Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 16
 mýtt í tækni. í Englandi er nú hægt að fá sérstaka sígarettu- geymslu, sem koma má fyrir í mælaborði alli'a enskra bíla. Bílstjórinn þarf ekki annað en styðja á hnapp, og kemur sigar- etlan þá með eldinum í út úr þessu sígarettuhólfi i mælaborðinu. Sígarett- an er í þar til gerðu munn stykki og þegar hún er reykt er þannig um hnút- ana búið, að reykurinn getur ekki farið upp í augu þess er reykir. SJÁLFVIRK HL.TÓiVI- LISTARSKÖPUN. Talið er að hugmyndin um að búa til vélrænt á- hald, sem semji sjálft tón- smíðar, gangi eftir áætl- un. Dr. A. D. Brooth við Brikbeck Coþage i Lond- on bindur miklar vonir við slíkar vélrænar tón- smíðar, og' álítur að þær muni verða fullkomnari og betri en þær, sem tón- skáldin hafa samið fram að þessu! —-o— MARGVÍSLEGAR VISTIR. Það eru engar smáræð- is vistir, sem norsku hval veiðiskipin þurfa að hafa meðferðis, er þau fara til hvalveiða í Suðurhöfum. Þegar hvalveiðimóður- skipið „Norhval" lagði úr höfn í Larvik í haust, hafði það innanborðs m. a.: 60 lifandi svín, 100 lest ir af kartöflum, 55 lestir af söituðu fleski, 10 lestir smjörlíki, 3,7 lestir af frystum fiski, 3 lestir af ostum, 8 lestir af kaffi, 25 lestir af ýmsu miöl- meti, 100 kassa af eggj- um, 4 lestir af eplum o? 16 lestir af nautakjöti, auk alls annars, sem fá- anlegt er í „skipsbúðinni11 svo sem tóbak, súkkulaði og annað þessháttar, en þar voru m.a. 1.3 millj. sí«arettna. 1300 kg reyk- tóbak, 900 rúllur af skro og 300 dósir af neftóbaki. —o— UNGUR í ANDA. Enskur sóknarprestur einn, Artur Monk, ér ung ur í anda þótt hann sé orðinn 69 ára. Nýlega giftist hann 19 ára stúlku, Estelle Johnson að’riafni. Monk er sóknarprestitr í Bedfordshire, en til þess að komast hjá því að brúð kaun hans vekti umtal í prestakalli hans brá hann sér til Huntingdonshire og gekk þar í heilagt hiónaband án þess söfn- uður hans vissi af. Prest- urinn á 38 ára gamlan son og tvö sonarbörn. Hann kynntist hinni ungu brúð ur sinni fyrir nokkrum árum, þegar hann húsvitj aði í skóla nokkrum, þar sem hún var nemandú SUNNUDAGSBLAÐIÐ ÚTGEFANDI: Sunnudagsblaðið h.f. RITSTJÓRl: Ingólfur Kristjánsson. Stórholti 17. Sími 16151. Box 1127. AFGREIÐ9LA: Hverfisgötu 8—10. Sími 14900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hvérnig lítur hún nú út, þessi veröld? spyr þessi ný- fæddi ljónsungi, og rekur höfuðið upp úr brcfakörf- unni. Ennþá er liann ckki fær um að komast upp úr henni á eigin spýtur, en ekki mun líða á löngu þar til honum,þykir heldur þrengt að frelsi sínu með þýí að hýrast niðri í bréfakörfu:

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.