Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 15
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 15 ...fyrir konur, karla og börn Lynghálsi 4 (gegnt MR-búðinni) 110 Rvk. • S: 567 3300• Fax: 567 3309 info@hestarogmenn.is • www.hestarogmenn.is Keppnis- fatnaður Hvítar keppnisbuxur Verð frá 4.900 TILBO‹ Svört reiðstígvél Verð frá 3.900 TILBO‹ TILBO‹Svartir keppnisjakkar Verð frá 6.900 LANDIÐ Suðureyri | Félagsskapurinn Mansavinir hélt áttundu Sæluhelg- ina hátíðlega á Suðureyri um helgina, en Sæluhelgin varð til ut- an um marhnútaveiðikeppni ung- menna í bænum, sem þekkist sem Mansakeppnin, en hún hefur staðið í sautján ár. Sæluhelgin hefur tekið miklum breytingum frá upphaflegri mynd sinni og er nú orðin að nokkurs konar uppskeruhátíð Súgfirðinga nær og fjær. Þar er meðal annars keppt í kleinu- og harðfiskgerð, sleggjukasti, róðri og söng og veita fyrirtæki í bænum vegleg verðlaun fyrir góða frammistöðu í hinum ýmsu keppnisgreinum. Þá eru einnig veittar viðurkenningar fyrir fallega garða og snyrtilegar eignir. Á hátíðinni voru haldnir tón- leikar með hljómsveitinni Appóló frá Ísafirði í Þurrkveri, gamalli fiskverkun sem reist var árið 1915, en húsið hefur fengið nýtt hlutverk sem nokkurs konar menningar- og skemmtihús bæjarbúa. Þá var haldinn dansleikur með sveitinni Bikkebane í félagsheimili Suður- eyrar, en sæluhelgarballið er löngu orðið einn helsti viðburður sumars- ins á norðanverðum Vestfjörðum. Þjappar fólkinu saman Að sögn Ævars Einarssonar, for- manns Mansavina, mátti áætla að um fimm til sex hundruð manns hafi verið á svæðinu á sunnudag- inn, sem er tæp tvöföldun bæj- arbúa. „Við leggjum mest upp úr því að gera eitthvað fyrir börnin á þessum dögum, það er sand- kastalakeppni, kassabílarallí og fjallganga fyrir þau smæstu,“ segir Ævar og bætir við að hátíðin þjappi Súgfirðingum saman. „Þetta gerir okkur öll að einni fjöl- skyldu.“ Hátíðinni var að lokum slitið með hefðbundnum elddansi, þar sem menn stóðu á hafnargarðinum með sautján neyðarblys á meðan sæluhelgarlagið 2004, „Sólin send- ir yl“, var flutt. Ljósmynd/Páll Önundarson Sautján blysum var haldið á lofti til að fagna sautjándu Mansakeppninni. Uppskeruhátíð Súgfirðinga HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Seltjarnarnes | Vinna við niðurrif Ísbjarnarins á Seltjarnarnesi er nú í fullum gangi og hefur þegar gengið nokkuð á húsið. Stefnt er að því að byggingin verði að fullu rifin, flokk- uð og fjarlægð á næstu fjórum til sex vikum. Að sögn Jónmundar Guðmars- sonar, bæjarstjóra Seltjarnarness, er mikilvægt að vel sé staðið að förgun byggingarefna þessa gamla húss. „Þetta er allt flokkað eftir kúnstarinnar reglum,“ segir Jón- mundur. „Ástæðan fyrir því að rifið tekur svona langan tíma er fyrst og fremst flokkunin. Það tekur í raun mjög stuttan tíma að fella Ísbjörn- inn, þótt húsið sé mikið að burðum, en meiri tíma tekur að flokka efnin og ganga svo frá að þeim sé öllum komið fyrir og fargað samkvæmt lögum og reglum.