Morgunblaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN
20 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNARSKRÁIN er æðsta
lagaheimild í stjórnskipun Íslands.
Fyrirmæli í stjórnarskrá ganga
því framar öðrum lægra settum
fyrirmælum í lögum. Öll lög, og
reglur sem af þeim verða leiddar,
verða því að vera í samræmi við
stjórnarskrána svo
þau séu gild.
26. gr. stjórn-
arskrárinnar segir að
þegar forseti synjar
um staðfestingu frum-
varps frá Alþingi
skuli setja frumvarpið
undir atkvæði allra
kosningabærra manna
til samþykktar eða
synjunar. Hér er um
að ræða fortakslaus
fyrirmæli. Þarna er
beinlínis boðið, með
skýrum og ótvíræðum
hætti, að frumvarpið
skuli lagt undir þjóðaratkvæði.
Af þessari fortakslausu boðreglu
leiðir að þegar sú staða kemur
upp, að forseti synjar staðfestingu
beri fyrirvaralaust að fara að fyr-
irmælunum og því óheimilt og
ólögmætt að sniðganga regluna.
Fræðimenn eru sammála um að ef
ekki er efnt til þjóðaratkvæða-
greiðslu sem stjórnarskrá mælir
fyrir um séu lög ekki sett með
réttum stjórnskipulegum hætti og
lögin því ógild.
Þegar til staðar er boðregla í
æðstu réttarheimild lýðveldisins,
verður að fara eftir henni, nema
að til sé jafnrétthá réttarheimild í
stjórnarskránni sjálfri, sem bein-
línis veitir heimild til að snúið sé
frá því ferli sem boðið er í 26.
grein. Ekkert slíkt ákvæði er í
stjórnarskránni, hvorki í 26. grein-
inni sjálfri né öðrum ákvæðum
hennar. Slíkt ákvæði er t.d. í
dönsku stjórnarskránni þar sem
þinginu er beinlínis heimilað að
afturkalla samþykkt frumvarp ef
tiltekinn lögmæltur hluti þing-
manna hefur áður óskað eftir því
að það verði lagt undir þjóð-
aratkvæði. Þá verður ekki af þjóð-
aratkvæðagreiðslunni.
Við framlagningu frumvarps til
ógildingar á l. 48/2004, er vísað til
þess að alþingismenn geti lagt
fram frumvörp fyrir þingið um
hvað sem er og hvenær sem er og
þ.a.l. geti meirihluti Alþingis sett
hið nýja frumvarp fram með þeim
afleiðingum að skylda að efna til
þjóðaratkvæðis um frumvarp til l.
48/2004 falli niður. Væntanlega er
þarna byggt á hinu almenna
ákvæði 2. gr. stjórnarskrárinnar,
svo og 38. gr. stjórnarskrárinnar.
Það er hins vegar ekkert í þessum
greinum sem heimilar
Alþingi að stöðva það
ferli sem 26. gr. kveð-
ur á um, þegar það er
farið í gang.
Mér finnst fráleitt
að túlka inntak 2. gr.
og 38. gr. stjórn-
arskrárinnar, um al-
mennt löggjaf-
arhlutverk Alþingis,
með þeim hætti að
þau ákvæði ryðji burt
efnisákvæði 26. gr. og
þeim réttaráhrifum
sem þeirri grein er
ætlað að hafa; að
meirihluti Alþingis geti, með því
einu að samþykkja nýtt en breytt
frumvarp um sama efni, upphafið
þær réttarverkanir sem 26. gr.
mælir beinlínis fyrir um með skýr-
um og ótvíræðum hætti.
Það verður að hafa hér í huga
að Alþingi og forseti fara saman
með löggjafarvaldið skv. 2. gr.
stjórnarskrárinnar. Þetta þýðir að
lagasetningarferlið tekur enda
þegar forseti staðfestir lögin, ef
frá er talin sú aðstaða sem 26. gr.
mælir fyrir um. Mér sýnist að
fræðimenn greini ekki á um þetta
ferli. Ólafur Jóhannesson segir að
lagasetningunni ljúki með staðfest-
ingu forsetans. Þegar laga-
frumvarp sé endanlega samþykkt
af Alþingi sé það þar með komið
úr höndum þingsins og verði ekki
afturkallað af því. Það fari þá til
hins löggjafaraðilans, forsetans.
