Morgunblaðið - 14.07.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. F
yrir rúmri viku komu leiðtogar tuttugu og
sex aðildarríkja NATO til mikilvægs fund-
ar í Istanbúl. Var sérstaklega vel við hæfi
að hittast í borg sem stendur á mótum
tveggja heimsálfa. Á fundinum styrktum
við ekki aðeins sambandið milli ríkja sitt hvorum megin
Atlantsála heldur lögðum við einnig grunn að samstarfi
við ríki í öðrum heimshlutum. Eftir ósættið um Íraks-
málin mátti greina á þessum fundi að skriður er aftur
kominn á samstarf aðildarríkjanna í öryggismálum og
staða NATO sem helsta vettvangs þess samstarfs er
traustari en áður. Helstu ákvarðanir sem teknar voru á
þessum fundi sýna þetta svart á hvítu.
Fyrst ber að nefna Afganistan. NATO ákvað í Ist-
anbúl að efla friðargæslusveitir sínar í landinu. Við mun-
um fjölga sveitum sem vinna að endurreisnarstarfi í hin-
um ýmsu landshlutum í því skyni að tryggja yfirráð
stjórnvalda og stuðla að uppbyggingar- og þróun-
arstarfi. Við munum einnig bjóða aukna aðstoð vegna
væntanlegra kosninga en þær skipta sköpum eigi að
tryggja frið og stöðugleika til langframa og ef tryggja á
að landið verði aldrei aftur griðastaður fyrir hryðju-
verkamenn.
Næst ber að nefna Írak. Að beiðni Iyads Allawis for-
sætisráðherra ákvað NATO að bjóðast til að þjálfa
íraskan her. NATO mun áfram styðja við bak Pólverjum
sem fara fyrir einni af fjölþjóðlegu hersveitunum í Írak
en að auki mun NATO nú taka að sér stærra hlutverk í
því að aðstoða Írak. Sú staðreynd að þessi ákvörðun var
tekin á sama tíma og völdin í Írak voru framseld í hend-
ur íraskri ríkisstjórn eykur aðeins mikilvægi hennar.
Bandalagsþjóðirnar staðfestu með ótvíræðum hætti að
það er keppikefli þeirra allra að stöðugleiki ríki í Írak og
að NATO eigi að taka þátt í því að tryggja þennan stöð-
ugleika. Eigi stöðugleiki að nást skiptir sköpum að þjálf-
aðar séu öryggissveitir og hér býr NATO yfir dýrmætri
reynslu og sérþekkingu sem rétt er að deila með Írök-
um.
Í þriðja lagi er rétt að nefna Balkanskagann. Þó að
engar breytingar hafi orðið á umfangi starfsemi okkar í
Kosovo leyfa tryggari öryggisaðstæður í Bosníu og Her-
zegóvínu okkur að hætta vel heppnaðri starfsemi
SFOR-sveita okkar þar í lok ársins. Evrópusambandið
mun taka við verkefninu með eigin sveitum og við mun-
um styðja við bak ESB í þeirra störfum. NATO mun
reyndar áfram halda úti starfsemi í Sarajevo í því skyni
að hjálpa Bosníu-Herzegóvínu við umbætur í varn-
armálum. Við viljum bjóða þetta land, rétt eins og Serb-
íu og Svartfjallaland, velkomið í friðarsamstarf okkar [e.
Partnership for Peace] um leið og þau uppfylla tilskilin
skilyrði, en þau felast m.a. í fullu samstarfi við Alþjóða-
stríðsglæpadómstólinn í Haag.
Í fjórða lagi nefni ég umskipti í hernaðarmálum.
Bandalagsríkin ákváðu að hraða viðleitni sinni til að sjá
NATO fyrir þeim liðsafnaði, tækjum og tólum sem
bandalagið þarf til að sinna verkefnum tuttugustu og
fyrstu aldarinnar, hvort heldur er á Balkanskaga eða í
Afganistan. Senn verður hraðlið NATO orðið starfhæft í
samræmi við áætlanir og hin nýja fjölþjóða varnarsveit
okkar sem á að einbeita sér að hættunni sem stafar af
efna-, sýkla- og geislavopnum er nú að fullu star
Þar að auki lögðum við blessun okkar yfir ýmsar
stafanir sem er ætlað að sjá til þess að þegar pól
samkomulag liggur fyrir um að grípa til tiltekinn
gerða þá fylgi jafnframt að nauðsynlegur manna
tiltækur, þ.m.t. ákvörðun um hvernig nýta skuli
aflann og breytingar á áætlanagerðarferli NATO
Í fimmta lagi stækkun NATO og samstarf við
ríki. Þó að fundurinn í Istanbúl sé sá fyrsti sem f
sjö nýjustu aðildarríkja NATO sækja – Búlgaríu
lands, Lettlands, Litháens, Rúmeníu, Slóvakíu o
eníu – þá gáfum við sterklega til kynna að dyrna
áfram opnar, og hvöttum þau ríki sem vilja gang
NATO til að halda áfram nauðsynlegum umbótu
þjóðirnar verði undir aðild búnar. Við hófum ein
NATO eftir
Eftir Jaap de Hoop Scheffer
Leiðtogar á fundi í Is
Leiðtogar ræða saman á NATO-fundinum í
Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, J
urinn, Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdast
’Eftir ósættið um Íraksmálinmátti greina á þessum fundi
skriður er aftur kominn á sam
starf aðildarríkjanna […]‘
K
ínverjar vilja eiga góð sam-
skipti við Vesturlönd, ekki
aðeins Bandaríkin og stóru
Evrópuþjóðirnar heldur
einnig lítil ríki eins og Ís-
land, sem ekki eiga aðild að Evrópusam-
bandinu. Slík samskipti eru ekki síst mik-
ilvæg á þessum síðustu og verstu tímum
þegar alþjóðleg hryðjuverkasamtök ógna
íbúum heimsins hvar svo sem þeir búa.
