Morgunblaðið - 14.07.2004, Side 24
UMRÆÐAN
24 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
etta byrjaði eflaust
allt á fæðingardeild-
inni þegar ég var
færð í bleik föt.
Þarna var kominn
nýr þjóðfélagsþegn og þessi
þjóðfélagsþegn skyldi verða
kona. Það var eflaust augljóst en
samt er eitthvað svo miklu meira
fólgið í því að vera kona en að
vera með píku. Eftir á að hyggja
byrjuðu vandræðin ekki fyrr en
ég varð tveggja ára. Kannski var
mamma með eitthvert mikil-
mennskubrjálæði eftir að hafa
farið ólétt að kjósa Vigdísi Finn-
bogadóttur til forseta. Ákvörðun
hennar var alla vega afdrifarík.
Hún gaf mér nefnilega bíl í af-
mælisgjöf. Þessi plastvörubíll
varð fljótt eftirlætis leikfangið
mitt (að undanskildum bangs-
anum Óla en
þessi pistill er
síst ritaður til
að móðga
hann).
Mamma hefði
eflaust betur
hlustað á fólkið sem sagði henni
að bíll væri ekki hentugt leikfang
fyrir litlar stelpur því vandinn óx
með árunum. Ég þróaði með mér
óþrjótandi áhuga á hímendúkk-
um og leikfangagröfum. Ég var
treg til að ganga í kjól eða pilsi
en undi mér vel við að spila fót-
bolta og klifra. Ekki nóg með það
heldur var ég hávær og talaði
óhóflega mikið. Allt varð þetta til
þess að ég neyddist til að horfast
í augu við blákalda staðreynd:
Ég var ekki kvenleg. Ég veit
ekki hvað ég var gömul þegar
það rann upp fyrir mér að stelp-
ur yrðu konur en strákar karlar.
Það var alla vega dagurinn sem
baráttan hófst. Ég skyldi verða
kona. Ég þurfti að sjálfsögðu
fyrst að komast að því hvað kon-
ur gera. Ég ákvað fljótt að verða
hjúkrunarkona enda gerði titill-
inn mig sjálfkrafa að konu.
Fyrsta skrefið var að klæða mig
upp sem slík á grímuballi. Það
fór ekki eins vel og ég óskaði.
Mig klæjaði undan sokkabux-
unum og þótti óþægilegt að vera
ekki í buxum. En ég dó ekki
ráðalaus. Ég fann út að konum
þætti gaman að versla. Eftir
nokkrar þrætur við móður mína
fékk ég leyfi til að fara með vin-
konu minni með strætó í bæinn.
Ég gekk kotroskin inn í Kringl-
una en hafði vitanlega enga eirð í
mér til þess að hanga inni í
mannmergðinni í þessari versl-
unarmiðstöð sem var eitt merk-
asta menningarskref Íslendinga.
Stærsti lærdómurinn sem ég dró
af ferðinni var að þegar taka skal
strætó til baka er heillavænlegra
að stilla sér ekki upp sömu megin
við götuna og stigið var út úr
honum. Ég var hins vegar engu
meiri kona fyrir vikið.
Tólf ára gömul byrjaði ég á
túr. Þá varð ekki aftur snúið. Ég
yrði kona, hvort sem mér líkaði
betur eða verr. Þessu „ástandi“
fylgdi að sjálfsögðu mikil skömm
enda ekki úr vegi að skammast
sín, a.m.k. einu sinni í mánuði,
fyrir að vera kona. Þrátt fyrir
forréttindin að losna við skóla-
sund var ég mjög ósátt þegar ég
á unglingsárunum fór að hafa
blæðingar tvisvar í mánuði.
Mamma fór með mig til læknis
og hann setti mig, þrettán ára
gamla, á pilluna.
Dag einn tók ég svo eftir að ég
var komin með hár undir hend-
urnar. Engin kona má hafa slík
hár. Nema hún sé sveittur túr-
isti, helst franskur eða þýskur.
Eftir að hafa falið handarkrikana
vel í sundferðum spurði ég
mömmu hikandi hvernig ég gæti
fjarlægt þessi hár.
