Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 28
MINNINGAR
28 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ GuðmundurStefán Karlsson
fæddist í Reykjavík
18. október 1918.
Hann andaðist á
Vífilsstöðum laug-
ardaginn 3. júlí
2004. Foreldrar
hans voru Guðlaug
Pétursdóttir, f. að
Hólshúsum í Gaul-
verjabæjarhreppi
27. mars 1882, d. 4.
febrúar 1964 og
Karl Lúðvík Guð-
mundsson, f. að
Syðra-Velli í Gaul-
verjabæjarhreppi 14. júní 1894,
d. 3. febrúar 1959. Systkini Guð-
mundar eru Guðrún Helga, f. 24.
júní 1917 og Pétur Hólm, f. 30.
desember 1920.
Árið 1941 kvæntist Guðmund-
ur Margréti Sveinsdóttur, f. á
Stokkseyri 24. júní 1922. Synir
þeirra eru: 1) Gunnar Viðar lyfja-
fræðingur, f. 1. október 1941,
kvæntur Pétrínu Ólöfu Þorsteins-
dóttur börn þeirra eru a) Þor-
Inga Steinunn, f. 1978 í sambúð
með Hjörleifi Harðarsyni, dóttir
þeirra er Sandra Sól, b) Signý
Rún, f. 1982 í sambúð með Lise
Brock Thorbjörk, og c) María
Hrönn, f. 1984, í sambúð með
Árna Vigfússyni. 4) Þórir Baldur
rafvirkjameistari, f. 26. maí 1955,
kvæntur Hafdísi Ingimundar-
dóttur, börn þeirra eru Þórunn
Ása, f. 1982, Stefán Ingi, f. 1989
og Hafþór Örn, f. 1990, og fyrir
átti Þórir soninn Elvar, f. 1976.
Guðmundur fluttist með for-
eldrum sínum að Baldursgötu 26
tveggja ára gamall og bjó þar
alla sína ævi, fyrst í húsinu sem í
dag er Baldursgata 26b og
byggði svo með systkinum sínum
Baldursgötu 26 og þar hafa þau
hjón Guðmundur og Margrét bú-
ið síðan. Guðmundur varð gagn-
fræðingur frá Ingimarsskóla.
Hann hóf störf hjá Fálkanum h/f
árið 1939. Hann vann fyrst á reið-
hjólaverkstæði Fálkans við við-
gerðir og reiðhjólasmíðar og síð-
ar sem verkstjóri og hóf svo störf
í verslun Fálkans reiðhjóladeild
og vann þar lengst af sem versl-
unarstjóri. Störf Guðmundar hjá
Fálkanum spanna yfir 55 ár.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
steinn Guðlaugur, f.
1963, kvæntur Her-
dísi Björgu Rafns-
dóttur þau eiga Rafn
Viðar og Gunnar
Smára, b) Guðmund-
ur Þór, f. 1967,
kvæntur Jóhönnu
Kristínu Gustavsdótt-
ur, dóttir þeirra er
Pétrína, c) Þórunn
Margrét, f. 1971, gift
Ólafi Erni Ólafssyni,
þau eiga Hilmi Örn
og óskírðan Ólafsson.
2) Karl Birgir raf-
eindavirki, f. 10.
febrúar 1947, kvæntur Guðrúnu
Vilhjálmsdóttur, börn þeirra eru
a) Margrét Björg, f. 1968, gift
Þorsteini Sigurmundasyni þau
eiga Rakel Birnu og Birgi Þór, b)
Íris Anna, f. 1971 gift Herði Þór-
hallssyni, þau eiga Vífil og
Sindra og óskírða dóttur. c) Guð-
mundur Ingi, f. 1975. 3) Björgvin
Grétar verkstjóri hjá Ístak, f. 28.
janúar 1954, kvæntur Hildi
Pálmadóttur, dætur þeirra eru a)
Tengdafaðir minn, Guðmundur,
lést skyndilega laugardaginn 3. júlí.
