Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 9
3UNNUDAGSBLAÐIÐ 713 i jötunmóð og hlakkaði til næsta kvelds og þeirra fyrirburða, er þá voru í vændum, og það lá nærri að ég væri strax orðinn hróðugur yfir því, að geta fært félögum mín- um heim sanninn um, að þetta hefði bara verið ímyndun en eng- inn draugur. En ekki var það þó minnst hvöt fyrir mig til að ráðast í þetta, að ég átti von á peningunum fró Hat- field gamla. því nú var þeirra þörf. Þeir peningar, sem ég komst yfir í þá daga, stóðu ekki lengi við, og nú voru margir dagar síðan budd- an mín var tóm. Klukkan níu næsta kvöld gekk ég niður San Pedro stræti með Karli og tveim öðrum félögum okk ar. Eftir hálftíma gang virtist svo sem við værum komnir strætið á enda, því hús 'voru orðin mjög strjál, og gengum við um tvö hundruð faðma og sáum hvergi hús, en beggja vegna voru auðar húsalóðir þéttvaxnar stórum trjám. Loft var heiðríkt og tungl- skin bjart. Þetta var í júlímánuði en veður þó svalt af því að rignt hafði nóttina áður. Loks námum við staðar við járn- grindur. Karl opnaði hliðið og við gengum inn í garðinn. Ég kom ekki auga á húsið fyrr en við vorum komnir fast að því, sakir trjánna, sem stóðu þétt báðum megin við stíginn, er við géngum eftir. Eg nám þá staðar og virti húsið ná- kvæmlega fyrir mér. Það stóð góð- an spöl frá strætinu, dökkleitt timburliús, tvílyft, með hlerum fyrir gluggum, sem allir voru iok- aðir. Fremur var það ógeðslegt út- lits í tunglsljósinu; ekkert hljóð heyrðist nema þytur af vindi í trjánum, og satt að segja fannst mér hugur minn væri nú ekki al- veg eins þróttmikill og hann var kvöldinu áður. Karl dró nú lyklakippu upp úy vasa sínurnj og opnaði dyrnar h £-3.22? IzHÖ' h.Ú.zbÍ22S OT Vl5 inn í fordyrið. Ég kveikti nú á ljós- keri, sem ég hafði meðferðis, og svo gengum við um ailt húsið. Þög- ult, tómt og ömurlegt var allt þar innanstokks. Fótatak okkar berg- málaði svo hátt um hin auðu her- bergi, að okkur þótti nóg um. Allt þakið af ryki, sem þvrlaðist upp hvar sem við hreyfðum okkur, og tók næstum fyrir andrúmið þegar það rauk framan í okkur. Við skoð uðurn hvert herbergi hátt og lágt og sáum, að allir gluggar voru vandlega lokaðir bæði uppi og niðri. Fáeinir húsmunir, gamal- Vofan, scm var líkust ungri stúlku, kom inn í hcrbergið og skrcið upp i rúmið til niín. dags og luralegir, stóðu hér og hvar á ringulreið í herbergjunum, og í einu herbergi á efra lofti fund um við stórt rúmstæði úr hnotu- við og í því var slitin og fomfáleg undirsæng. í þessu herbergi valdi ég mér náttstað. Niðri fundum við litlar dyr ó eldhúsinu og 'þaðan lá, stigi niður i kjallarann. Við gengum níður ^11 cn sáúiil psr* Gl^ki'Sí't vert. Alls konar ónýtt rusl lá þar á gólfinu og óþrifalegt var þar mjög og daunillt loft. Einn litiíl gluggi var þar efst á norðurVeggn um og undir honum stóð borð- skrifli á þrem fótum. Þegar við höfðum rannsakað hvern krók og kima í húsinu, bjuggust félagar mínir til brott- ferðar: þá var eins og nokkurt hik kæmi á Karl. Honum var auðsjá- anlega ekki um það gefið að skilja mig eftir í draugahýbýli þessu. „Ertu nú staðráðinn í að reýna það, og alveg óhræddur11, sagði hann. „Ég sé enga hættu á ferðum“, svaraði ég hálf þóttalega, en átti þó reyndar fullt í fangi að dylja hroll þann, sem um mig fór. „Það er eintóm hjátrú“, bætti ég við. „Húsið er autt og leiðinlegt, en allt hitt er ekkert annað en ímyndun“. „Komið þið þá“, sagði' einn þeirra féiaga, er John Welson hét. „Við skulum láta hann hafa hcið- urinn af því einan, að eiga við drauginn. Ég fyrir mitt leyti kýs heldur sambúð við menn en drauga“. Ég fylgdi þeim til dyra og horfði eftir þeim þangað til þeir hurfu milli trjánna; rétt á eftir heyrði ég hliðið lokast, og þá fann ég glöggt til kvíða fyrir því, að verða að hýrast. einmana i þessu leiðin- lega húsi, fjarri öllum lifaudi mönnum. Ég læsti dyrunum vand- iega og lét lyklana í vasann: því næst fór ég npp i herbergi það. setn rúmið var í, því hvergi var stóll i húsinu, og ég kærði mig ekki um að standa alla nóttina eða leggjast fyrir í rykinu á gólfinu. Ég setti Ijóskerið mitt á arin- hylluna og gokk um gólf stundar- korn, svo settist ég á rúmið, kveikti í vindli og fór að reykja. En í það skipti hafði ég enga á- nægju af reyknum - —svo íeið og ill þótti mér þessi vist. Ljósker ■ ið gaf daúía birtu. og skúggsýnt

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.