Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 13 ÆÐSTI dómstóll Evrópusam- bandsins úrskurðaði í gær, að sú ákvörðun ráðherraráðsins í nóv- ember sl. að hafast ekkert að þótt Þjóðverjar og Frakkar hefðu brot- ið gegn stöðugleikasáttmálanum hefði verið röng. Hann komst hins vegar einnig að þeirri niðurstöðu, að einstakar ríkisstjórnir á evru- svæðinu þyrftu ekki að fylgja fyr- irmælum framkvæmdastjórnarinn- ar þegar að því kæmi að draga úr fjárlagahalla. Fjármálaráðherrar margra ESB-ríkja hafa fagnað úrskurði Evrópudómstólsins. Hans Eichel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði í gær, að með honum væri ljóst, að það væri á hendi fjár- málaráðherra einstakra ríkja að ákveða með hvaða hætti dregið væri úr fjárlagahalla og tryggja þá um leið, að tekið væri tillit til allra þátta efnahags- og fjármálastefn- unnar. Samkvæmt stöðugleikasáttmál- anum má fjárlagahalli einstakra evruríkja ekki vera umfram 3% af vergri þjóðarframleiðslu og varðar það þungum fjársektum að fara í bága við það. Þjóðverjar og Frakkar hafa þó gert það ítrekað en á fundi ráðherraráðs ESB í nóvember var samt ákveðið að gera ekkert í málinu. Olli það gremju í framkvæmdastjórninni, sem ákvað að skjóta málinu til Evrópudómstólsins. Fyrirmæli um meiri samvinnu Í dómnum segir, að ráðherra- ráðið geti ekki skotið sér undan eigin reglum og því ógilti dómstóll- inn ákvörðun þess á fundinum. Þar með er ekki sagt, að Þjóðverjar og Frakkar eigi von á þungum sekt- um vegna þess, að hann sagði einnig, að ráðherraráðið hefði mik- ið athafnafrelsi á þessum vettvangi og gæti því lagað fyrirmæli fram- kvæmdastjórnarinnar að efnahags- legum raunveruleika í einstökum ríkjum. Eichel sagði, að með dómnum væri í raun verið að segja, að framkvæmdastjórnin og ráðherra- ráðið ættu að vinna betur saman þegar að því kæmi að framfylgja stöðugleikasáttmálanum og frétta- skýrendur eru því sammála. Í hnotskurn er dómurinn þessi: Ráðherraráðið getur ekki athuga- semdalaust vikið eigin reglum til hliðar og það á að vinna að stöð- ugleika í samvinnu við fram- kvæmdastjórnina og fjármálaráð- herra einstakra evruríkja. Ráðherraráði Evrópusam- bandsins veitt ofanígjöf Berlín. AFP. MÓTMÆLENDUM í Manila á Filippseyjum var haldið í skefjum með öflugum vatns- byssum í gær, er þeir kröfðust þess að filipps- eysk stjórnvöld kölluðu heim herlið sitt frá Írak til þess að bjarga lífi filippseyska bíl- stjórans Angelos dela Cruz, sem mannræn- ingjar í Írak hafa á valdi sínu. Viðbrögð stjórnvalda við kröfu mannræn- ingjanna um að filippseysk herdeild yrði á brott frá Írak hafa verið tvíbent. Aðstoðarutanríkisráðherra Filippseyja sagði á arabísku sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær, að filippseysku hermennirnir í Írak yrðu kall- aðir heim „hið fyrsta“, en gaf ekki nánari upplýsingar um hvenær það myndi verða. Mannræningjarnir hafa gefið frest til 20. júlí, en upphaflega hafði verið áætlað að fil- ippseyska herdeildin í Írak yrði þaðan á brott mánuði síðar. Segjast ræningjarnir munu hálshöggva Cruz, sem er átta barna faðir, verði filippseysk stjórnvöld ekki við kröfum þeirra.Reuters Kröfðust brotthvarfs frá Írak STJÓRNVÖLD í Zimbabwe hafa tekið í notkun nýja gerð „sjúkrabíla“, það er að segja uxakerrur. And- stæðingar Roberts Mugabes forseta segja, að með stjórnarháttum sínum sé hann að færa landið aftur á steinöld. Uxakerrurnar, sem eru níu, á að nota í sveitunum umhverfis höfuð- borgina, Harare, og sagði David Parirenyatwa, heilbrigðisráðherra Zimbabwe, að þær ættu eftir að bjarga mörgum mannslífum. Skor- aði hann á þá, sem bæru ábyrgð á þeim, að fara vel með þá og misnota þá ekki. Mugabe hefur beitt sér gegn hvít- um bændum í landinu, gert jarðir þeirra upptækar, og efnahagslífið er rústir einar. Verðbólgan er meira en 400%, atvinnuleysið um 70% og er- lendur gjaldeyrir varla til. Í viðtali við suður-afrískt dagblað sagði einn starfsmaður heilsugæslunnar, að á mörgum ríkissjúkrahúsum væri verkjalyfið Panadol eina læknismeð- alið. Uxakerrur í stað sjúkrabíla Robert Mugabe FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins ætlar að höfða mál á hendur sænska ríkinu vegna þeirr- ar stefnu að einungis ríkið megi selja áfengi í Svíþjóð. Framkvæmdastjórnin segir að einkasala ríkisins á áfengi brjóti í bága við lögmálið um frjálst flæði vöru á milli landa Evrópusambands- ins. Sænsk stjórnvöld