Seinna uppgötvaði ég að auga-
brúnir eru mikið lýti á konum.
Þ.e.a.s. ef þær eru venjulegar.
Hikandi gekk ég inn á snyrti-
stofu og bað um litun og plokkun.
Mig langaði að öskra af sársauka
en ég vissi að það gera konur
ekki svo ég brosti bara og sagði
spekingslega: „Beauty is pain.“
Og mikið agalega var ég falleg
með rakaða handarkrika og eld-
rauð undir augabrúnunum. Sex-
tán ára gömul var ég alltof feit,
að því er mér fannst. Það hafði
ég verið alveg frá því að ég hætti
að passa í Levi’s-buxurnar sem
ég átti þegar ég var tólf ára.
Auðvitað fáránlegt að passa ekki
alla ævi í þær. Vesen að vera
með mjaðmir. Eftir enn meira
tíðahringsrugl var ákveðið að ég
skyldi skipta um pillu. Ég skrapp
saman í andlitinu. Það kom í ljós
að í þrjú ár hafði ég japlað á
hormónum, samkvæmt lækn-
isráði, sem komu út í miklum
bjúg. Ég komst samt aldrei aftur
í Levi’s-buxurnar.
Dag einn fann ég lausn á
stærsta vandanum. Ég yrði bara
kennari. Kennarar mega vera af
báðum kynjum en samt best ef
þeir eru konur. Ég þekkti líka
kennara sem voru dálítið töff og
gat vel hugsað mér að vera þann-
ig kona. Á menntaskólaárunum
fékk ég enn betri hugmynd. Ég
ákvað að verða ekki kona. Ein-
föld rökhugsun færði mér þann
sannleika að stelpur mega gera
allt sem er skemmtilegt á meðan
konur þurfa að hamast við að
vera konur. Ef ég yrði alltaf
stelpa mætti ég vel vera með
læti, sprella, spila fótbolta og
þyrfti ekki endilega að hugsa
stöðugt um barneignir og brúð-
kaup.
Tuttugu og einu ári eftir að
mamma gaf mér bílinn er þessari
baráttu minni lokið og ég neyðist
til að spyrja: Hver er ég í dag?
Jú, ég er tuttugu og þriggja ára
með svarta brodda á löppunum,
misvel snyrtar augabrúnir og
rakaða handarkrika. Ég hætti á
pillunni í fyrra eftir að hafa verið
á henni í níu ár án þess að hafa
hugmynd um hvað hún gerir við
líkama minn. Ég kann ekki
ennþá á tíðahringinn og verð allt-
af jafnhissa þegar ég byrja á túr.
Ég er kennari að mennt og spila
fótbolta í hádeginu. Mér þykja
vörubílar ekki skemmtilegir
lengur en ef ég kæmist í gröfu
myndi ég ábyggilega skemmta
mér konunglega. Ég tala hátt og
mikið, sprella og geri grín og
mér hrútleiðist að ganga í pilsi
nema á hátíðisdögum. Ég hef
engan áhuga á barneignum eða
brúðkaupum og þykja verslunar-
miðstöðvar vondir staðir. Ég
kann samt að taka strætó bæði
fram og til baka.
Í dag er ég kona.
Í dag er
ég kona
Að sjálfsögðu fylgdi þessu „ástandi“
mikil skömm enda ekki úr vegi að
skammast sín, a.m.k. einu sinni í
mánuði, fyrir að vera kona.
VIÐHORF
Eftir Höllu
Gunnarsdóttur
hallag@mbl.is
AÐ fenginni reynslu eigum við
bágt með að ímynda okkur að
nokkuð, sem hent geti í lífinu, fylli
móðurhjartað jafndjúpri sorg og
angist eins og að standa frammi
fyrir því, að barnið hennar verði
rifið úr örmum hennar og flutt með
valdi í annað land – allt í nafni laga
og réttvísi.
Við efum ekki að sérhver móðir
geti sett sig í spor annarrar sem
stendur í slíkum sporum. Fátt still-
ir saman hjörtu mannanna eins og
sameiginleg reynsla af sorg og
óréttlæti. Samúðin með þeim, sem
beittur er órétti, er það sem gerir
okkur að manneskjum.
