Morgunblaðið - 14.07.2004, Side 7

Morgunblaðið - 14.07.2004, Side 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 7 www.toyota.is Avensis. Sóllúga að verðmæti 110.000 kr. fylgir með aukalega Allt þetta og himininn líka með nýjum Avensis ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 88 4 0 7/ 20 04 Avensis einkennist af kraftmiklu og rennilegu útliti þar sem þægindi og öryggi eru í öndvegi. Fáir bílar í þessum flokki geta státað af eins ríkulegum staðalbúnaði. Avensis hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, m.a. 5 stjörnur og bestu útkomu frá upphafi á öryggisprófi NCAP. Það segir sína sögu. Nú fylgir sóllúga að verðmæti 110.000 kr. án aukakostnaðar. Hringdu í síma 5705070, komdu á Nýbýlaveginn, eða til umboðsmanna um land allt, í reynsluakstur. „Innlit útlit hvað?” LÝSING hf. fjármögnun styrkti Fjölskylduhjálp Íslands með pen- ingagjöf fyrir stuttu og var upp- hæðinni allri varið til kaupa á heil- um frosnum kjúklingum hjá Ísfugli. Í framhaldi af þessum viðskiptum Fjölskylduhjálpar Íslands við Ísfugl ákvað Helga Hólm, framkvæmda- stjóri hjá Ísfugli, að styrkja starf Fjölskylduhjálpar Íslands með því að gefa 100 kíló af kjúklingum sem afhentir verða í lok ágúst nk. Á mynd- inni má sjá bílstjóra hjá Ísfugli afhenda Fjölskylduhjálp Íslands kjúk- linga. Morgunblaðið/Eggert Gefa 100 kíló af kjúklingum UNNIÐ er að nýbyggingu 11,7 km. vegarkafla frá Breiðuvík að Bangastöðum á Tjörnesi og að því loknu verður kominn vegur með bundnu slitlagi frá Húsavík austur í Öxarfjörð. Verktaki við framkvæmdirnar er Árni Helgason á Ólafsfirði og áætluð verklok í september á þessu ári. Morgunblaðið/Hafþór Vegagerð í fullum gangi á Tjörnesi Húsavík. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.