Þetta segir Wang Yingfan, varafor-
maður utanríkismálanefndar kínverska
þjóðþingsins, en hann átti sæti í kín-
verskri þingmannanefnd sem heimsótti
Ísland í vikunni.
Wang, sem þar til í fyrra var sendiherra
Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur áð-
ur komið til Íslands. Það var um vetur
1998 og hann segist ánægður með að hafa
nú fengið tækifæri til að heimsækja landið
einnig að sumri til. „Ég tel mig nú hafa
öðlast góðan skilning á landinu. Það er
einstakt, hér er margt að sjá sem er alger-
lega ólíkt því sem við megum venjast í
Kína.“
ar mikilvæg
t.d. erlenda
að menn re
fyrir sig. „V
hlýðilega k
ekki í samr
mótmælend
lenda heiðu
saka hann u
komast hjá
um því, í ljó
í pólitískri h
óþægindum
geta valdið
Sýna verður gestinum kurteisi
Wang segir tvíhliða samskipti Íslands
og Kína góð, heimsókn kínversku sendi-
nefndarinnar nú staðfesti þetta. Hann vill
ekki gera of mikið úr uppnámi eins og því
sem varð fyrir tveimur árum þegar Jiang
Zemin, þáverandi forseti Kína, heimsótti
Ísland og liðsmenn Falun Gong-
samtakanna notuðu tækifærið til að mót-
mæla stefnu kínverskra stjórnvalda.
„Svona uppákomur skipta auðvitað ekki
svo miklu máli þegar horft er til samskipta
þjóða okkar í heild,“ segir hann.
„Með samskiptum okkar er okkur fært
að yfirstíga þau vandamál sem koma upp í
tengslum við ýmis ágreiningsefni og mis-
skilning sem stundum verður,“ segir
Wang ennfremur. Gagnkvæmur skiln-
ingur verði að vera fyrir hendi milli
tveggja þjóða í slíkum efnum.
En hafa menn ekkert áhyggjur af
ímynd Kína erlendis þegar svona mál ber
upp, burtséð frá því hvort opinber sam-
skipti eru góð? Wang svarar því til að þeg-
Gagnkvæmur
skilningur afar
mikilvægur
Wang Yinf
málin eiga
ÍSRAELAR OG
ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN
Ísraelar lýstu yfir því í gær að tek-ið yrði til skoðunar að nýju hvarmúrinn, sem reistur hefur verið
til að loka af svæði Palestínumanna,
muni liggja. Búist er við því að nýjar
áætlanir um legu múrsins verði lagð-
ar fram í lok þessarar viku. Þessi
ákvörðun fylgir í kjölfarið á dómi
hæstaréttar Ísraels um að lega 30 km
hluta af múrnum norður og vestur af
Jerúsalem valdi rúmlega 30 þúsund
manns óviðunandi harðingum. Palest-
ínskir íbúar við þennan hluta múrsins
höfðuðu málið og bíður nokkur fjöldi
svipaðra mála fyrirtöku. Ísraelsk
stjórnvöld ákváðu að sætta sig við
þennan úrskurð vegna þess að í hon-
um er í grundvallaratriðum fallist á
að lögmæt öryggissjónarmið séu að
baki því að reisa múrinn. Ísraelar
kváðust hins vegar halda fast við þá
afstöðu að virða í engu úrskurð Al-
þjóðadómstólsins í Haag frá því á
föstudag þess efnis að múrinn væri
ólöglegur og sögðu að yfirlýsingin í
gær kæmi honum ekki við.
Áætlanir Ísraela kveða á um að
reistur verði múr og girðingar sem
teygi sig 640 kílómetra. Ísraelar segja
að múrinn sé nauðsynlegur til þess að
stöðva ferðir hryðjuverkamanna og
vernda borgarana fyrir hryðjuverk-
um. Múrinn skilur að heimili og
vinnustaði, bændur komast ekki á
akra, börn komast ekki í skóla. Að-
gerðir Ísraela loka Palestínumenn
ekki aðeins inni á hernumdu svæðun-
um, heldur torvelda einnig ferðir milli
borga og bæja á Vesturbakkanum.
Efnahagslífið er komið að fótum
fram. Tveir af hverjum þremur íbúum
eru undir fátæktarmörkum og draga
fram lífið á tæpum 150 krónum á dag.