“ Jónmundur segir Ísbjörninn vissulega hafa ríka skírskotun í sögu Seltirninga, enda sé um að ræða sögufrægt hús sem tengist at- vinnustarfsemi á Seltjarnarnesi frá fornu fari. Lengi hefur þó staðið til að endurskipuleggja svæðið sem það stóð á, en bærinn keypti húsið fyrir mörgum árum og hefur leigt það út til ýmissa aðila á meðan verið var að ákveða framtíðarskipulag svæðisins. „Húsið var komið að nið- urlotum, enda stóð ekki til að það yrði nýtt til framtíðar, heldur dróst einfaldlega að skipulag svæðisins kæmist á rekspöl,“ segir Jónmund- ur. „Nú hyllir undir það og virðast Seltirningar nokkuð sammála um að framkvæmdir séu orðnar tímabær- ar. Samkvæmt ákvörðun bæj- arstjórnar stendur til að vinna nýtt deiluskipulag fyrir svæðið sem gerir ráð fyrir að á Hrólfsskálamel, þar sem Ísbjörninn stóð, komi annars vegar blönduð byggð íbúða og þjón- ustu og hins vegar keppnisvöllur með gervigrasi. Í fyrirhuguðu skipulagi sem nú er á vinnslustigi er gert ráð fyrir að gervigrasvöllurinn verði þar sem Ísbjörninn stóð. Jón- mundur segir landið afar verðmætt. „Þetta land er talið með verðmætari byggingarsvæðum höfuðborg- arsvæðisins og það er mikill áhugi meðal Seltirninga á því að þarna verði skipulagt og framkvæmt,“ segir Jónmundur og bætir við að góð sátt sé um það að kveðja Ís- björninn, enda tími hússins liðinn. Á dögunum buðu Bubbi Mort- hens og Tolli bróðir hans Seltirn- ingum í heimsókn í vinnustofu Tolla í Ísbirninum í tilefni af framkvæmd- unum, þar sem Bubbi kvaddi húsið með viðeigandi hætti þegar hann söng Ísbjarnarblúsinn sem meðal annars hefur gert nafn hússins og starfsemi samnefnds fyrirtækis ódauðleg. Ísbjörninn víkur fyrir blandaðri byggð og fótboltavelli Morgunblaðið/Þorkell Nokkuð hefur gengið á hið sögufræga hús, en gert er ráð fyrir að niðurrifinu verði lokið innan sex vikna. Ódauðleg bygging kvödd Reykjavík | Reykjavíkurborg hefur gert samning við sálfræðiþjónustuna Þel um handleiðslu og fræðslu vegna stofnunar þjón- ustumiðstöðva. Þetta kemur fram á fréttavef Reykja- víkurborgar. Samkvæmt samningnum mun fagfólki frá Fé- lagsþjónustunni, Fræðslumiðstöð, Leikskólum Reykjavíkur, Miðgarði og Vest- urgarði standa til boða fræðsla um þverfaglegt starf og leiðir til að byggja upp þjónustu í nýju lands- lagi, en áætlað er að þjónustu- miðstöðvarnar verði opnaðar á næsta ári. Á annað hundrað sérfræðingum þessara stofnana verður boðin þátt- taka á fræðslufundum sem hefjast haustið 2004 og verða reglubundið fram til ársloka 2005. Fleiri fræðsluáætlanir eru í und- irbúningi vegna stofnunar þjónustu- miðstöðva, en öllum borgarstarfs- mönnum sem veita upplýsingar í síma, m.a. í tengslum við stofnun símavers, verður boðin fræðsla á því sviði. Þá verður stjórnendum þjónustu- miðstöðva, ráðgjöfum ÍTR og öðrum sem sinna hverfastarfi boðin þátt- taka á námskeiðum sem hafa það að markmiði að efla grasrótarstarf í hverfunum í samstarfi við íbúa og frjáls félagasamtök. Fræðsla vegna þjón- ustumiðstöðva AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.