Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 13
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 717 hann þar til prestur kom heim og veitti öllu, sem hann þar sá, hina mestu eftirtekt. Komumaður stóð upp og heils- aði presti glaðlega. „Dr. Stanton?“ „Já“. „Með öðrum orðum, Markús Burn?“ Séra Friðrik svaraði engu en virti hinn brosleita gest nákvæm- lega fyrir sér. „Þér verðið að fyrirgefa ónæði það, er ég geri yður“, mælti komu- maður og brosti á ný. „Ég er ann- ar eigandi útgáfuhússins ------ í New Yoi'k og ég er kominn hing- að til Lennox til að kynnast höf- Undi hinnar mei'kilegu bókar þess- arar tíðar. Þér getið eigi lengur dulizt undir gerfinafni þessu. Al- ^rienningur heimtar að fá að þekkja Vður. Við höfum engan frið á skrif stofunni í New York fyrir áskor- Unum frá lesendum um að birta rnynd af yður og lýsingu, og fyrir- lestrafélögum, sem vilja fá yður til að halda ræður. Dagblöðin eru uð leita að yður, og það má allt að því kraftaverk kallast, að þér ekki hafið fundizt fyrr. Við viljum fyr- 'I' hvern mun fá mynd af yður og 'f'visögu yðar til að birta í nýrri skrautútgáfu af bókinni, og ég er hér kominn til þess að fá þessu tramgengt“. „En ef ég nú neita að verða við bessum tilmælum?“ spurði séra ^riðrik alvarlega. „Neita! Minn góði herra, það er °>nögulegt! Almennings óskinni verður að fullnægja. Það verður hvort sem er ómögulegt að dyljast Fiikið lengur“. „Því ekki það? Mörg ár liðu svo enginn vissi að George Eliot var hófundur „Adam Bedes“. í fimm vissi enginn að Charles Egbert ^addock var kona. Dr. Joseph ^arker í Lundúnum, lét eigi upp- skátt að_hann..væri höfundur bók- arinnar „Ecce Deus“ fyrr en eftir að tíu ár voru liðin frá því bókin kom út, og um hann hafði hans eigið safnaðarfólk lengi rætt áður en það komst að því að hann væri höfundurinn“. „En minn kæri herra, ég skil ekki í öðru en að þér hljótið að vilja að yðar sé getið. Engin bók, sem gefin hefur verið út í þessu landi, hefir haft aðra eins út- breiðslu og bók yðar. Við höfum neyðst til að hætta við allar aðrar bækur tií þess að geta haft undan að prenta hana. Ekkert dæmi þessu líkt er til í sögu bókaútgáfunnar“. „Samt sem áður vil ég ekki láta mín getið. Ég hefi heimulegar á- stæður fyrir því að vilja ekki vera þekktur sem höfundur bókarinn- ar“. Útgefandinn þagði nokkra stund. „Ég efa stórlega að þér getið varðveitt þetta leyndarmál. Ef það er yðar einlægur ásetningur, þá_ gerum við auðvitað allt, sem í voru valdi stendur til að hjálpa yður til þess. Þér megið reiða yður á það“. Svo spurði hann eftir augnabliks hvíld: „Getið þér — viljið þér — það er að segja — er það af nokkrum þeim ástæðum, sem þér vilduð leyfa útgeferidúnum sjálfum að vita um?“ Hægt og seint svaraði séra Stan- ton: „Nei. það get ég ekki. Ástæð- una get ég engum manni sagt“. Komumaður hneigði sig, og skömmu síðar kvaddi hann prest og endurtók loforðið hátíðlega að Ijósta eigi upp leyndarmáli hans. Þegar gesturinn var farinn, beygði presturinn höfuð sitt niður á borð- ið, og þegar hann loks leit upp aftur, voru sorgarrúnirnar á á- sjónu hans enn dýpri en áður og svipur hans var enn þreytulegri nú þegar frægð hans var á hæsta stigi, frægð, sem hann virtist vilja forðast og flýja undan eins og hon- um stæði stuggur af hepni. Sumarið leið og aftur kom haust og vetur. Þá varð sá viðburður í dómkirkjusöfnuðinum í Lennox, sem seint mun mönnum úr minni líða. Séra Friðrik Stanton, guð- fræðidoktor, var kosinn í biskups- embætti, í stað annars, sem úr því göfuga embætti hafði orðið að víkja sökum ellilasleika. Vígsla hans til hins háa embættis átti nú að fara fram í dómkirkjunni, sem hann svo lengi hafði þjónað sem prestur. Söfnuðurinn, sem saman var kominn við þetta tækifæri, var glæsilegur á að horfa, því þar gaf að líta allan höfðingjalýð borgar- innar í dýrum klæðum. Æðstu yf- irboðarar kirkjunnar og prestar víðsvegar aðkomnir vorú þar einn- ig samankomnir. Þótt sóknarbörn- um Dr. Stantons þætti sárt að missa hann sem sálusarg'ara var þó fögnuður mikill þeirra á meðal vfir hinni háu tign, er honum hafði veitzt. Rodney dómari, frú Rodney og ungfrú Mildred sátu á sínum venju lega stað rétt fram undan kórnum. Þegar hinn nýkosni biskup kom fram á hápallinn, þar sem hinir klerkarnir sátu, varð honum ósjálf i'átt að líta þangað, sem Rodney fólkið sat. Síðan snéri hann sér að hinum aldurhnigna og göfuga bisk up, sem það hlutverk hafði fengið að leggja fyrir hann hinar venju- legu vígslu spurningar. Hann leit aldrei af biskupnum meðan á at- höfninni stóð og var hátíðleg al- vara yfir svip hans, en andlit hans var að því er ungfrú Mildred virt- ist óvenjulega fölleitt. Biskupinn: Kæri bróðir! Með því heilög ritning býður oss að leggja ekki skyndilega hendur yfir nokk- urn mann til að fela honum um- sjón kirkju Krists, þá eigið þér í ótta drottins að svara þeim spurn- ingum, sem ég nú legg fyrir yður: Eruð þér þess fullviss að þér séuö réttilega til 'þessa embættis kjörinn. og að vilja drottins vors Jesú Krists?

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.