Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 10
714 SUNNUDAGSBLADIÐ var mjög í hverju horni á herberg inu, því það var stórt, og í hvert sinn, sem mér varð litið út í eitt- hvert hornið, íór um mig kulda- hrollur. Já, ég. verð að viðurkenna það, að mér var ekki orðin það nein til- hlökkun að eiga að sitja þarna al- einn alla nóttina. Það er sitt hvað að tala við glaðværa menn um : drauga heima hjá sér um hábjart- an dag, eða að sitja einmana í draugabæli að nóttu til, og eiga von á komu þeirra á hverri stundu. Reyndar fannst mér ég enn ekki trúa því, að ég myndi sjá draug. Ég velti því fyrir mér fram og aft- ur í huga mínum og komst að þéirri niðurstöðu, að ég tryði ekki þéirri hégilju að draugar eða vof- úir Væru til. Það var mér töluverð hughreysting. En hvernig sem ég reyndi að vera rólegur og að öllu leyti eins og ég átti vanda til, gat ég ekki að því gert að heyrn mín var óvenjulega næm, og hvað eftir • annað varð ég þess var, að ég hélt niðri í mér andanum til þess að hlusta eftir einhverju, sem ég gat enga grein gert mér fyrir hvað vera myndi. Ég hrökk við eitt sinn er mús hljóp um þvert gólfið, og farm það glöggt, að einhver ó- þreyjufull eftirvænting æsti svo tilfinningar mínar, að ég gat ekki við þær ráðið. Ég opnaði glugga til þess að fá hreint loft en lét hlerana vera lok- aða, en gegnum þá blés vindui'inn, og úti fyrir þaut mjög í trjánum. Sá leiðinda þytut- gerði einveruna enn dapurlegri. Mér gramdist við sjálfan mig út af því, að hafa verið það flón að álpast út í þessa bölv- aða vitleysu, og mér þótti nú skömm til koma þeirra 200 dollara, sem í boði vora. Ég þráði dagsljós og návist manna. Það var dautt í vindlinum mínum og ég hafði ekki rænu á neinu öðru en hugsa um það, að ég væri þarna aleinn í stóra auðu húsi, og kyrrðin og einveran væri óþolandi. En hvað var nú þetta? Ég heyrði einhvern skarkala, urgandi hljóð, en þó lágt, svo varð steinþögn — svo hræðileg dauðaþögn að mér lá við að reka upp hljóð til þess að rjúfa hana. Þá heyrðist hljóð þetta aftur nokkru hærra en áður, og enn kom það hið þriðja sinn og lét þá miklu hæst. Ég sat uppréttur, teigði úr mér, lagði við hlustii'nar og hélt niðri í mér andanum til þess að heyra sem bezt. Ég hreyfði hvorki legg né lið en skarkalinn hélt áfram; en er ég hafði hlustað þannig litla stund hné ég útaf að rúmbríkinni, skjálfandi og máttvana, en laus orðinn við mikla skelfingu. Það var nuðheyrt að þetta var rotta einhversstaðar að naga. Nú varð mér um stund miklu léttara en áður og' ég reyndi að telja sjálfum mér trú um að ekk- ert væri að óttast. Ég leit á úrið mitt og það var gengið fjórðung stundar eftir ellefu. Mér fannst mér vera ómögulegt að sofna, en nú gat ég þó legið kyrr og lagðist því endilangur á rúmið og lagði aftur auun. Ég hafði að minnsta kosti legið þannig fulia klukkustund, þá heyrði ég eitthvert undarlegt þrusk. Það virtist vera frammi á ganginum og líktist hægu fóta- taki. Ég hlustaði með athygli, en þá varð allt hljótt aftur. Ég veit ekki hvað langur tími leið þangað til ég varð þess aftur var, því þá fannst mér hvert augnablik sem heil öld væri, en nú heyrði ég það aftur, í þetta sinn miklu gleggra en áður. Það var einhver á gangi fyrir framan dyrnar og nam þar staðar eitt augnablik. Svo var kom ið við hurðarhún'"an, honum var snúið og dyrnar opnuvhst hægt og hljóðlega og inn í herbergið leið einhver hvítklædd vera. Engin orð geta lýst því hvernig mér varð við, og ég get aðeins sagt hvað fyrir augu mín bar. Það var fögur kona — eða kvenvofa, ég vissi ekki hvort heldur var — sem þarna stóð frammi fyrir mér í hvít um kjól, dragsíðum með svart hár, mikið og fagurt, er tók henni nið- ur að hnjám. Hún horfði beint framundan sér, og stóð grafkyrr fáein augnablik fyrir inhan dyrn- ar, svo gekk hún rakleitt yfir her- bergisgólfið og að arninum, þar nam hún staðar og hélt höndun- um yfir eldstæðinu eins og hún væri að orna sér þar við eld. Ég einblíndi á hana höggdofa af hræðslu og bærði ekki á mér. Mér kom nú ekki til hugar það, sem áður var ásetningur minn, að kom- ast að raun um hvernig á draugn- um stæði. Ég bara starði stöðugt á þessa hávöxnu konumynd þar sem hún stóð við arininn, og á hinum snjóhvítu klæðum hennar varð hið daufa ljós að töfrandi birtu. Áður en ég gat nokkurt ráðrúm fengið til að átta mig á þessu, snéri hún sér við og gekk fram á gólfið beina leið að rúminu — og þá fann ég fyrst til fulls hvað hræðsla er þeg- ar hún nam staðar við rúmstokk- inn, til allrar hamingju þó þeim meginn er frá mér vissi. Hún lyfti upp hendinni og straulc hárloklcana frá enninu og stundi þunglega við um leið, því næst lagðist hún í rúmið hægt og gæti- lega. Hún lokaði augunum og lá hreyfingarlaus. Ég lá sem stein- gerfingur, gat hvorki hreyft mig né hugsað og var öldungis mátt- vana andlega og líkamlega. Hvað lengi ég lá þannig milli heims og helju veit ég ekki, því ég man það fyrst frá að segja, að ég' heyrði andardrátt, þungan og reglulegan andardrátt sofandi manns, og það var sem cinhver rödd hvíslaði að mér að það væri andardráttur hennar, meðvitundin um það vakti skynsemi mína í einu vetfangi, ég var leystur úr álögum og skýrar

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.