Þess vegna urðum við bæði sár
og hrygg að lesa viðtal (DV, 10. júlí,
2004) við Emmý Becker, þar sem
hún fullyrðir að dóttir okkar, Snæ-
fríður Baldvinsdóttir, hafi unnið
þrjú dómsmál, þar sem krafist var
afhendingar 8 ára dóttur hennar til
Mexíkó, vegna „pólitískra áhrifa“
Jóns Baldvins. Þetta er sett fram
undir fyrirsögninni: „Þerna fékk
ekki sömu meðferð og sendiherra.“
Síðan segir: „Hún telur að um sé að
ræða klíkuskap.“ Emmý eru lögð
eftirfarandi orð í munn: „Mig lang-
aði að gráta, þegar ég las þetta um,
að dóttir Jóns Baldvins Hannibals-
sonar skyldi vinna mál gegn er-
lendum barnsföður sínum, þrátt
fyrir að hafa numið barn þeirra
ólöglega á brott.“
Málsbætur
Emmý er kynnt sem „móðir konu,
sem stóð í sömu fótsporum og Snæ-
fríður Baldvinsdóttir“. Samt grætir
það hana – en gleður ekki – að önn-
ur kona, sem hún telur að standi í
sömu sporum og dóttir hennar, nái
rétti sínum frammi fyrir íslenskum
dómstólum. Hvers vegna? Vegna
þess að hún trúir röngum fullyrð-
ingum í bland við persónulegan
óhróður, sem DV hefur birt að und-
anförnu um mál dóttur okkar og
fjölskyldu okkar, án þess að sann-
reyna nokkra fullyrðingu. Allar
hafa þessar ásakanir, sem málið
varða, verið hraktar fyrir dómstól-
um eða hafa verið að engu hafðar.
Málskjölin skipta mörgum hundr-
uðum blaðsíðna. Blaðamaður DV
hafði ekki fyrir því að sannreyna
eitt eða neitt. Það blað virðist
starfa samkvæmt þeirri grundvall-
arreglu, að sérhver sé sekur, jafn-
vel þótt hann sé sýkn saka fyrir
dómi. Dýpra verður vart sokkið í
mannfyrirlitningu og skeyting-
arleysi um æru saklauss fólks.
Fórnarlömbin eiga sér enga vörn
fyrir þvílíkum mannorðsmorð-
ingjum – nema dómstólana.
Við Bryndís höfum djúpa samúð
með Emmý, dóttur hennar og dótt-
urdóttur. Við gleðjumst yfir því að
dóttir hennar vann forræði yfir
dóttur sinni fyrir norskum dóm-
stóli. Og Emmý á sér málsbætur,
sem blaðamaður DV á ekki. Hún
trúir því, að uppspuninn úr DV sé
sannleikanum samkvæmur. Þess
vegna trúir hún því líka, að önnur
niðurstaða í dómsmálum dóttur
okkar hingað til, þýði „sérmeðferð“
og skýrist af „pólitískum áhrifum“.
Til þess er leikur DV gerður. Það
er ljótur leikur.
Við vitum að „afhendingar-
kröfum“ og forræðisdeilum vegna
barna, sem eiga foreldra af ólíkum
þjóðernum, mun óhjákvæmilega
fjölga á Íslandi á næstu árum.
Fleiri mæður (og foreldri) eiga eftir
að standa í svipuðum sporum og
dætur okkar Emmýjar. Við lítum
því á það nánast sem skyldu okkar
að greina rétt frá röngu í þessu
máli, að svo miklu leyti sem það
getur haft fordæmisgildi og þar
með orðið öðrum að liði, sem í svip-
uðum sporum standa. Þótt sérhvert
mál byggist á sérstökum málsatvik-
um, sem geta ráðið niðurstöðum,
eins og í þessu tiltekna máli dóttur
okkar, byggjast slík mál samt á
lögum og milliríkjasamningum,
sem fólk verður að þekkja út í
hörgul, ef ekki á illa að fara.
Nú vill svo til, að málaferlum út
af dótturdóttur okkar er ekki lokið.
Málinu hefur á ný verið vísað til
Hæstaréttar. Við bíðum dóms. Á
meðan er eðli málsins samkvæmt
ógerlegt að fullyrða um endanlegar
niðurstöður. Einhliða og villandi
umfjöllun um málsatvik, eins og
blaðamaður DV hefur gert sig sek-
an um, er því ekki einasta í full-
kominni óþökk okkar, heldur óvið-
urkvæmileg með öllu. Þetta við-
kvæma einkamál átti ekkert erindi
fyrir alþjóð, og síst af öllu með
þeim hætti, sem DV hefur gert sig
sekt um. Fegin sem við vildum
draga af málinu lærdóma, sem öðr-
um mætti að gagni koma síðar,
verður það að bíða endanlegrar nið-
urstöðu málsins. Það eina sem unnt
er að gera að óbreyttu er að skýra
frá dómsniðurstöðum, sem þegar
hafa fallið.
Haag-samningur
og hagur barna
Afhendingarkrafa vegna meints
ólögmæts brottnáms barns byggist
á svokölluðum Haag-samningi og
íslenskum lögum, sem á honum
byggjast. Aðalatriðin eru í stuttu
máli þessi: Hvar var „föst búseta“
barns, áður en það var „numið
brott“? Hafði sá, sem krefst af-
hendingar, óskorað forræði yfir
barninu í reynd? Var brottnám
ólögmætt?
Synja má um afhendingu ef
barninu er talin stafa „andleg eða
líkamleg hætta“ af afhendingu og
því þar með komið í „óbærilega
stöðu“. Einnig ef barnið er andvígt
afhendingu og það er talið hafa ald-
ur og þroska til að mynda sér skoð-
un.
Við mat á dómsniðurstöðum
verður að hafa í huga staðreyndir
um málsatvik. Þau eru ólík í hinum
ýmsu málum af þessu tagi, sem
koma til kasta dómstóla. Það skýr-
ir, hvers vegna niðurstöður geta
verið ólíkar. Blaðamaður, sem hef-
ur að engu dómsniðurstöður og
kærir sig kollóttan um staðreyndir
um málsatvik og málflutning, er
margbrotlegur við siðareglur
Blaðamannafélags Íslands. Þar
segir t.d. í 4. grein: „Í frásögnum af
dóms- og refsimálum skulu blaða-
menn virða þá meginreglu laga að
hver maður er talinn saklaus, þar
til sekt hans hefur verið sönnuð“.
Þar segir einnig í 3. grein: „Blaða-
maður vandar upplýsingaöflun
sína, úrvinnslu og framsetningu svo
sem kostur er og sýnir fyllstu til-
litssemi í vandasömum málum.
Hann forðast allt, sem valdið getur
saklausu fólki, eða fólki, sem á um
sárt að binda, óþarfa sársauka eða
vanvirðu“. Allt þetta hefur blaða-
maður DV þverbrotið. Honum er
skítsama.
Eitt er víst: Við höfum engu ráð-
ið, hvorki um embættisfærslu
dómsmálaráðuneytis, né heldur um
niðurstöðu dómara. Í upphafi var
málið talið tvísýnt í meira lagi. En
við höfum notið þeirrar gæfu, að
lögfræðingar okkar, Reimar Pét-
ursson hrl. og Jón Steinar Gunn-
laugsson hrl., hafa reynst vand-
anum vaxnir: Þeir hafa verið vaknir
og sofnir í að afla gagna innanlands
og erlendis, rökfastir og úrræða-
góðir, en samt hófsamir í málflutn-
ingi og sanngjarnir. Það hefur vafa-
laust gert gæfumuninn. Það fyrsta
sem sá eða sú, sem lendir í sálar-
háska af þessu tagi þarf að gera, er
að vanda valið á málflytjendum.
Dómsniðurstöður
Dómstólar hafa hingað til komist að
eftirfarandi niðurstöðum: Héraðs-
dómur komst að þeirri niðurstöðu
(1. júní sl.), að barnabarn okkar
hefði ekki haft „fasta búsetu“ í
Mexíkó í skilningi Haag-samnings
og íslenskra laga. Brottför barnsins
frá Mexíkó hafi því ekki verið ólög-
mæt. Auk þess féllst dómurinn á að
framburður og málsgögn væru trú-
verðug um að móðurinni „hafi staf-
að veruleg ógn af gerðarbeiðanda
og hann hafi beitt hana ofbeldi á
sambúðartímanum“. Það skal þó
tekið fram – því að hafa skal það
sem sannara reynist – að faðirinn
hefur ekki beitt barnið líkamlegu
ofbeldi, eins og DV hefur ranglega
eftir öðru okkar. Hins vegar kemur
fram í skýrslu sálfræðinga, að fað-
irinn hafi beitt móðurina ofbeldi í
viðurvist barnsins.
Héraðsdómur (29. okt. 2003)
féllst á mat sérfræðinga um að „al-
varleg hætta sé á að afhending
muni skaða barnið andlega eða lík-
amlega eða koma því á annan hátt í
„óbærilega stöðu““, og að gerðar-
beiðandi hafi ekki getað hnekkt því
mati. Og Hæstiréttur taldi í úr-
skurði sínum (3. des. 2003) „ekki
upplýst um forsjárrétt sóknaraðila“
og bætir við: „Hefur því ekki verið
nægilega í ljós leitt að barnið hafi
verið flutt hingað til lands með
ólögmætum hætti …“. Allar eru
þessar niðurstöður svo rækilega
rökstuddar, að sóknaraðila hefur
ekki tekist að fá þeim hnekkt. En
seinasta úrskurði Héraðsdóms frá
1. júní hefur nú verið áfrýjað til
Hæstaréttar. Við bíðum þess dóms
milli vonar og ótta. Við höfum gert
það sem í okkar valdi stendur til
þess að sannleikurinn í þessu máli
komi í ljós. Meira getum við ekki
gert.
„Þeim var hann verstur …“
Það er mikill misskilningur, að
þetta mál snúist um persónur okk-
ar, ímynduð pólitísk áhrif eða
meintar ávirðingar. Þær koma
þessu máli ekki við. Við erum full-
fær um að bera hönd fyrir höfuð
okkar. Það sama verður ekki sagt
um dótturdóttur okkar, 8 ára
gamla, þótt bráðger sé. En þetta
mál snýst ekki um okkur, heldur
um andlega og líkamlega velferð
lítillar stúlku og sálarheill hennar
og móður hennar í bráð og lengd.
Frá upphafi og til þessa dags
hafa föðurnum verið boðnar sættir í
þessu máli. Honum hefur aldrei
verið synjað um umgengni við dótt-
ur sína, þegar hann hefur komið til
landsins og leitað eftir því, eins og
hann þó ranglega heldur fram. Öll-
um sáttaboðum hefur hann hafnað
jafnharðan. Sjálfur segist hann í
einu málskjalinu gera sér grein fyr-
ir því „að með því að skilja ykkur
að, þá mundi hún (þ.e. barnið)
þjást“. Orð og gerðir fara ekki sam-
an. Allt athæfi föðurins hingað til
snýst eingöngu um það að skilja að
móður og barn, þótt hann viti og
viðurkenni, að það muni valda
barninu þjáningu. Sannast enn hið
fornkveðna, að þeim reynist hann
verst, sem hann segist unna mest.
Þannig fer þegar hatur og hefni-
girni bera skynsemi og góðvild of-
urliði. Þegar svo illa er fyrir mönn-
um komið megum við þakka fyrir,
að lög og dómar, fremur en geð-
þótti og hatur, ráði örlögum fólks.
Helsinki, 11. júlí 2004.
Jón Baldvin og
Bryndís Schram.
Greinargerð frá Jóni Baldvini Hannibalssyni og Bryndísi Schram
Ljótur leikur
’Frá upphafi og tilþessa dags hafa föðurn-
um verið boðnar sættir í
þessu máli. Honum hef-
ur aldrei verið synjað
um umgengni við dóttur
sína, þegar hann hefur
komið til landsins og
leitað eftir því, eins og
hann þó ranglega held-
ur fram.‘