Það að hugsa sér að hann sé horfinn
af þessari jarðvist fyrir fullt og allt
er mjög sérstök tilfinning sem ég
veit að ég deili með svo ótal mörg-
um öðrum syrgjendum. Að hugsa
sér að maður eigi ekki eftir að
spjalla oftar við hann, segja honum
fréttir af fjölskyldunni og ræða um
dægurmál líðandi stundar, er mjög
einkennileg og tregablandin tilfinn-
ing. En maður er þakklátur almætt-
inu fyrir þær stundir og þær minn-
ingar sem ég á í hjarta mínu um
þennan yndislega og góða mann.
Guðmund hitti ég fyrst árið 1961
þegar ég kom inn í fjölskylduna sem
unnusta og síðar eiginkona elsta
sonar hans. Ég man þetta breiða
fallega bros sem alla tíð hefur fylgt
honum, hlýlegt og ljúft viðmót en
um leið skapfesta og heilindi og oft
glettni í augum, enda meistari í að
segja frá ýmsu skoplegu úr daglegu
lífi.
Guðmundur var sannkallaður
Reykvíkingur, þekkti vel til í borg-
inni og það var unun að hlusta á
hann segja frá húsum, staðháttum
og mönnum í borginni á fyrri tíð
þegar hann var að alast upp og þeg-
ar hann hóf sjálfur búskap á Bald-
ursgötu 26, hann gat jafnvel leiðrétt
rangfærslur í bókum og frásögnum
ef því var að skipta. Hugur Guð-
mundar stóð til iðnnáms en hann
komst ekki að í læri við fyrstu til-
raun þar sem kunningsskapur réð
því að annar piltur var tekinn fram
yfir hann þrátt fyrir góðar einkunn-
ir og tilskilin réttindi og það sárnaði
honum svo mikið að hann varð alveg
fráhverfur námi. Hann hóf svo störf
hjá Fálkanum hf. árið 1939, fyrst á
reiðhjólaverkstæðinu þar sem hann
smíðaði hin vel þekktu Fálkahjól og
gerði við önnur hjól. Líklega hafa
piltarnir í Fálkanum verið þeir síð-
ustu sem stunduðu þá iðn að smíða
hjól hér á landi og nú er sú þekking
horfin með þessum mönnum. Guð-
mundur fluttist svo yfir í verslun
Fálkans og var gerður að verslun-
arstjóra yfir reiðhjóla- og útilífs-
deildinni og margir þekkja hann
þaðan. Ennfremur tók Fálkinn að
flytja inn skíði og annan frístunda-
búnað og Guðmundur var einn af
aðalmönnunum í þessum málum.
Hann keypti sjálfur skíði fyrir sig
og konu sína strax og þeir fóru að
flytja inn skíði og þau hjónin hafa í
gegnum árin átt margar sælu-
stundir á gönguskíðum hér í ná-
grenni borgarinnar.
Guðmundur vann hjá Fálkanum í
55 ár og það var svo augljóst frá
fyrstu kynnum okkar að Fálkinn
annars vegar og heimilið hins vegar
voru honum eitt og allt í lífinu.
Hann gaf sig allan að vinnunni og
var mjög stoltur af sínu fyrirtæki og
hann gaf sig einnig allan að heim-
ilinu, konunni, sonunum og síðar
fjölskyldum sonanna eftir því sem
þær komu til. Hann var einn sá
mesti og besti fjölskyldumaður sem
ég get hugsað mér og hann var svo
lánsamur að hafa getað komið þeim
eiginleikum áfram yfir til sona
sinna.
Fyrirtækið hans, Fálkinn hf.,
hefur líka sýnt Guðmundi alla tíð
mikinn velvilja, ræktarsemi og
þakklæti fyrir vel unnin störf. Það
má teljast næsta einstakt að á
hverju ári hefur þeim hjónum verið
boðið á árshátíð fyrirtækisins og
alltaf eru sendar jólagjafir til þeirra
um hver jól, þeim er aldrei gleymt
þótt aldurinn sé orðinn hár og langt
liðið frá því Guðmundur hætti störf-
um í Fálkanum. Fyrir þetta erum
við fjölskyldan óendanlega þakklát.
Guðmundur var harðduglegur
maður og hagur bæði á tré og járn.
