru lofti, og þarf aðeins að panta veiting- arnar gegnum gluggan á hótelinu. Þegar Anton kom aftur frá því að fylgja ungfrú Harris sat þar hópur manna við borð, og drukku þeir öl. En inni í sjálfri veitinga- stofunni voru drukknir sterkari drykkir; leikinn borðknattleikur og spilað á spil. Þegar Axxton gekk inn beindust allra augu að honum, og hann heyi’ði einhverja pískra um það, að þetta væri maðurinn, sem verið hefði með dóttur Georgs Harris í eftirdragi. Með hendur í jakkavösum sín- um gekk hann nokkra stund um gólf, án þess að yrða á nokkurn mann, og mennirnir héldu áfram að spila. Á grófum timburvegg veitinga- stofunnar voi'u nokkur smágöt, sem vitnuðu um það, að skamrn- byssan hafði einhverntíman verið með í leik spilamannanna hér, þann stutta tínia sem „Ljónagryfj- an“ hafði starfað. í einu horninu bak við af- greiðsluborðið tvísté veitingamað- urinn innan um bjðrtunnur og flöskur og fylgdist með gestum sínum. Andlit hans var illúðlegt og flærðarlegt og á hægri kinn- inni og aílt niður á höku var stórt ör. Við eitt af spilaborðunum kom Anton auga á skegglaust andlit, sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir. Bill Refur „verkalýðslrið- toginn" frá New York! Það gat ekki leikið neinn vafi á því, að þetta var hann. Þctta launráða og lymskulega nugnaráð átti enginn nema hann. Hann spilaði við xing- an múlatta og tvo aðra unga menn og hafði ekki enn tekið eftir Ant- on. Ef til vill þekkti hann hann heldur ekki, vegna skeggsins, sem hann hafði látið sér vaxa. Anton ákvað með sjálfum sér, að láta sem hann þékkti ekki Bill Ref. En óneitanlega kom það illa við hann, að hann skyldi endilega þurfa að rekast á hann hér. — Get ég fengið gistingu hér í nótt? spurði Anton loks og sneri sér til veitingamannsins. — Já, ef til vill, svaraði hann. —- Komuð þér með póstferðinni frá Denver? — Já. — Eruð þér námueigandi? — Nei, ég er verkamaður. — Well! 5—6 dollara daglaun eru ekki til þess að slá hendinni móti þeim. En má ég gefa yður hollráð, ungi maður? hélt veitinga-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.