segja hins veg- ar að hún sé nauðsynleg til að vernda heilsu almennings, koma í veg fyrir að lög um áfengiskaupaaldur séu brotin og til að öruggt sé að skattar á áfengi skili sér til ríkisins. Sænska stjórnin og framkvæmda- stjórnin hafa deilt um þetta í langan tíma án þess að nokkur lausn sé í sjónmáli. Hefur framkvæmdastjórn- in því ákveðið að láta Evrópudóm- stólinn skera úr um málið. Í mál vegna einkasölu ríkisins á áfengi Stokkhólmi. AFP. BANDARÍKJAMENN sem greiða atkvæði í forsetakosningunum í haust munu annaðhvort kjósa George W. Bush og Dick Cheney eða John F. Kerry og John Edwards en allir eru þeir milljónamæringar í dollurum talið. Enn er þó hugs- anlegt að Ralph Nader láti verða af því að bjóða sig fram en hann hefur haft milljónatekjur af bókum sínum og fyrirlestrum. Tekjuhæst voru þau Dick og Lynne Cheney ef miðað er við upp- gefnar tekjur árið 2003. Brúttó- tekjur þeirra voru 1,3 milljónir doll- ara eða nær 95 milljónir ísl. króna. Til samanburðar má geta þess að meðalárstekjur bandarískra heimila voru sama ár 42.400 dollarar eða tæpar þrjár milljónir króna. Aðeins 2% bandarískra heimila voru með árstekjur yfir 200.000 dollara. Erfitt er að meta eignir Cheney-hjónanna en þær gætu verið frá 17 milljónum dollara upp í 85 milljónir. Bush og eiginkona hans, Laura Bush, voru með ívið lægri tekjur eða 822 þúsund dollara. Eignir þeirra gætu verið allt að 14 milljónir doll- ara. John Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, töldu fram hvort í sínu lagi, tekjur John Kerrys voru tæpir 400 þúsund dollarar og hann á nokkra hlutabréfasjóði sem gætu verið alls nokkurra milljóna dollara virði. Tekjur eiginkonunnar voru a.m.k. fimm milljónir dollara en Heinz Kerry erfði um 500 milljónir dollara eftir fyrri eiginmann sinn sem átti hlut í stórfyrirtækinu Heinz. John Edwards er af fremur fá- tæku millistéttarfólki kominn en efnaðist mjög af starfi sínu sem lög- fræðingur. Hann og eiginkona hans, Elizabeth Edwards, hafa gefið út yf- irlýsingu um eignir og tekjur 2003 eins og forsetaframbjóðendum er skylt. Virðast eignirnar vera a.m.k. 19 milljónir dollara og tekjurnar minnst 680.000 dollarar. Þótt umræddar tölur gefi ekki alltaf nákvæma mynd af efnahag frambjóðendanna er ljóst að allir eru þeir milljónamæringar í dollurum en dollari samsvarar um 72 ísl. krónum. Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Aðeins milljóna- mæringar í boði Washington. AP. George W. Bush John Kerry YFIRVÖLD í Perú hafa sett flug- bann á stærsta flugfélag landsins, Aero Continente, þar sem trygging- ar þess þraut og ekki var búið að finna tryggingafélag sem vildi tryggja félagið. Bandaríkjamenn settu félagið á svartan lista hjá sér í júní vegna meintra samskipta við fíkniefna- smyglara. Aero Continente hefur staðfastlega mótmælt ásökununum en tryggingafélög kippa að sér hendi um leið og fyrirtæki eru sett á svart- an lista. Félagið hefur um 60-70% markaðshlutdeild í innanlandsflugi. Ferðamannatíminn í Perú er nú í hámarki og leikir í Suður-Ameríku- bikarnum í knattspyrnu fara fram víða um landið. Tryggingar félagsins runnu út á laugardag og ríkisstjórn- in féllst á að brúa bilið þar til búið væri að tryggja það á ný. Á mánudag sögðu samgönguyfirvöld hins vegar að ekkert tryggingafélag vildi taka félagið upp á sína arma og því þyrfti að stöðva starfsemina ótímabundið. Stærsta flug- félag Perú kyrrsett Lima. AP. ♦♦♦ ♦♦♦ Heimsferðir bjóða næsta vetur einstakt tækifæri á skíði til eins vinsælasta skíðabæjar í Austurrísku ölpunum, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg, en þaðan er aðeins um klukkustundar akstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er afbragðs aðstaða fyrir alla skíðamenn. 56 lyftur eru á svæðinu og hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins, og snjóbretti og gönguskíði er þar ekki utanskilin. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í bænum sem og í næstu bæjum. Sjá nánar á www.heimsferdir.is Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Skíðaveisla Heimsferða í Austurríki frá kr. 29.990 Beint flug til Salzburg · 29. jan. 19. feb. · 5. feb. 26. feb. · 12. feb. Verð frá kr. 29.990 Flugsæti til Salzburg, 29.janúar, fyrstu 30 sætin. Netverð. Verð frá kr. 59.990 Flug og hótel án nafns, Zell am See/Schuttdorf, með morgunverði. Netverð. 29.janúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.