Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 2
70G SUNNUDAGSBLAÐIÐ Romanoff og Júlía LEIKRITIÐ glampar af gáfum höfundar, er ósvikinn gamanleik- ur, þar sem blandað er saman jöfnu magni af háði og kýmni. Ustinov bendir okkur á hið skop- lega í fari tveggja stórþjóða, er hann leiðir saman í litlu landi — landi óska og unaðsdrauma. Hver setning er snjöll, hver at- burður leikrænn, hvert hlutverk gott. Leiktjöld og sviðsetning Mr. Hudd líkist mjög Lundúnasýning- unni 1956. Ljós skemmtilega not- færð, hraði leiksins sæmilegyr. O- þarfa klaufaskapur að láta klukku sláttinn hljóma frá efri svölum, vinstra megin sviðs. Lcikmeðferð var afar misjöfn og olli það slíkri truflun á heild- arblæ sýningarinnar að hún nær rétt meðallagi frá listrænu sjón- armiði. Tvo hermenn í undralandinu, leika þeir Bessi Bjarnason og Baldvin Halldórsson. Bessi ætlar seint að losna við álagaham „Flug- unnar“ — og Baldvin má ekki venja sig á yfirdrifin andlitssvip- brigði. Róbert Arnfinusson leikur hinrj innfædda hershöfðingja. Þótt leikmeðferð lians væri á- ferðafalleg, náði hann ekki svo föstum tökum á persónunni að hon um tækist að festa athygli áhorf- enda við hana til hlítar. Útlínur hlutverksins voru ekki nógu hrein ar og breiðar, þær hurfu inní ótal smábogalínur. Margt gerði Róbert þó vel. Ambassador hjónin bandarísku, fóru þau með frú Regína Þórðar- dóttir og Rúrik Haraldsson. Leik- ur beggja var hreinasta gull. í'águð Jrýstuu írú Regújti tiaut cín til fulls í fasi og rcplik. Þó virtist framkoman dálítið þving- uð í lokaþættinum. Rúrik var uppá sitt bezta. Per- sónan heilsteypt, sönn og charm- erandi. Símtalið afbragð. Til er ætlazt að yfir hinum ungu elskendum Romanoff og Júlíu sé sérstök stemning. Brvndís Pétursdóttir og Benc- dikt Árnason, sem fóru með þcu hlutverk, brugðust bæði hrapa- lcga. Bryndís var uppá sitt versta, að einu og öllu leyti. Röddin líkust því sem talað væri i tóma tunnu, hrcyfingar þvjngaðar — gjörsam- lega ó-amerískar. Bencdikt — hvað get ég sagt? Situr brezki leikskólinn enn í bark anum á Benedikt? Replik var skýr en með enskum blæ. Framkoman þvinguð og leiðinleg. Getur Bene- dikt ekki betur? Klemenz Jónsson leikur ungan amerískan mann, Freddie Vander- stuyt. Það er hrópleg synd að láta Klemenz leika lieimsborgara, og verða þannig leiklistinni til stór- skammar. 'Hámark diletantisma var atrið- ið milli Klemeuzar og Bryndísar í öðrum þætti. Verra hefði það ekki geta orðiðí smábæ úti á landi. Líkast var sem þessir tveir Jeik- arar væru vísir að vaxmyndasaíni Þjóðleikhússins. Handan við torgið er sendiráð Rússa. Þar ráða ríkjum frú Inga Þórð- ardóttir og Valur Gíslason. Bæði ágætar rússneskar týpur — en svo var því lokið. Suðandi málhreimur frú Ingu, deyðir hverja replik, skolar burt Jitmn og lifi. Hún er þvinguð og eorugg í Iireyíir,gum. Valur deklameraði hásri rörld, heitar tilfinningar rússans, í -Jiá* tíoiegu terapo. Rússneskan njósnara leikur Helgi Skúlason. Það gneistaði af leikhæfileikum Helga í þessu hlut- verki, svo unun var að. Frú Herdís Þorvaldsdóttir var sönn í hinum rússneska yfirliðs- foringja. Gerfi og hreyfingar 1 bezta lagi. Andlitsförðun var þ° of ljós. Það var ekki hennar sök þó lokaatriðið milli hennar og Klemenzar íæri alveg forgörðum- Indriði Waage lék Erkibiskup- inn, kátbroslega. Misráðin hlutverkaskipun er or- sök þess að sýningin var ekki i lielld, verðug höfundi. Gagnrýni þessi er að ýmsu leyti óvægin, cn að segja sannleikánO> aUan sannlcikann og ekkert nenia sannleikann, — eins og hann kei«' ur mér fyrir sjónir —, er sú steínæ sem ég hef valið mér sem leik- gagnrýnandi. Stcingerður Guðmundsdóttir. Sannleikskorn Sólin er prýði himinsins, þýflug- an prýði lótuslundarins, sannleik- ujinti prýði ræðunnar, gjafmiidin prýði auðsins, vinsemdin prýð' j'orsins, málsniUdin prýði mann- fundanna, en allra kosta prý'ði er siðsemin. í s Jólablaðið s s S Næsta tölublað af Sunnudagss ^blaÖLnu vcrður jólablað. Verð-$ \nr það stórt og fjölbreylt að^ ^ afni. Blaðið kemur út fyrjr S ^miðjan descmbcr, eiú vcrður^ |ín>rið til fastra kaupenda íaustS 2ó!- ;

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.