Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 03.03.1957, Blaðsíða 8
136 S U N N UDAGSBLAfilí) Milljónir holdsfeikra í lieiminum Átakanleg íýsing á aðbúð hinna sjuku á ýmsum stööum. ilOLDSVEIKI! — LÍKÞRÁl! Víðsvegar um heim vekja þessi orð iirylling og viðbjóð, og margir íorðasl cins og pestina það ógæfu- sama fólk. sem haldið er þessum óhugnanlega sjúkdómi. Þrátt fyr- ir öll læknavísindi nútímans, er það cigi að síður staðreynd, að nú um miðja tuttugustu öld eru milljónir manna í heiminum iiaJdnir holdsveiki, og margt af þessu fólki er enn í dag meðhör.dl- að á hinn ómannúðlegasta og hrottalegasta hátt. í einstaka hér- uðum Kína hefur holdsveikt fólk verið brennt lifandi, rétt eins og það væri einhver fúasprek, sem íjarlægja þarf úr gróðursælum skógi, og í Suður-Ameríku, Afríku og á ýmsum Kyrrahafseyjum eru líkþráir lokaðir inni í óvistlegum hreysum eða skildir frá umheim- inum með því að safna þeim sam- an í sérstökum holdsveikra-búð- um, þar sem þetta ógæfusama fólk lifir og hrærist hvað innan um annað, fjarri ástvinum sínum og' venzlafólki. I aldarfjórðung heíur franskur maður að nafni Raoul Follerau, helgað sig baráttunni gegn þeirri ómannúð og tillitsleysi, sem holds veikir verða að þola. Á þesgu tíma- bili hefur þessi holdsveikrapost- uli, eins og hann hefur verið nefndur, ferðazt um 500 000 kíló- metra vegalcngd, heimsótt hundr- uð af holdsveikraheimilum og hjáipað og huggað þúsundir holds veikra. Raoul Follerau hefur sagt: ,,Vissulega er holdsveikin hræði Jegur sjúkdómur, alveg eins og t.d. berklaveiki og margir aðrir sjúkdómar, en það er ástæðulaust að líta á bann sem blvgðunar- rnál!" Og hann bætir við: „Nýtt fransk.t lyf, scm nefnt cr disuiane, er fært um að stöðva sjúkdóminn, einangra hann, og smitun á sér varl stað lengur. ■ Samt sem áður eru hinir holdsveiku víðasthvar ekki meðhöndlaðir sem sjúkling- ar, lieldur cins og aíbrotamenn! A fcrðum míiium hefi ég scð hræði leg dæmi þessa, svo átakanlegar sýnir, sem sífellt fylgja mér í svefni og vöku, já, valda mér bein- línis martröð . . .“ Hér eru þrjú dæmi: Það var á Taenga árið 1946, einni af hinum 80 Tuamotu-eyj- um í Kyrrahafinu. Þegar héraðs- læknirinn frá Pepeete á Tahiti fer í sína árlegu læknisskoðunarferð til hinnar litlu eyjar, verður hann var grunsamlegra einkenna, smá- bletta á hörundi konu einnar, 25 ára. „Ef til viil holdsveiki“, taut- ar læknirinn hálfhátt fyrir munni sér, og skrifar hjá sér nafn kon- unnar: Tetu. Svo heldur hann förinni áfram. Því miður haíði öldungur einn, fylgdarmaður læknisins á eynni, einnig séð hina grunsamlegu bletti og heyrt hljóðskraf læknisins. Hann lætur handtaka Tetu. Hún er rifin brott frá manni sínum og fimrn börnum, leidd um borð í bát, og síðan cr siglt með hana að lítilli óbyggðri eyju — átta ldló- metra frá Taenga. Eina lifandi vcran, sem hún fær að hafa með sér í land á eyna, er hundurinn hennar. Átta kókospálmar er það eina, sem vex á eynni, og lítið pálma- viðarskýli var húsnæði konunnar. Á hverju átti þessi vesalingur að lifa? Á fiski og fugli, er hundurinn nafði vcrið vaninn á að vciða, svt. og því sem íbúar þorpsins á heima ey hennar færðu henni einu sinni í viku. í slíkum tilfellum kastaði sá, sem færði henni, vatnsbrúsa og nokkrum matvælum í land, án þess að leggja bátnum að, og þetta af slíkri óttalegri varúö, rétt eins og þegar fæða er sett inn í búr hættulegs rándýrs í dýragarði. Síðan réri maðurinn í ofboði frá eynni aftur, eins og hann óttaðist, aö fjandinn sjálfur væri á hælum hans — og Teta er einsömul eftir, — einsömul með þjáningar sínar og tár — og einn hund . , . Sex ár, sex hræðileg og löng ár, hafðist þessi vesalings óham- ingjusama og einmana kona við á eynni. Þá kom Raoul Follereau til skjalanna. Það var árið 1952. Embættismaður einn á Tahiti sagði honum harmsögu konunnar frá Taenga: „Ég hef oft heimsótt þennan vesalings einstæðing á eynni“, sagði hann. „Þegar bátur minn nálgaðist eyna í fyrsta sinn hrópaði Teta til mín: „Komið ekki nær! Ég er líkþrá!“ Þegar ég þrátt fyrir aðvörun- ina gekk í land, brosti hún — hið fyrsta bros um langan tíma . . . Ég skildi eftir hjá henni allt það sem ég hafði meðferðis af lyfjum og hjúkrunargögnum. Teta féll á kné frami fyrir mér, og bað mig um að taka sig með brott frá eynni. En það var ógerningur. Skipshöfnin á bátnum mínum myndi hafa gert uppreisn. En Teta varð ekkert móðguð og virt- ist raunar heldur ekki verða fyrir vonbrigðum. Hún horfði einungis á mig sorgbitnu augnaráði, og sagði: „Ég skil“. Því næst gekk hún álút frá ströndinni að páhna- viðarkofa sínum og mér fannst

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.