Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 25 ✝ Sigríður GuðrúnSveinsdóttir fæddist á Ísafirði 8. ágúst 1932. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi sunnudag- inn 4. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Vilhelmína Einarsdóttir, hús- móðir og Sveinn Marteinsson, bif- vélavirki. Foreldrar Vilhelmínu voru bæði Vestfirðingar, frá Nauteyrar- hreppi og Reykja- firði á Hornströndum, en Sveins, Sunnlendingar frá Grímsnes- hreppi í Árnessýslu og Reykjavík. Sigríður var fædd á Ísafirði en fjölskyldan fluttist til Hafnar- fjarðar og síðar til Reykjavíkur þar sem hún ólst upp ásamt þremur yngri systkinum, þeim Maríu Svanhildi, Jósefínu Guð- rúnu og Maríasi Sveinsbörnum. María Svanhildur dó 10 ára en Jósefína og Marías eru bæði á lífi. Skömmu eftir að bata var náð, hóf Sigríður störf á Múlalundi, öryrkjavinnustofu Sambands ís- lenskra berklasjúklinga (SÍBS), fyrst sem almennur starfsmaður en síðar og lengst af sem leið- beinandi og verkstjóri. Þar starf- aði hún fram að eftirlaunaaldri eða alls í um 40 ár. Öll þessi ár tóku Sigríður og Guðmundur saman virkan þátt í félagsstarf- semi SÍBS. Allar hannyrðir og fínvinna eins og prjónaskapur, leirvinna og postulínsmálning áttu hug Sigríðar og þá skal sér- staklega tiltekið dúkaprjón úr tvinna og kjóla úr íslensku ein- girni. Slitgigt í höndum hefti þessa tómstundaiðju síðustu árin. Sigríður hafði yndi af ferðalögum innanlands sem utan þar sem náttúruskoðun og steinasöfnun áttu hug hennar allan. Þegar að starfslokum kom, ákváðu Sigríð- ur og Guðmundur að flytjast bú- ferlum úr 101 Reykjavík til Laug- arvatns í uppsveitum Árnessýslu þar sem þau keyptu sér fallegt íbúðarhús og nutu sólar og nátt- úrufegurðar sveitarinnar í fjögur ár. Útför Sigríðar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Laugarvatni. Á sautjánda aldurs- ári greindist Sigríður með berkla og var lögð inn á Vífilsstaða- spítala og hófst þar með löng og erfið meðferð og þess tíma skurðaðgerðir. Þetta tímabil varaði í 10 ár þar sem hún dvaldi ýmist á Vífilsstöðum eða á Reykjalundi. Á Vífilsstöðum tók- ust kynni með henni og Guðmundi Svavari Jónssyni. Þau giftu sig og hófu búskap í 101 Reykjavík þegar bæði höfðu náð heilsu. Sonur þeirra er Hafþór Birgir, íþróttafræðingur við Kennarahá- skólann á Laugarvatni, kvæntur Sigríði Valgerði Bragadóttur, flugfreyju hjá Icelandair, og eiga þau fjóra syni, þá Braga Dór, Guðmund Svein, Árna Pál og Sig- urð Orra, augasteina ömmu sinn- ar. Unnusta Braga Dórs er Vaka Ágústsdóttir. Urð og grjót. Upp í mót. Ekkert nema urð og grjót. Klífa skriður. Skríða kletta. Velta niður. Vera að detta. Hrufla sig á hverjum steini. Halda að sárið nái að beini. Finna hvernig hjartað berst, holdið merst og tungan skerst. Ráma allt í einu í Drottin; – Elsku Drottinn! Núna var ég nærri dottinn! Þér ég lofa því að fara þvílíkt aldrei framar, bara ef þú heldur í mig núna! … Því hversu mjög sem mönnum finnast, fjöllin há, ber hins að minnast, sem vitur maður mælti forðum og mótaði í þessum orðum, að eiginlega er ekkert bratt, aðeins mismunandi flatt. Elsku tengdamamma þessi orð í Fjallgöngu Tómasar finnst mér eiga við þig. Þolinmæði, þrautsegja og seigla er málið. Að takast á við það sem yfir dynur og sigrast á hverjum vanda svo sem sjúkdómum og áföll- um. Að yfirstíga berkla sem upp komu þegar þú varst aðeins 17 ára og kostuðu 10 ára legu á sjúkra- stofnunum. Sem hefti vissulega hlaup á fjöll og firnindi en þrjóska og seigla mjakar manni áfram gangandi, sérstaklega þegar von, trú og kærleikur