Morgunblaðið - 14.07.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 190. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
„Ný“ Bítlalög
koma í leitirnar
Segulbönd með Bítlunum finnast á
fornsölu í Ástralíu | Fólk í fréttum
Íþróttir og Bílar í dag
Íþróttir | Draumakast Ásdísar Fimm lið í Evrópukeppni Vík-
ingur og Fram gerðu jafntefli Bílar | Superb fyrir leigubílstjórana
Ferðast á fyrsta farrými Torfæruhelgin Lok, lok og læs
TALIÐ er að tæplega sex milljónir manna hafi þurft að
flýja heimili sín í nokkrum löndum Suður-Asíu af völd-
um vatnavaxta undanfarnar vikur en fullyrt er að flóð
af völdum árstíðabundinna monsúnvinda og -rigninga
séu með mesta móti í ár. Hafa meira en 270 manns þeg-
ar látið lífið í Indlandi, Bangladesh, Nepal og Pakistan
af völdum flóðanna en ýmist er um það að ræða að fólk
drukkni, deyi úr sjúkdómum sem rekja má til nátt-
úruhamfaranna eða fái raflost þegar orkulínur lenda í
vatni.
Embættismenn í Indlandi segja að um 3,7 milljónir
manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín og er áætlað að
3.200 þorp í Assam-héraði í norðausturhluta landsins
séu undir vatni. „Þetta eru verstu flóðin í manna minn-
um en 22 sýslur af 24 í Assam eru undir vatni,“ sagði
Tarun Gogoi, ríkisstjóri Assams, í gær.
Á myndinni má sjá nokkra íbúa Bangladesh í Cap-
anigonj í Syhlet-héraði, 190 km norðaustur af höf-
uðborginni Dhaka. Tvær milljónir manna hafa þurft að
flýja heimili sín í Bangladesh af völdum vatnavaxtanna.
Mikil neyð vegna vatnavaxta í S-Asíu
AP
ÓVENJULEGAR sættir tókust milli
svissneskra hjóna og bílaleigunnar
Hertz á Íslandi eftir að bíll sem þau
leigðu af bílaleigunni varð fyrir tjóni
og álitamál hvort það hefði átt sér
stað á leigutímanum.
Skemmdir urðu á undirvagni bíls-
ins sem kostaði 46 þúsund krónur að
gera við og sátu Svisslendingarnir við
sinn keip og sögðu um réttlætismál að
ræða. Lögðu þau til að andvirði við-
gerðarinnar rynni til góðgerðarmála í
stað bílaleigunnar gegn því að Hertz
gæfi eftir kröfur sínar og varð það
niðurstaðan.
Kom í opna skjöldu
Arnar Jónsson, rekstrarstjóri bíla-
leigunnar Hertz, segir að hugmyndir
hjónanna hafi komið sér svo í opna
skjöldu að hann hafi ákveðið að slá til.
Hann útilokar ekki að þessi leið verði
farin oftar ef upp koma álitamál og
leigutakar vilja greiða til góðgerðar-
mála en ekki bílaleigunnar.
Myndin var tekin í gær þegar Er-
win og Katharina Riesen frá Sviss af-
hentu Rósu Guðbjartsdóttur, for-
svarskonu Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna, upphæðina, 46
þúsund krónur, sem annars hefði
kostað að gera við bílinn.
Óvenjulegar sættir tókust milli bíla-
leigunnar Hertz og svissneskra hjóna
Andvirðið til
góðgerðarmála
Morgunblaðið/Eggert
INNBROTUM í sum-
arbústaði hefur fækkað
undanfarin ár, en mun
færri innbrot upplýsast. Í
Árnessýslu, þar sem
flestir bústaðir eru, má
reikna með að eitt inn-
brot af hverjum tíu upp-
lýsist, og þá jafnvel fyrir
tilviljun. Hvað varðar
fækkun innbrotanna seg-
ir lögreglan í Borgarnesi
að hana megi rekja til bættra
samgangna og meiri viðveru í
bústöðunum. Þjófarnir séu oftast
í leit að verðmætum til að fjár-
magna fíkniefnaneyslu. Bústað-
ir, þar sem aðgengi sé gott, séu
sérstaklega í hættu, þar sem
þjófarnir þurfi lítið að hafa fyrir
því að komast inn.
Margir sumarhúsaeigendur
hafa brugðið á það ráð að læsa
bústöðum sínum tryggilega eða
jafnvel fá sér öryggiskerfi í sum-
arhús sín. Segir lögreglan að
reynslan sýni, að þjófarnir snúi
frekar annað en að böðlast á
rammlæstum hurðum og glugg-
um.
Það sem helst hamlar rann-
sókn innbrota í sumarbústaði er
sá tími, sem liðið getur frá því að
innbrot er framið þar til það
uppgötvast. Þá er ekki hægt að
leita vitna né ummerkja eftir
þjófana, ef óviss fjöldi daga eða
vikna er liðinn frá innbroti. Þau
mál sem upplýsast gera það oft í
tengslum við önnur mál, til dæm-
is þegar þýfi finnst í fórum þjófa.
