Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 8
712 SUNNUDAGSBLAÐIÐ Sönn draugasagi; ég vissi að draugasaga gæti orðið SUMARID 1886 dvaldi ég nokkr ar vikur í 3t. Antonio í Texas. Ég var þar staddur með nokkurum landrnælingamönnum Bandaríkja- stjórnar og vér héldum kyrru fyr- ir þar í borginni af því vér höfð- um lokið því starfi, er oss var ætl- að, og biðum eftir því að stjórnin sendi oss skipun um hvað vér skyldum taka oss fyrir hendur, svo vér höfðum ekki annað að gera en skoða bæinn og forvitnast um eitt og annað til að stytta oss stundir. í þá daga var ég ungur og fjör- ugur og albúinn til stórræða ef á þurfti að halda. Af því hefur það líklega orðið, að fyrir mig kom loks sú þraut, er mér þótti slæg- ur í og reyndist fágætur atburður áður en lauk. Ég kynntist ýmsujn kátum og fjörugum piltum þar í bænum, og eitt kveld sat ég með þessum lags- bræðrum mínum fyrir framan hót- elið, sem við héldum til í, og sam- ræður okkar snérust einhvern veg- inn að draugatrú. Ég fór strax að gera gys að öllum átrúnaði á anda og vofur, þangað til Karl Summ, ers, sem átti heima þar í borginni, greip fram í fyrir mér: ,,Mér er sama hvað þú segir, Armstrong, cn ég veit af húsi hér í bænum, sem öllum bcr saman um að fullt sé af draugum; og því til sönnunar, að citthvað cr þar ekki með feldu, er það, aö enginn getur haldjzt þar viö heiia nótt. Þcir, sem það hafa reynt, hafa hlaupið þaðan lafhræddir um miðja nótt og gefið fjandanum að eiga framar við þann ófögnuð.“ „Hvaða bull!“ sagði ég. „Enginn maður mcð fullu viti getur trúað þcss kqnaf þviet.tingi. En segðu ökkúr ramf. sögur af þessúm reim- leika1!,:bætti ég við, aí því ókkiir yhi* 2Ö lciöjzt liyrrcc1211 til dægrastyttingar. „Ekki vil ég gera ykkur inyrk- fælna með draugasögum svona rétt undir nóttina'1, sagði Karl. „En húsið, sem reimleikinn er í, þekkir hvert mannsbarn hér í bænum. Það stendur yzt á St. Pedro stræti Eftsr frásögy J. H. Armstrong og Hatfield gamli bjó þar til skamms tíma; en nú hefir hann keypt nýtt hús stærra og vandaðra en þetta og á betri stað í bænum; en siðan hann flutti þangað hefir enginn viljað leigja eða kaupa af honum gamla*húsið, því það er fullt af draugum og illum öndum allar nætur, að sögn allra, sem reynt hafa að taka sér þar nátt- stað. Ég hef marga sögu heyrt af undrum þeim, er þar hafa gerst, og þó ég trúi því ekki beinlínis að draugar séu til, þá hefir mig þó aldrei fýst mjög að eiga það á hættu að komast í kynni við draug cða vofu, og því hef ég aldrei revnt að forvitnast neitt um það sjálfur hvaö reimleika þessum veldur. Og þó þú hlægir að þessu og látir Sem þú cngu trúir, þá gæti ég samt bezt trúað, að þú fengir nóg at' að dvelja næturlangt þar í húsinu“. „Nei, langt frá því“, kallaði ég upp og bar mig heldur en ekki borginmannlega. „Ég skal fara þangað og vera þar ósmeykur heila nótt, og komast að fullri vissu um hvað þar er á seiði. Ég er meira að segja tilbúinn að fara þangað strax í kvöld ef þú villt vísa mér veg- inj-j" „Gott ðg vel', svaraci Sutsrher „Ef bú kenict að því hvár dráiigur þessi er og hvernig á honum stend- ur, þá máttu eiga víst að fá ómak þitt borgað, því Hatfield, sá sem húsið á, er stórríkur maður og hef- ir heitið 200 dollurum hverjum þeim, er gæti til fullnustu úr þvl leyst hvernig á undrum þessum stendur. Honum er illa við sögurn- ar, sem af þeim ganga, því þm1’ valda því, aö húsið er honum arð- laus eign. Hann hefir boðið það til íbúðar leigulaust, en enginn vill Þ'ggjai hann hefir hvað eftir ann- að reynt að selja það fyrir hálf- virði, en engan kaupanda fengið'. því allir hafa hevrt draugasögurn- ar, og þar af leiðandi verður hann að sitja með húsið autt og gagns- laust. Ef þér tekst nú að ráða gátu þessa, þá verður þú manna snjall' astur hér í bæ og færð þar að auki 200 dollara í vasann í beinhörðum peningum, því það máttu eiga víst, að Hatfield stendur við orð sír. og borgar þér peningana út í hönd“- „Það er ágætt!“ hrópaði ég og' stökk upp úr sæti mínu. „Sýndu mér húsið, ég fer þangað strax“. „Vertu nú ekki svona bráðlát- ur“, sagði Karl og reykti vindiiinn í hægðum sínum. „Fyrst verðum við að fá lyklana hjá Hatfield gamla og ég skal útvega þá í fyrra málið. Annað kveld getur þú svo heimsótt draugana. Þá verður kannski farinn að minnka í þér gorgeirinn svo þér þyki það full- snemmt“. Allir fóru að hlæja. En mér hálf gramdist að þeir skyldu gera svona lítið úr hugrekki mínu og við það varð ásetningur minn enn einbeit.t ari að standa við orð mín. En ég lét ekki á því bera og sagði með mestu stillingu, að mér stæði á sama hvort ég færi þangað i kvökl eða annað kvöld, en áður lyki skyldi ég ganga úr skugga um hvernig á draúg þéssum stæði og hváð Iránn vildí inþiimím. Skömmu siðar slítum VÍ6 talmu O!" ?G11?U1T1 20£Sl* — O V3T- ll jI

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.