Lagasetningarferlinu lýkur sam-
kvæmt þessu með staðfestingu for-
seta eða, ef forseti nýtir sér mál-
skotsrétt sinn, þegar þjóðin tekur
afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu
um samþykki eða synjun frum-
varpsins. Þjóðin kemur þá í stað
forsetans sem hinn löggjafarað-
ilinn, að mati Ólafs. Hann segir
ennfremur að í slíku tilviki sé um
að ræða beina þátttöku kjósenda í
löggjafarstarfinu og við þær að-
stæður, þegar forseti synjar, verði
lögin að ganga í gegnum hreins-
unareld og fari þá um gildi lag-
anna eftir vilja meirihluta kjós-
enda.
Það verður líka hafa í huga að
það er ekki hægt að ógilda lög
sem ekki hafa öðlast frambúð-
argildi. Þótt lög 48/2004 hafi
bráðabirgðagildi, þá á enn eftir að
leita eftir því hvort þau fái fram-
búðargildi hjá hinum löggjaf-
arvaldshafanum, í þessu tilviki,
þjóðinni. Það er enda fullkomlega
óeðlilegt að Alþingi, annar hand-
hafi löggjafarvaldsins, sem lokið
hefur sínum þætti, grípi hinn í
staðfestingarferlið, þegar hinn
handhafi löggjafarvaldsins hefur
málið til meðferðar. Með hliðsjón
af Ólafi Jóhannessyni má Alþingi
ekki aðhafast neitt í málinu fyrr
en eftir endalega samþykkt frum-
varpsins, þar til staðfestingarferl-
inu er lokið. Þá getur Alþingi aftur
tekið til við að leggja fram frum-
varp um sama efni.
Vekja ber athygli á því að hinu
nýja frumvarpi er bersýnilega ætl-
að að hafa stjórnskipuleg áhrif,
þ.e. að nema úr gildi stjórn-
arskrárbundin fyrirmæli. Það get-
ur hins vegar ekki gengið upp að
almennt lagafrumvarp eða almenn
lög geti haft þau áhrif að fortaks-
laus fyrirmæli stjórnarskrárinnar
verði að engu höfð.
Eins og 26. gr. er úr garði gerð
veitir hún öllum kosningabærum
mönnum skýran og ótvíræðan rétt
til þess að tjá sig um lögfestingu
laga 48/2004 í þjóðaratkvæða-
greiðslu og ég get ekki séð neina
stjórnskipulega heimild til þess að
almenni löggjafinn geti, úr því sem
komið er, tekið þann rétt af þjóð-
inni. Til þess þarf einfaldlega
stjórnarskrárbreytingu.
Bein fyrirmæli stjórnar-
skrárinnar skulu ráða
Hróbjartur Jónatansson fjallar
um fjölmiðlafrumvarpið ’Vekja ber athygli á þvíað hinu nýja frumvarpi
er bersýnilega ætlað að
hafa stjórnskipuleg
áhrif, þ.e. að nema úr
gildi stjórnarskrár-
bundin fyrirmæli.‘
Hróbjartur
Jónatansson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
SÁ MIKILSVIRTI lögmaður
Ragnar Aðalsteinsson, fyrrum for-
maður Lögmannafélagsins, fer
mikinn í fjölmiðlum þessa dagana.
Hann fullyrðir að Davíð Oddsson
forsætisráðherra geri þeim lög-
fræðingum ljóst sem haldi fram
annarri skoðun en hann sjálfur, að
þeir eigi enga framavon hvorki hjá
stjórnarráðinu né innan háskóla-
samfélagsins og lögmenn sem and-
æfi sjónarmiðum hans fái engin
verkefni hjá ríkinu.