er með í fartesk- inu. Ljósið í tilverunni á þessum unga aldri var þegar þú hittir ást- ina þína, hann tengdapabba, og átt- ir með honum einkasoninn sem þú varst svo stolt af. Sjálfstæð íslensk kona sem hafðir kjark til þess að sýna að frelsið er öðru háð svo sem eiginmanni, fjölskyldu og vinum. Sem hafðir kjark til þess að ferðast ein yfir hálfan hnöttinn til vestur- strandar Kanada, nánast mállaus á enska tungu til þess að vera við- stödd fæðingu barnabarns. Sem hafðir kjark til þess að kaupa annað húsnæði og flytjast búferlum úr hjarta borgarinnar 68 ára gömul til Laugarvatns. Þetta er ekki öllum gefið. Bjartsýni, bros og trú á allt það besta í fari manna, er það sem þú skilur eftir hjá okkur ásamt minn- ingunni um alla þá ástúð og um- hyggju sem þú áttir, sýndir og gafst alls staðar og þá ekki síst mér og strákunum okkar Hafþórs. Ég er hreykin af því að hafa átt svona tengdamóður Elsku Sigga mín, takk fyrir allt, guð geymi þig fyrir okkur. Sigríður. Elsku besta amma, eða Sigg- amma eins og við kölluðum þig, þú ert nú farin og væntanlega að gera stærri og betri hluti hinumegin. Fyrir okkur strákana munum við alltaf muna hlýjuna og brosið sem þú færðir okkur. Hvernig þú hjálp- aðir okkur og hvernig enginn hlut- ur var of stór eða erfiður til þess að þú reyndir ekki að aðstoða okkur í einu og öllu. Okkur er öllum minn- isstætt hvernig við fengum að koma í heimsókn á Ránargötuna og leigja vídeó eins og við kölluðum það, fengum að gista og horfa svo á spól- una daginn eftir. Þú tókst alltaf á móti okkur með opnum faðmi og hönd þín strauk kinnar okkar allra. Lítandi nú tilbaka eins og maður gerir svo oft sér maður hvernig þú gast skapað hlýlegt heimili þar sem alltaf var hægt að gleðjast. Takk Siggamma okkar fyrir alla þá ást, hlýju, hamingju sem þú færðir okk- ur, okkur finnst best að lýsa því eins og kemur fram í fyrstu línu ljóðs Einars Ben. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Þessi boðskapur var okkur kenndur af þér, elsku Siggamma. Ég vona að þú hafir það gott fyrir handan. Fiskibollur okkar munu aldrei bragðast eins góðar og hjá þér. Takk Siggamma, Prinsarnir þínir fjórir, Bragi Dór, Guðmundur Sveinn, Árni Páll og Sigurður Orri. Minningarorð frá SÍBS Á síðustu öld og þeirri næstsíð- ustu herjaði á Íslendinga skæður smitsjúkdómur, berklaveikin, sem náði hámarki hér á landi fyrir og um miðbik síðustu aldar. Þetta átti einkum við um nýsmit en seinna urðu meira áberandi ýmiskonar síð- komin neikvæð afdrif sjúkdómsins. Ekki var það síst unga fólkið sem veiktist af berklum. Í þeim stóra hópi var Sigríður, þá rúmlega 17 ára gömul. Segja má að gangur sjúkdómsins hafi verið dæmigerður á mælikvarða þess tíma miðað við það sem almennt gerðist þá: Lega heima, lega og meðferð á Vífilsstöð- um og meðferðar-endurhæfingar- tími á Reykjalundi. Heima þess á milli, misjafnlega góð til heilsunnar. Á Reykjalundi vann hún m.a. við saumaskap og lærði til verka á því sviði. Árin liðu eins og í hringrás milli heimilis, Vífilsstaða og Reykjalundar. Á Reykjalundi kynntist hún mannsefni sínu, Guðmundi Svavari. Þau eignuðust einn son. Þau Guð- mundur bjuggu lengst af í Reykja- vík en fluttu síðar að Laugarvatni. Áður en Elli kerling fór að angra Sigríði, til viðbótar öðru, vann hún hlutastörf á Múlalundi, vinnustofu SÍBS í Reykjavík, bæði sem al- mennur starfsmaður og síðar verk- stjóri. Í huga undirritaðs flokkast það til láns í lífinu að hafa fengið að kynnast þeim hjónum Sigríði og Guðmundi Svavari. Þrátt fyrir al- varleg berklaveikindi frá ungum