Þar sem margir bústaðir eru
lánaðir út til fólks eða félaga
getur verið erfitt að henda
reiður á hvort um sé að ræða vel-
komna eða óvelkomna gesti í hí-
býlunum. Nefnir lögreglan að
dæmi séu þess, að þjófar hafi
haldið til svo vikum skipti í bú-
stöðum annarra, án þess að
nokkurn hafi grunað nokkuð
misjafnt.
Þjófar herja á
illa varða bústaði
Dæmi um að þjófar haldi til í sumar-
bústöðum svo vikum skipti
Morgunblaðið/Ómar
Fæst innbrot / 8
ÖKUTÆKI svissnesku ferðalang-
anna var ekki tryggt fyrir tjóni á
undirvagni og er þá tryggingatak-
inn bótaskyldur. Að sögn Arnars
Jónssonar hjá bílaleigu Hertz eru
um sjö af hverjum tíu leigutökum
með „góðar“ tryggingar. Hins veg-
ar séu undantekningar á trygging-
arskilmálum og fólk geti lent í því
að greiða háar fjárhæðir vegna
tjóns á bílaleigubílum.
Sem dæmi eru engin ökutæki
tryggð í akstri yfir ár, hvorki bíla-
leigu- né fjölskyldubílar. Þá virðist
akstur á malarvegum koma mörg-
um útlendingum í opna skjöldu.
Frávik í öllum
tryggingum
FORSETI Túrkmenistans,
Saparmurat Niyazov, hefur
skipað svo fyrir, að byggð skuli
íshöll í þessu
landi, sem er
að mestu leyti
eyðimörk.
„Við skulum
byggja höll úr
ís svo börnin
okkar geti un-
að sér þar við
skautahlaup,“
sagði Niyazov
á ríkisstjórn-
arfundi, sem sjónvarpað var
um allt landið.
Íshöllina, þessa síðustu hug-
dettu forsetans, á að reisa um
fimm kílómetra fyrir utan höf-
uðborgina Ashgabat og verður
hún tengd henni með togbraut-
arvögnum. Áður hefur hann
látið byggja risastór íþrótta-
mannvirki, garða og moskur.
Niyazov gaf ríkisstjórninni
10 mánuði til að koma höllinni
upp en þar eiga 1.000 manns að
geta skemmt sér á skautum
samtímis.
Á eyðilegum sléttum Túrk-
menistans getur sumarhitinn
farið í 50 gráður á Celsíus.
Íshöll rís
í eyði-
mörkinni
Ashgabat. AP.
Saparmurat
Niyazov
SAMTÖK íslamskra öfgamanna í
Írak hafa tekið af lífi búlgarskan
gísl, sem þau hafa haft í haldi. Sjón-
varpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gær-
kvöld myndband frá mannræningj-
unum þar sem þetta kemur fram.
Hótuðu mannræningjarnir því jafn-
framt að drepa annan Búlgara, sem
þeir halda í gíslingu, ef ekki yrði orð-
ið við kröfum þeirra innan sólar-
hrings.
Umrædd samtök lúta forystu
Jórdanans Abu Musab al-Zarqawi.
Þau hótuðu í síðustu viku að drepa
báða búlgörsku mennina ef Banda-
ríkjamenn slepptu ekki öllum Írök-
um, sem þeir hafa í haldi, fyrir sl.
laugardag. Fyrr í gær gagnrýndu
bandarísk stjórnvöld ráðamenn á
Filippseyjum fyrir að lýsa því yfir að
allir filippseyskir hermenn yrðu kall-
aðir frá Írak „hið fyrsta“ en hryðju-
verkamenn höfðu hótað að drepa
mann frá Filippseyjum, sem þeir
halda í gíslingu, ef hermennirnir yf-
irgæfu Írak ekki strax. Með ákvörð-
un þessari væri verið að senda
hryðjuverkamönnum röng skilaboð.
Blair hreinsaður af Butler?
Í dag verður gerð opinber í Bret-
landi úttekt Butlers lávarðar á því
hvernig bresk stjórnvöld fóru með
upplýsingar sem þau fengu frá
bresku leyniþjónustunni í aðdrag-
anda innrásarinnar í Írak. Í fréttum
sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 í
gærkvöldi var haft eftir „háttsettum
embættismanni sem séð hefur
skýrsluna“ að Tony Blair forsætis-
ráðherra yrði þar hreinsaður af
þeirri ásökun að hafa rangtúlkað
upplýsingar frá leyniþjónustunni í
því skyni að réttlæta þátttöku Breta
í innrásinni. Sama heimild sagði hins
vegar að Blair væri gagnrýndur í
skýrslunni fyrir hvernig hann stóð
að ákvörðunum í málinu.
Búlgarskur
gísl tekinn
af lífi í Írak
Bagdad, Washington. AFP, AP.
Kröfðust/13