Þetta eru mjög þungar sakir
sem lögmaðurinn ber á forsætis-
ráðherra sem þjóðin á rétt á að vita
hvort eiga við rök að styðjast. Ætla
mætti þegar það er haft í huga að
lögmaðurinn leggur starfsheiður
sinn að veði að hann geti sannað
mál sitt. Geti hann það hins vegar
ekki er um dylgjur að ræða og lög-
maðurinn orðið sjálfum sér og
stétt sinni til minnkunar.
Hér með er skorað á Ragnar
Aðalsteinsson að færa fram sann-
anir fyrir því að nafngreindir ein-
staklingar hafi fengið slíkar hótan-
ir frá forsætisráðherra. Verði hann
ekki við áskorun þessari, skoðast
ummælin sem ómerkilegar dylgj-
ur sem honum ber opinberlega að
draga til baka og biðjast afsökunar
á.
Lögmaður eða
kjaftakerling?
Höfundur er hæstarétt-
arlögmaður.
Sveinn Andri Sveinsson
RÍKISSTJÓRNIN reynir nú
að mistúlka 26. grein stjórnar-
skrárinnar sem ótvírætt heimilar
forseta Íslands að synja lögum
og skjóta þeim til þjóðarinnar og
að efnt skuli til þjóðaratkvæða-
greiðslu eins fljótt og kostur er.
Ráðherrar hafa gengið svo langt
að segja að þeir sem fjölluðu um
stjórnarskrána í aðdraganda lýð-
veldisstofnunar hafi ekki unnið
sitt verk samviskusamlega, að
þingmenn hafi ekki gefið sér
tíma til þess að fjalla um stjórn-
arskrána og hafi verið að flýta
sér á Þingvöll og ekki athugað
sinn gang.
Þetta eru fáránlegar fullyrð-
ingar því miklar umræður fóru
fram um stjórnarskrána í að-
draganda lýðveldisstofnunarinn-
ar. Á Alþingi 1943 var kosin
milliþinganefnd um stjórnar-
skrána og á þinginu 1944 var
kosin stjórnarskrárnefnd. Hana
skipuðu forystumenn allra
stjórnmálaflokka sem þá áttu
sæti á Alþingi. Í nefndinni voru
m.a. Hermann Jónasson, Ólafur
Thors, Stefán Jóhann Stefánsson
og Einar Olgeirsson en Eysteinn
Jónsson var formaður nefndar-
innar.
Halda menn að þessir forystu-
menn flokkanna hafi ekki gert
sér grein fyrir því hver væri til-
gangurinn með ákvæðum 26.
greinarinnar hafi verið? Það kom
skýrt fram í umræðum á Alþingi
í aðdraganda lýðveldisstofnunar-
innar að forsetinn hefði mál-
skotsréttinn.
Eins og áður segir hafa ráð-
herrar reynt að gera störf þeirra
sem fjölluðu um stjórnarskrána
tortryggileg og jafnvel gengið
svo langt að telja störf þeirra
„óviðunandi“ eins og Halldór Ás-
grímsson, formaður Framsókn-
arflokksins, segir í vitali nýlega.
Halldór er þá væntanlega að
dæma störf m.a. Eysteins Jóns-
sonar, f.v. ráðherra og formanns
Framsóknarflokksins, en hann
var eins og fyrr segir formaður
stjórnarskrárnefndar. Ekki er ég
viss um að allir taki undir þessa
fullyrðingu Halldórs og hlýtur
hún að vera sögð í hita leiksins.
Nú er mál að linni og kominn
tími til að fjölmiðlalögin fái þá af-
greiðslu sem lögð var til á Al-
þingi 1944 og samþykkt var af
þjóðinni.
Er nú ekki nóg komið?
Höfundur er verslunarstjóri.
