Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 4
708 regntré. Blöð þess draga til. sín raka og loka sér á nóttunni Á morgnana opnast þau skvndilega og bellast þá vatnsgusur vfir þá, er af tilviljun eiga leið hjá. í miðbænum eni verzlanirnar, þar á meðal þúsundir gimsteina- verzlana. Stjórarúbínar og stjóra- safírar eru mest eftirsóttir af ferða mönnum og sala þeirra gífurleg. Ég fór í könnunarferð um iandið ásamt séríróðum embættismanni ríkisstjórnarinnar í eðalsteina- framleiðslu. Við ókum fram hjá rísökrum, páimalundum oe silfur- tærum vatnsföllum, og alltaf gat hann verið að segja mér frá eðal- steinum. Hvort ég vissi, að stærsti stjörnusafír í heimi. sem fiármála- maðurinn bandaríski. J. P. Morg- an, keypti fvrir offjár, væri upn- runninn frá Ceylon? Hvort ég vissi. að safírar og rúbínar væru í rauninni sami steinninn, í mis- munandi litum? Hvort ég vissi, að á Ceylon finnast allar tegundir eðalsteina að smarögðum og de- möntum undanskyldum? í nágrenni við Ratnapura, sem þýðir „borg eðalsteinanna11, sá ég verkamenn nokkra að vinnu sinni í leit að eðalsteinum. Þeir grófu grvfjur í votan, leirborinn malar- jarðveg, fylltu léttar bvttur og skoluðu leir og mold frá. Aðferðin er mjög svipuð og við gullþvott. Te er svo að segja hjartablóð Ceylons. Þeir kalla það maha.hadde (hinn mikla iðnað). Útflutningur- inn nemur um það bil 160 þúsund tonnum á ári, þ.e. meira en þriðj- urigurinn af öllú bví te, sem kem- ur á heimsmarkaðinn. Aðeins Ind- land framleiðir meira te. Cevlon-teið er svart, op bezt það sem ræktað er í 1500—1800 metra hæð vfir siávarmáli. Ég kom á 490 hoktara plantekru, þar sem vinna 1600 manns. Terunnarnir eru hálf þriðja milljón, og yfir hverjum þeirra er vakað af nærfærni inn- byggja. Yiltur er erunninn allt SUNNODAGSBLAÐIÐ að níu metra hár, en ræktaður er hann aðeins einn meter og stöðugt skorið ofan af honum. Tamilkon- urnar lesa tesprotana af runnun- um ca. 10 hvern dag. Það þarf ca. 6600 sprota til þess að fá í eitt kíló. Það líða aðeins 48 tímar frá því teið er lesið af runnunum og þar til það er fullverkað. Blöðin eru þurrkuð í sól vaíin saman og þurrk uð síðan í 93 stiga heitum ofni í 20 mínútur. Þá er það orðin full- komin söluvara og getur geymzt árum saman viö rétt skilyrði. Dag nokkurn spurði ég kunn- ingja minn um nafnið á sérkenni- legu, keilumynduðu fjalli, sem sýnilegt er nær hvaðanæva að frá öllum suðurhluta landsins. Hann horfði á mig undrandi og i'ullur meðaumkunar. Vitanlega Adams- tindur. Samkvæmt arfsögn Múhameðs- trúarmanna máttu Adam og Eva velja sér hvern þann stað á jörð- inni, sem þau vildu, þegar þau voru rekin út úr Paradís — og þau völdu Ceylon. Mér fáfróðum var skýrt frá því, að Adamstindur væri heilagasti staður á jörðinni að áliti meira en milljarð manns, af því að efst á tindinum finnst í klöpp nokkurri mótað l'ótspor eftir mann! Hundruð milljóna Múhameðs- trúarmanna eru sannfærðir um að þetta sé spor eftir Adam. Um það bil 400 milljón Búddhatrúar- manna trúa því jafn statt og stöð- ugt að það sé eftir Buddha og frá því er hann í þriðja og síðasta sinn kom til Ceylon. Og samkvæmt trú hindúanna er það eftir guð þeirra Siva. Grísk-kaþólskir telja það eft- ir postulann Tómas. Samtals eru áhangendur þessara trúarbragða nær því helmingur mannkvns, og ég hafði sem sagt aldrei heyrt á fjall þetta minnst. Hvað um þig lesandi góður? Það liggja margir stígir upp á fjallstindinn. Sá hættulegasti þeirra, — og þar með sá, sem píla- grímarnir helzt velja — liggur upp eftir snarbröttu klettariði, og þar er aðeins hægt að komast upp með því að lesa síg upp eftir járnkeðju mikilli. Sagan segir, að hana hafi lagt Alexander mikli. Það fær þó ekki staðizt, af þeirri einföldu á- stæðu, að hann kom þangað aldrei. Fjölfarnasti stígurinn er lagður hundruðum úthöggvinna stein- þrepa. Heppilegasti tíminn til þess að ganga á fjallið er nóttin, þegar tungl er fullt. Sé lagt af stað um klukkan hálf tvö, er maður kom- inn upp um sólarupprás, og útsýn- ið er dásamlegt. Efst á tindinum er koparklukka, og pílagrímarnir mega hringja henni jafnoft og þeir hal'a klifið tindinn. Einstaka hringir 25 sinn- um. Búddhaprestar í skrautlegum búningum veita pílagrímunum blessun. Staða æðstaprestsins á fjallinu er æðsta tignarstaða Búddhatrúarmanna. Herra Amarasinghe (það þýðir „hið ódauðlega ljón“) bauð mér í ferðalag til Kandy, sem er einn fegursti og frægasti staður á meg- inlandi Ceylon. Vegirnir, sem við ókum eftir, voru alþaktar breiðum af blómum, sem höfðu fallið af trjánum, sem breiddu lim sitt yfir vegina. Fílar siluðust til vinnu sinnar. við hægðum ferðina til þess að láta eðlu nokkra, er einna helzt líktist dreka og var heldur ófögur á að líta, komast vfir veginn. Þessi eðlutegund er aðeins hættuleg slöngum og því friðuð. Við námum staðar við Buddhahof nokkurt í gili einu miklu. Jafnskjótt flykkt- ist um okkur flokkur apa; hvort það var fyrir forvitnis sakir eða að þá langaði í hnetur, vissum við ekki, en hnetur fengu þeir. Loks komumst við til Kandy. Þar bjuggu síðustu konungarnir, sem ríktu á Ceylon. Kvennabúr þeirra var á ey, gerðri af manna-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.