aldri og baráttu þeirra við afleið- ingar berkla voru þau einlægt með hýrri há, vinnusöm, reglusöm og hjálpfús. Ekki hvað síst er í mínu minni léttleiki tilveru Sigríðar og hressi- leiki í samskiptum, samhliða elsku- legu viðmóti hennar og þeirra beggja hjónanna. Það var stutt í brosið hjá Sigríði og oftar en ekki hitti ég hana brosandi með hlýtt viðmót og handtakið þétt. Nú er Sigríður fallin frá, gengin leið okkar allra. Hennar er sárt saknað úr röðum SÍBS en lifir björt og heið í minningunni. SÍBS sendir eiginmanni hennar innilegar samúðar kveðjur, sömu- leiðis syni þeirra og fjölskyldu hans. F.h. SÍBS. Haukur Þórðarson. Sigga, það er erfitt að setja nafn þitt hér á blað eitt og sér því þið Svavar voruð svo órjúfanlegur hluti hvort af öðru að ekki var hægt að hugsa um annað án hins eða hægt að nefna þitt nafn án hans eða nafn hans án þíns. Þú sást um, án þess að nokkur heyrði þig ræða um það og án þess að nokkur áreynsla fylgdi því, að taka við hlutverki ömmu í veikind- um hennar og eftir lát hennar að vaka yfir og halda utan um bræðra- hópinn hans Svavars, strákana hennar ömmu. Ég hélt að mann- gæska og kærleiksblik augna þinna myndi aldrei breytast, öll börn þessa heims ættu jafnmikinn rétt á því. Þegar þú síðan eignaðist mynd- arlega strákahópinn þinn breyttist það. Það breyttist ekki í þeirri merk- ingu að það hefði minnkað eða dofn- að. Það bættist bara við annað blik, dýpra og nánara blik, því þeir eru og voru nokkuð sem þú áttir meira en nokkur annar, þeir eru ömm- ustrákarnir þínir. Með þeim var veröld þín full- komnuð. Ránó var höll bernsku minnar. Mínar dýrmætustu minningar eru þrungnar ást og umhyggju ömmu og afa. Ást þeirra og umhyggja var í andrúmsloftinu þar, hún var svo eðlileg, heilnæm og undursamlega ljúf. Samþætt þessum minningum eru minningar um hlýju þína og virðingu fyrir öllu sem lifir. Minningar um milda rödd þína sem hafði til að bera yfirvegun og festu og augun þín sem geymdu meiri dýpt og mannkærleika en flestir þekkja. Þegar við amma sát- um oft að afliðnum degi, afi búinn að koma heim í mat og farinn aftur þegar hann hafði gætt þess að ör- yggi okkar og hamingju væri í engu ábótavant og skarkali heimsins allt- af jafnfjarlægur og óraunverulegur og hann getur verið í slíkri veröld. Ég lá með vangann upp við und- ursamlega mjúkt og hlýtt hörund ömmu sem á sér engan samjöfnuð hér í heimi og fannst að dagurinn væri fullkomnaður. Þá heyrðum við fótatak þitt í stiganum, hlýja hljóm- fagra rödd þína og hlýja gefandi nærveru þína jafnvel þó að þú litir ekki við. Þó að þú færir beint upp að undirbúa heimkomu Svavars. Þá var nærvera þín og væntanleg heimkoma Svavars eins og öryggi og umhyggja sem umvöfðu ömmu og afa og lagðist jafnframt utan um umhyggju þeirra og ást til mín svo öryggi mitt og það ástríki sem um- vafði mig náði yfir endamörk ver- aldarinnar. Þá vissum við amma báðar að nú var dagurinn fullkomn- aður. Ég sendi ykkur, Svavar minn, þér, Hafþóri, Siggu, Braga Dór, Guðmundi Sveini, Árna Páli og Sig- urði Orra mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi guð styrkja ykk- ur á þessari stundu og ást og kærleikur Siggu þinnar sem hefur alltaf og mun alltaf umvefja ykkur. Fanney. Þegar hringt var í mig og mér var sagt að hún Unna væri dáin var eins og allt stoppaði. Er þetta satt? Mér varð hugsað til fólksins henn- ar. Þau hafa misst svo mikið. Hún var kletturinn, sem var til staðar alltaf, með sitt jafnaðargeð. Við Unna vorum vinkonur frá því að við vorum litlar. Um tíma fór ég í heimavistarskóla og þá skildi