Í dómi Alþjóðadómstólsins er farið
yfir það hvernig múrinn liggur inni á
því svæði sem Ísraelar lögðu undir sig
árið 1967 og í raun sé um að ræða til-
raun til að breyta samsetningu íbúa á
Vesturbakkanum. Rétturinn kemst
að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi
rétt á því að verja hendur sínar fyrir
árásum, en þeim hafi ekki tekist að
sýna fram á að múrinn sé nauðsyn-
legur til þess að ná þeim öryggis-
markmiðum. Múrinn sé brot á ýmsum
þeim skyldum sem Ísraelar hafi sam-
kvæmt lögum um mannréttindi og
þeim beri samstundis að láta af þess-
um brotum, hætta að reisa múrinn nú
þegar, rífa hann og bæta þeim, sem
hafa liðið vegna múrsins, það tjón,
sem þeir hafa orðið fyrir.
Engin réttlæting er til fyrir hryðju-
verkum. Það er heldur engin réttlæt-
ing til fyrir því að niðurlægja fólk og
þrengja að því með öllum tiltækum
ráðum. Ísraelar eru sterki aðilinn í
deilunni við Palestínumenn. Þeir
deila og drottna. Vilji þeir að hryðju-
verkunum linni verða þeir að fara
aðra leið en þá sem stjórn Ariels
Sharons hefur valið. Eymdin á her-
námssvæðunum er gróðrarstía fyrir
þau öfl, sem kynda undir hryðjuverk-
um og hatri á Ísraelum. Viðvarandi
atvinnuleysi og fátækt er ekki leið til
lausnar. Ísraelar geta virt Alþjóða-
dómstólinn vettugi, en múrinn er og
verður ísraelskum stjórnvöldum til
skammar.
ÍMYND RÚSSLANDS
Pútín Rússlandsforseti flutti ræðuí fyrradag á fundi með sendi-
herrum Rússlands víða um heim,
sem haldinn var í Moskvu. Í ræðu
þessari vék forseti Rússlands m.a. að
ímynd lands og þjóðar í öðrum lönd-
um og sagði:
„Ímynd Rússlands í þeim löndum,
sem þið starfið í er oft langt frá veru-
leikanum. Oft er líka unnið markvisst
að því að ófrægja Rússland með þeim
hætti að það skaðar bæði ríkisvaldið
og viðskiptahagsmuni okkar.“
Þetta er áreiðanlega rétt hjá Pút-
ín. Rússar líða enn fyrir hið sovézka
tímabil í sögu sinni. Þótt kommún-
isminn sé fallinn blunda þær grun-
semdir með mörgum þjóðum, ekki
sízt nágrannaþjóðum Rússa, að þeir
hyggist endurreisa heimsvalda-
stefnu sína og stefna á nýja útþenslu.
Rússum hefur ekki tekizt að skapa
þá tilfinningu trausts og trúnaðar
með öðrum þjóðum, sem er nauðsyn-
leg forsenda þess, að ímynd lands og
þjóðar breytist.
Rússneska mafían hefur líka átt
þátt í að sverta ímynd Rússlands. Sú
tilfinning er sterk víða um lönd, að
erfitt sé að eiga viðskipti við Rússa
án þess að mafían komi þar við sögu á
einn eða annan veg. Þetta er sá
vandi, sem Rússar standa frammi
fyrir og Pútín gerði að umtalsefni í
ræðu sinni. Hann tók raunar svo
sterkt til orða að segja að það hefði
grundvallarþýðingu fyrir Rússa að
breyta þessari ímynd.
Þetta er áreiðanlega rétt hjá Rúss-
landsforseta. Rússar eru gömul
menningarþjóð, sem á sér mikla
sögu. Þau menningarverðmæti, sem
þar hafa orðið til, eru einstök.
Á næsta ári halda Rússar hátíðlegt
60 ára afmæli stríðslokanna í Evr-
ópu. Þeir geta með réttu gert kröfu
til að vera taldir helztu sigurvegarar
heimsstyrjaldarinnar síðari. Sögu-
ritun síðari ára sýnir svo ekki verður
um villzt, að það voru Rússar um-
fram aðra, sem brutu Hitler og veldi
hans á bak aftur. Orustan við Stal-
íngrad og skriðdrekaorustan mikla
við Kursk áttu þar mikinn hlut að
máli. Það var erfitt fyrir
Vesturlandaþjóðir að viðurkenna
þennan veruleika á meðan kommún-
isminn ríkti í Sovétríkjunum. En
þennan heiður er ekki hægt að hafa
af Rússum.
Við Íslendingar áttum mikil við-
skipti við Rússland á tíma Sovétríkj-
anna. Morgunblaðið gagnrýndi þau
viðskipti oft harkalega. Þeir tímar
eru að baki. Það er eftirsóknarvert
fyrir okkur Íslendinga að byggja upp
samskipti við hið mikla menningar-
ríki í austri bæði á sviði stjórnmála
og viðskipta en ekki síður á vettvangi
menningar.
Við eigum margt sameiginlegt og
aukin samskipti við Rússland geta
orðið okkur Íslendingum til hags-
bóta.