Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 6
710 ‘f Prfnsessan HÚN hét Adela, og Lindemann. Hún var fátæk en af „ættum“, jn, taldi til göfugra cetta, en þá var ósköp skiJjanlegt, aö líf hennar í litlum og kyrrlátum bæ var ekki bara stráð rósum. Vel mátti segja litlum smábæ, jafnvel þótt það sé að borða smjör með smjöri. Full- ur helmingurinn af bæjarmönn- um var blátt áfram og iðjusam- ur verkalýður, sem bjó þó við dá- lítil efni. Allmargir áttu smáhýsi með garði, bát líka, mótorbát, og hjólhest eða hjólhesta í skúrnum. Skikkanlegt fólk og blátt áfram, sem leit á tilveruna eins og hún er og gekkst yfirleitt ekki upp við eða þótti tiltökumál um vel-kynj- að fólk. Hins vegar bar það til- tölulega mikla virðingu fyrir hin- um koleygða draug, fátæktinni. Hann gat haft það til að koma í heimsókn til eins og annars, um lengri eða skemmri tíma, og yfir- leitt var hann oftast nær á næstu grösum. Hann fór huldu höfði, og menn gerðu sér að vana að hafa auga með honum. Menn áttuðu sig ekki almenni- lega á fröken Lindemann, en sögðu sem svo: — Getur ekki stúlkan fengið sér eitthvað almennilegt að sýsla með? Þau svelta líklega bráð um í hel, bæði hún og karlinn, fað- ir hennar. Vesalingurinn, hann er orðinn svo horaður innanklæða! Hinn helmingur íbúanna í þess- um litla bæ, var-kaupmenn, aðal- lega smákaupmenn, nokkrir sem áttu tiltöluiega lítil iðnfvrirtæki, nokkrir sæmilega efnaðir iðnmeist arar, fáeinir skrifstofumenn og verzlunarmenn, starfsmenn sveit- arinnar, starfsmenn hins opinbera við síma, járnbrautar og lögreglu- stöð, örfáir bankamenn, bílaeigend ur, sem sjálfir óku bílum sínum, og svo framvegis. Enginn þeirra SUNNUDAGSBLAÐIÐ }| skégarinn var með stórupphæðir á skatt- skránni. Einnig þessi helmingur var raunsær á hversdagslega til- veru sína, og þótt máske einn og annar gerði talsvert úr ættgöfgi, létu þeir þó ekki fyrirmennskuna stjórna sér algerlega. Bærinn átti eina einustu efnaða fjölskyldu, Mortensenanna. Lang- afinn, Mortensen, hafði verið með skútu á firðinum. Afinn, Morten- sen, hafði verið í siglingum til Enlands á tvö hundruð smálesta segiskipi. Mortensen sjálfur hafði á yngri árum verið skipstjóri, seinna lítill útgerðarmaður og stórútgerðarmaður í ellinni. Hon- um vegnaði ágætlega, og sonurinn var hlutbafi í fyrirtæki hans. Mort ensens-fjölskyldan leit afar heil- brigt á tilveruna og taldi langafa sinn og afa hafa í fullu tré við hvern, sem væri. Þegar Adela Lindemann kom til bæjarins, átján ára gömul, vakti. hún athygli. Hún var ljómandi lag- leg, ein af þessum hávöxnu, dökku, fölleitu konum. Lindémann var sextugur, en farinn að heilsu. Hann var á eftirlaunum hjá verzl- unarfyrirtæki í höfuðstaðnum, er hvorki var þó hægt að lifa af né deyja. Hann keypti sér stórt, en hrörlegt hús í útjaðri bæjarins fyrir átta þúsund krónur. Það hafði einu sinni verið íburðarmik- ið með alls konar útskotum og veggsvölum, sem nú voru orðnar beinlínis hættulegar. Gólfin í stóru stofunum gengu í bylgjum. Fjal- irnar hrundu úr þakbrúnunum. Það var ekki eingöngu, að húsið þarfnaðist málningar og múrhúð- unar, heldur verulegrar viðgerðar. Hingað inn fluttu þau Adele Lindemann og Ágúst Lindemann með gömul húsgögn og þykk, upp- lituð veggtjöld, og húsið var aldrei málað, og enginn rak nagla í fjöl. En húsið var á góðum stað, það verður að viðurkenna, umkringt af gömlum garði, sem helzt minnti á skemmtigarð. Lindemánn fór einn í skemmti- göngur, sótti sér bók í litla bæj- arbókasafnið, fékk sér miðdegis- blund, eftir að hafa neytt sinnar fátæklegu máltíðar og háttaði að jafnaði klukkan níu á kvöldin. En hann reis mjög snemma úr rekkju og var kominn niður á bryggju, áður en sjómennirnir komu að landi. Þar fékk hann sér í soðið og fékk það við góðu verði. Hann keypti ekki mikið, jafnvel svo lít- ið, að sjómennirnir vorkenndu honum og seldu honum soðning- una sérstaklega ódýra. Hann var heldur ekki með neitt nudd, þessi vingjarnlegi og að þeirra dóml ,,fíni“ maður. En hann var ræðinn, spjallaði ósköp kurteislega við sjómennina um veðrið, um bátinn, um veiðarfæri og veiði. Það var svo sem auðheyrt, að hann vildi kynnast lífi þeirra og lifnaðarhátt- um. Ef svo bar við, að þeir kæmu ekki auga á háa og granna mann- inn á bryggjunni, þegar þeir komu skellandi inn fjörðinn á morgn- ana, sögðu þeir hver við annan: — Nú hlýtur Lindemann að vera veikur. Það kom líka fyrir að þeir sögðu: — Nú er Lindimann eflaust auralaus. Og það bar við, já, það kom hvað eftir annað fyrir, að ung lingarnir voru sendir af stað með vænar spyrður, sem þeim var sagt að hengja upp við eldhúsdyrnar. Þegar svo Lindemann birtist á bryggjunni, ósköp vandræðaleg- ur, höfðu þeir til að segja: — Það tekur því ekki, að á það sé minnzt, Lindemann, við fiskum svo vel, að það liggur við, að við losnum ekki við veiðina. Við skulum sleppa þessu hjali. Alele Lindemann fékk nokkra barnunga nemendur í slaghörpu- leik. Ilún var svo sem ekki allt of

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.