Eyjólfur Eysteinsson
UNDIRRITAÐUR var einn fjöl-
margra þátttakenda á Landsmóti
UMFÍ sem haldið var á Sauðárkróki
8.–11. júlí sl. Skagafjörður tók á móti
gestum sínum með sól og blíðu sem
hélst fram á laugardagskvöld en þá
rigndi lítillega.
Greinilegt var að und-
irbúningur og skipu-
lagning mótsins var
til mikillar fyr-
irmyndar. Tjaldsvæði
keppenda voru rétt
við keppnissvæðið og
nýr frjálsíþróttavöllur
er einn sá glæsilegasti
hér á landi. Setning
mótsins fór fram á
þessum nýja frjáls-
íþróttavelli og það var
tilkomumikil sjón að
sjá um tvö þúsund
keppendur ganga inn á völlinn undir
fána síns héraðssambands eða fé-
lags.
Keppnin fór fram frá hádegi á
fimmtudegi til klukkan tvö á sunnu-
degi. Mikil gleði og einbeiting skein
úr andlitum keppenda og þó að hinn
sanni ungmennafélagsandi eigi að
vera á þann veg, að það skipti ekki
máli að vinna, heldur að vera bara
með, þá var greinilegt að flestir
keppendur voru komnir til að sigra.
Í þetta skiptið urðum við Skarp-
héðinsmenn að lúta í lægra haldi fyr-
ir Kjalnesingum sem unnu sann-
gjarnan sigur og óska ég þeim
innilega til hamingju með árang-
urinn. Heimamenn í UMSS voru síð-
an í öðru sæti en við í
HSK í því þriðja. Björn
bóndi verður ekki grát-
inn, heldur munum við
safna liði og stefna að
því að ná bikarnum aft-
ur austur yfir heiðar á
næsta landsmóti sem
verður haldið í Kópavogi
árið 2007.
Ég er ekki viss um að
allir geri sér grein fyrir
því hversu merkilegur
atburður landsmót
UMFÍ er í raun og veru.
Á Sauðárkróki voru
samankomin eitthvað á annan tug
þúsunda manna, keppendur og
stuðningsmenn þeirra, en sam-
kvæmt fréttum fór allt fram með
miklum sóma og lögregla og aðrir
eftirlitsaðilar höfðu sem betur fer
frekar lítið að gera. Þessi staðreynd
er ungmennafélögum Íslands til
mikils sóma og er það vel.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Skagfirðingum. Um versl-
unarmannahelgina verður unglinga-
landsmót UMFÍ haldið á Sauð-
árkróki. Eins og gefur að skilja er
íþróttaaðstaðan eins sú besta á land-
inu og öll aðstaða og aðbúnaður er til
fyrirmyndar. Ég vil hvetja foreldra
unglinga á aldrinum 11–18 ára og
unglingana sjálfa, að kynna sér hvað
er í boði á heimasíðu mótsins sem er
www.ulm.is. Nefna má að keppt er í
átta íþróttagreinum og á kvöldin er
ýmis afþreying í boði. Þetta er upp-
lagt tækifæri fyrir fjölskyldur að
mæta á Sauðárkrók og taka þátt í
heilbrigðum íþróttum á samkomu
þar sem meðferð áfengis og annarra
vímuefna er stranglega bönnuð.
Í lokin vil ég þakka Skagfirð-
ingum og forsvarsmönnum UMFÍ
kærlega fyrir afar skemmtilegt og
vel heppnað landsmót. Framkvæmd
og skipulagning þess er risastór rós í
hnappagat þeirra.
Takk, Skagfirðingar
Gísli Páll Pálsson fjallar um
landsmót UMFÍ ’Framkvæmd og skipu-lagning þess er risastór
rós í hnappagat þeirra.‘
Gísli Páll Pálsson
Höfundur er formaður Héraðssam-
bandsins Skarphéðins.
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Útsala
Sími 594 6000
Bæjarflöt 4, 112 R.vík
Fjöldi lita og gerða
Marley þakrennur
Sjáum einnig um uppsetningu
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
Skálar • Föt • Diskar • Gjafir
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík