Morgunblaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 6
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur hafnað umsóknum um innflutning á nokkrum tegundum dýra sem ekki hafa stigið fæti á ís- lenska grund, svo vitað sé. Um er að ræða lamadýr, strúta, íkorna, nagdýr og merði, auk þess sem hafnað var beiðni um að fá að flytja inn sæði frá Bandaríkjunum úr afrískum villiketti til að sæða íslenska húsketti. Guðni segist í samtali við Morgun- blaðið hafa hafnað umsóknunum af nokkrum ástæðum. Fyrir það fyrsta hafi neikvæðar umsagnir legið fyrir frá embætti yfirdýralæknis, dýra- sjúkdómanefnd, sérfræðinefnd um framandi lífverur og fleiri eftirlitsaðil- um. Hann hafi heldur ekki getað, samvisku sinnar vegna, heimilað inn- flutninginn með dýravernd að leiðar- ljósi og vernd fyrir dýrasjúkdómum. Hætta sé á að dýr eins og lamadýr og strútar geti borið hingað sjúkdóma. „Við verðum að fara mjög varlega í þessum efnum. Mestu áföll í íslensk- um landbúnaði á síðustu öld voru dýrasjúkdómar sem bárust til lands- ins. Það var því mín sannfæring að neita þessum umsóknum,“ segir Guðni Ágústsson. Lamadýrin átti að nota til trússferða um landið Islama – Íslenska lamadýrafélagið sendi inn umsókn fyrir rúmu ári um að fá að flytja inn til landsins lifandi lamadýr, Lama glama, frá Kanada en dýrin eiga uppruna sinn að rekja til Andesfjalla í S-Ameríku. Hugðist fé- lagið nota dýrin til svonefndra trúss- ferða vítt og breitt um landið. Umhverfisstofnun mælir ekki gegn innflutningi á lamadýrum, telur þau ekki geta haft skaðleg áhrif á náttúr- una en reka megi vistvæna ferða- mennsku án þeirra. Aðrir umsagnar- aðilar hafna þeim alfarið, m.a. vegna hættu á að þau geti sem klauf- og jórt- urdýr borið með sér dýrasjúkdóma. Bendir yfirdýralæknir í umsögn sinni á að nýlega hafi komið upp kúrariða í nautgrip í Kanada og þar í landi sé landlægur smitandi heilahrörnunar- sjúkdómur í hjartardýrum, sem sé í flokki riðusjúkdóma. Strútarnir þola ekki rok og rigningu Landbúnaðarráðuneytinu barst í september sl. umsókn frá Torfa Ás- kelssyni á Helgustöðum á Stokkseyri þar sem óskað var eftir heimild til að flytja til landsins 5–10 strútsegg frá Svíþjóð til klaks og ala strútana síðan upp í fjölskyldugarði með blönduðum dýrategundum. Guðni segir að í tveimur umsagnanna sé lagst gegn því af dýraverndunarástæðum að heimila innflutning. Veðurfar hér á landi henti illa fyrir strúta, bæði vegna vinda og vætu. Í umsögn emb- ættis yfirdýralæknis segir m.a. að Norðmenn og Svíar hafi slæma reynslu af strútaeldi. Upp hafi komið vandamál vegna húð- og öndunar- færasjúkdóma, strútarnir þoli ekki rok og rigningu þar sem þeir hafi enga fitu í fjöðrunum. Umhverfisstofnun leggst ekki gegn innflutningi strútseggjanna, að því til- skildu að þau beri ekki með sér sjúk- dóma, og telur strútana ekki hafa skaðleg áhrif á íslenska náttúru. Villiköttur í útrýmingarhættu Umsókn fyrir innflutningi á sæði úr afrískum villiketti, Leptailurus Ser- val, til sæðingar á íslenskum læðum barst ráðuneytinu í október sl. Allir umsagnaraðilar leggjast gegn inn- flutningnum. Embætti yfirdýralæknis segir þetta mál vera allsérstætt. Af dýra- verndunarsjónarmiðum telur emb- ættið ekki rétt að mæla með innflutn- ingnum þar sem framkvæma þurfi keisaraskurð á læðunum til að bjarga afkvæmunum. Sérfræðinefnd um framandi lífverur segir að vegna stærðarmunar umræddra kattarteg- unda þurfi að skoða málið gaumgæfi- lega út frá sjónarmiðum um dýra- vernd. Villikötturinn lifir uppruna- lega á gresjum Afríku og í umsögn Umhverfisstofnunar kemur m.a. fram að lengd búksins geti orðið allt að einn metri, rófan allt að 45 cm löng og hæðin allt að 62 cm. Vekur stofn- unin athygli á að afríski villikötturinn sé á alþjóðlegum lista tegunda villtra plantna og dýra sem eru í útrýming- arhættu. Vitað sé að kötturinn hafi lagst á alifugla og lifi einkum á hér- um, rottum, íkornum, skriðdýrum og fuglum. Óbætanlegt tjón af völdum íkorna Í byrjun þessa árs barst umsókn Íslenskrar tækni hf. til að flytja inn nokkrar tegundir íkorna, nagdýra og marða til sölu sem gæludýr. Embætti yfirdýralæknis telur að ekki sé tryggt að viðkomandi dýr geti ekki borið smitefni sem séu hættuleg íslenskum dýrum, ekki sé tryggt að umræddum dýrum verði ekki dreift eða þau dreifi sér út í íslenska náttúru og heldur sé ekki tryggt að þau nái út- breiðslu og valdi óbætanlegu tjóni í ís- lenskri náttúru og fyrir íslenskt dýra- líf. Sérfræðinefnd um framandi lífverur telur að umræddar dýrateg- undir geti þrifist og fjölgað sér við náttúrulegar aðstæður hér á landi og valdið óæskilegum áhrifum. Bent er á að nagdýrið Chinchilla lanigera sé á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Þá telur Umhverfisstofnun sig ekki geta mælt með innflutningi á marð- ardýrum, Mustela putoris furo, og byggir afstöðu sína á reynslu af sögu minksins á Íslandi. Umhverfisstofnun leggst hins vegar ekki gegn takmörk- uðum innflutningi á rauðum íkornum, Sciurus vulgaris, sem gæludýri, gegn því að þeim verði ekki dreift út í ís- lenska náttúru. Morgunblaðið/Ásdís Strútar hafa ekki fitu í fjöðrum sínum og stjórnvöld telja þá ekki geta þrif- ist í íslensku roki og rigningu. Strútfuglar eru eftirsóttir til matar. Kjötið er fitusnautt og margir telja það heilsufæði. Strúturinn er stærsti núlifandi fugl í heimi og getur orðið allt að 250 cm að hæð. Ráðherra hafnar innflutn- ingi lamadýra og strúta Landbúnaðarráð- herra bannar einnig innflutning á sæði úr afrískum villiketti FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MEIRIHLUTI barna og unglinga, eða um 69%, notar ekki hjálma þegar þau eru að nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól. Þetta eru niðurstöður úr könnun sem umferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Kjartan Benediktsson, lét framkvæma 9. og 12. júlí í Reykjavík. Könnunin var gerð víðs vegar um borgina og var úrtakið 107 börn og unglingar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu að unglingum þyki hallærislegt að nota hjálm þegar þau eru spurð hvers vegna þau séu hjálmlaus. Hjálmanotkun unglinga er orðin hverfandi „Við getum ekki horft þegjandi á þetta lengur, hjálmanotkun meðal unglinga hún er orðin hverf- andi,“ segir Valgeir Elíasson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en ætlunin er að gera könnun á höfuðborgarsvæðinu sem og að láta at- huga ástandið um allt land. „Þetta er kannski eitthvað sem við höfum sofnað á verðinum með, vegna þess að við héldum að þetta væri komið í góðan gang, en nú ætlum við að taka þetta aftur upp og blása aðeins í lúð- urinn og vekja athygli á að forvarnirnar byrji heima,“ segir Valgeir. Hann segir að hjálmanotkun eigi að vera jafnsjálfsagður öryggisbúnaður og bílbelti og bíl- stólar því höfuðhögg geti verið lífshættuleg ef óhapp eigi sér stað. Nauðsynlegt sé að brýna fyrir börnum að nota hjálma enda séu lög í gildi sem kveða á um hjálmanotkun barna undir 15 ára aldri. Ábyrgðin sé þó hjá foreldrum sem eigi að fræða börnin um nauð- syn þess að nota hjálma í umferðinni. Kristján Snær Þórsson, 15 ára, féll af reiðhjóli í fyrra og slasaðist mikið á höfði. Hann var ekki með hjálm en er á batavegi og fer í síðustu lýtaaðgerðina í haust. Hvatt til hjálmanotkunar Aðeins eitt af hverjum þremur börnum notar hjálm BÍLL fannst á hvolfi á gamla veg- inum á leið upp í Hvanneyrarskál í Siglufirði í gærmorgun. Áætlar lög- regla að bíllinn hafi oltið í fyrrinótt eða snemma í gærmorgun, en ekki er vitað hverjir voru á ferð í bílnum, eða hvort slys urðu á fólki við velt- una. Að sögn lögreglu á Siglufirði er málið í rannsókn, en enginn hefur verið yfirheyrður vegna þess. Bíll- inn hafði verið skilinn eftir á verk- stæði neðar í bænum, og virðast bíl- lyklar hafa verið í honum þegar hann var keyrður af verkstæðinu og upp í fjall. Þar sem bílveltan varð er ný- uppbyggður vegur, sem byggja þurfti vegna nýrra snjóflóðavarn- argarða á Siglufirði. Að sögn lög- reglu virðist bíllinn hafi farið fram af nýja veginum og niður á þann gamla, og oltið síðan. Fallið þar á milli er þrír til fjórir metrar. Bíll fannst á hvolfi á Skálarvegi í Siglufirði Bíllinn er þó nokkuð skemmdur eftir veltuna en óljóst er hver ók honum. LANDHELGISGÆSLA Íslands fór í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörð- um í gær. Lágþoka var töluverð svo ískönnunin fór mest megnis fram á ratsjá. Að sögn Thorbens Lund yf- irstýrimanns er ísflug farið reglu- lega og enn oftar þegar ísinn er ná- lægt landi. Hann segir að það hafi komið á óvart hvað það var mikið af stökum, risastórum ísflekum á reki. Þór Jakobsson veðurfræðingur segist ekki hafa orðið var við neinar óvenjulegar niðurstöður úr ískönn- uninni og að hugsanlega sé einhver hrina fyrst það eru svona margir stakir ísflekar. „Venjulega minnkar ísinn mikið í júní og heldur áfram að minnka í júlí,“ segir Þór. Margir stakir ís- flekar sáust í ískönn- unarflugi NOKKRIR minniháttar jarðskjálft- ar hafa mælst síðustu tvo sólar- hringa skammt austan við Grinda- vík. Samkvæmt því sem Veður- stofan segir hefur enginn þeirra verið stærri en tveir á Richter- kvarðanum og menn hafa því vænt- anlega lítið sem ekkert fundið fyrir þeim. Veðurstofan fylgist grannt með svæðinu og segir að skjálft- arnir séu hluti af eðlilegri hreyfingu jarðskorpunnar. Minniháttar skjálftahrina VSÓ RÁÐGJÖF ehf. hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur en fyrirtækið var í apríl dæmt til að greiða Umhverf- isrannsóknum ehf. rúmlega eina milljón króna í vinnulaunamáli. Forsaga málsins er sú að Ragn- hildur Sigurðardóttir hjá Um- hverfisrannsóknum stefndi VSÓ vegna vangoldinna launa í tengslum við rannsóknir á svæði Norðlingaölduveitu. Héraðsdómur dæmdi Ragnhildi í vil og hún var jafnframt sýknuð af kröfum gagn- stefnanda VSÓ. Að sögn Erlu S. Árnadóttur, lög- fræðings VSÓ, telja þau að þetta sé ekki réttur dómur og vilja reyna að fá honum hnekkt. Í því sam- bandi bendir hún m.a. á matsskjöl sem lögð voru fram en var hafnað. VSÓ áfrýjar dómi héraðs- dóms ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.