leiðir nokkra hríð. Þá var ekki síminn við höndina og ekki dagleg samskipti en við skrifuðumst á. Ég hafði áhyggur af hvort Unna mundi gleyma mér en það var óþarfi að hafa slíkar áhyggjur, því Unna var alltaf svo traust og góð. Það var oft gaman hjá okkur þeg- ar við leigðum saman herbergi í Reykjavík. Mér fannst svo flott að hitta hana innan við afgreiðsluborð- ið hjá Silla og Valda í Aðalstræti. Þar var hún traustur starfsmaður. Seinna, eftir að við eignuðumst maka og börn ferðuðumst við mikið saman um landið, með stóran hóp sjö barna. Eldað var fyrir hópinn á prímus og allt gekk vel. Betri ferðafélaga en Unnu var ekki hægt að hafa. Nú mun hún Unna mín ferðast um og skoða það sem hún átti eftir að fara. Ég mun sakna þín mjög mikið. Ég þakka fyrir allar samverustundir okkar og megi góður guð styrkja strákana þína, tengdadóttur og barnabörn og Guðmund sambýlismann þinn og hans börn. Þín æskuvinkona, Svanhildur. Jæja, Sigríður mín, nú er komið að kveðjustund sem kom allt of snemma en það fara allir sinn veg og ég veit að þinn vegur er ljósum prýddur. Þetta er leiðin sem við öll förum að lokum en mér finnst svo stutt síðan þú hættir að vinna með okkur. Þú byrjaðir með okkur í Múlalundi löngu áður en ég kom til starfa þar og á gamla staðnum þeg- ar Múlalundur var í Ármúlanum sem fluttist síðar í Hátún 10c. Þú vannst samfellt frá því í febrúar 1961 þar til í ágúst 2001 að þú varst komin á aldur og ætlaðir að njóta lífsins með eiginmanni og fjöl- skyldu eins og þú sagðir við mig. Þú varst verkstjóri og þar komu skipulagshæfileikar þínir vel í ljós. Alltaf var hægt að treysta á að skipulagið væri í lagi því þú skráðir í dagbók allt sem var pakkað eða gengið frá á hverjum degi. Þarna varst þú raunverulega á undan þró- uninni því þetta er hluti af gæða- málum fyrirtækja – að skrá niður það sem gert er og hafa það að- gengilegt. Við munum alltaf minn- ast þín með þakklæti og gleði í hjarta. Samviskusemin sem þú sýndir Múlalundi var einstök og vildum við félagarnir þakka kær- lega fyrir margar góðar stundir. Þitt ljós mun lifa og við vitum að það er tekið vel á móti þér þar sem þú ert núna en þar loga ávallt kerti friðar og gleði í kringum þig. Þú sagðir mér að þú ætlaðir að láta meira eftir þér og sinna eig- inmanni og fjölskyldu eftir að þú hættir að vinna en ég tel að þú hafir reiknað með að hafa lengri tíma til þeirra verka. Við vottum Guðmundi Svavari Jónssyni ásamt börnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð og óskum þess að allir muni hinar glöðu stundir sem það átti með þér, Sigríður mín. Við hjá Múlalundi viljum þakka kærlega fyrir að hafa fengið að njóta krafta þinna því þú sinntir Múlalundi heils hugar ekki síður en SÍBS í heild. Hvíl í friði, kæra vinkona. F.h. vinnufélaga í Múlalundi. Helgi Kristófersson. SIGRÍÐUR GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR Elskuleg móðir mín, amma, langamma og langalangamma, SIGURBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Engihjalla 1, Kópavogi, lést á dvalarheimilinu Kumbaravogi aðfaranótt mánudagsins 12. júlí. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Salómonsdóttir og fjölskylda. Bróðir okkar og mágur, JÓN ÁRNASON, Þverá, Eyjafjarðarsveit, sem lést miðvikudaginn 7. júlí, verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju föstu- daginn 16. júlí kl. 15.00. Guðrún Árnadóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Snæbjörn Árnason, Helga Árnadóttir, Sigríður Árnadóttir, Rósa Elín Árnadóttir og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.