Hann byggði eins og svo margir
jafnaldrar hans sitt eigið hús í sam-
vinnu við systkini sín, úr litlum sem
engum efnum og upp reis þriggja
hæða 6 íbúða hús sem þau deildu
saman systkinin. Bræðurnir Pétur
og Guðmundur hafa alla tíð búið
hlið við hlið í þessu húsi og aldrei
hefur fallið styggðaryrði á milli
þeirra bræðra. Hin seinustu ár eftir
starfslok beggja hafa þeir notið
þess að fara daglega þegar veður og
heilsa leyfðu í göngutúra eða á
gönguskíði sér til hressingar og
uppörvunar. Ég sé þá ljóslifandi
fyrir mér í þessum skrifuðum orð-
um.
Þegar tengdafaðir minn stóð á
fimmtugu eignaðist hann sinn
fyrsta bíl og þá opnuðust nýjar
víddir fyrir tengdaforeldrum mín-
um. Nú tók við tímabil ferðalaga
vítt og breitt um landið og það var
þeim ómæld ánægja. Þau fóru ekki
bara hina hefðbundnu þjóðvegi
heldur voru þræddir hjávegir og af-
leggjarar og allt skoðað og svo
fengum við börnin ferðasögurnar
þegar heim var komið. Við hjónin
vorum svo lánsöm að fara með þeim
í nokkrar svona sumarleyfisferðir
um landið og það var alveg ógleym-
anlegt, því hvenær sem þurfti að
rifja upp eða muna einhvern stað
var bara flett upp í þeim hjónum því
allt var munað í þaula og þau voru
bæði víðlesin og margfróð um land
og þjóð.
Tengdafaðir minn hefur ekki far-
ið varhluta af veikindum frekar en
svo margur maðurinn og hann hef-
ur oft staðið frammi fyrir mjög al-
varlegum veikindum. Með já-
kvæðni, þrautseigju, dugnaði,
einbeittum vilja og síðast en ekki
síst dyggum stuðningi konu sinnar
sem alltaf stóð við sjúkrabeð hans,
hefur honum tekist að sigrast á öll-
um sínum veikindum, þar til fyrir
ári að hann fékk hjartabilun og
blóðtappa sem leiddi til töluverðrar
fötlunar, þannig að hann gat ekki
lengur dvalið á heimili sínu og það
GUÐMUNDUR
STEFÁN KARLSSON
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug
og vináttu vegna andláts og útfarar hjartkærrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
RANNVEIGAR PÉTURSDÓTTUR.
Þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilis
aldraðra, Víðinesi.
Guðmundur Finnbogason, Erla G. Olgeirsdóttir,
Ásdís Finnbogadóttir, Þór Oddgeirsson,
Bragi Finnbogason, Guðbjörg Ingólfsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Mágkona mín,
FRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
hattadama,
áður til heimilis
á Hverfisgötu 35, Reykjavík,
sem lést í Víðinesi laugardaginn 10. júlí sl.,
verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju
í Fljótshlíð laugardaginn 17. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Anna Guðjónsdóttir.
Móðir okkar,
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Langholti,
Engihjalla 3,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
mánudaginn 12. júlí.
Fyrir hönd fósturbarna, tengdabarna og
barnabarna,
Steinunn og Gerður Karítas Guðnadætur.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and-
lát og útför elskulegrar móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
MARGRÉTAR PÉTURSDÓTTUR
JÓNSSON,
Kaplaskjólsvegi 65,
Reykjavík.
Hildur Karen Jónsdóttir, Bjarni Már Bjarnason,
Hólmfríður Jónsdóttir, Jón Ólafur Skarphéðinsson,
Hneta Rós Þorbjarnardóttir,
Margrét Rán Þorbjarnardóttir,
Jóhann Garðar Þorbjarnarson,
Una Björk Jónsdóttir,
Ása Karen Jónsdóttir.
Móðir okkar, amma og langamma,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
lyfjafræðingur,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 16. júlí kl. 10.30.
Geirlaug Þorvaldsdóttir,
Skúli Þorvaldsson,
Katrín Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR
(Hulla),
Meistaravöllum 7,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 16. júlí kl. 10.30.
Jón Bergmann Ingimagnsson, Þórdís Karlsdóttir,
Guðrún Erla Ingimagnsdóttir, Valdimar Stefánsson,
Eiríkur Ingimagnsson, Sigríður Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGVELDUR (Inga) INGVARSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánu-
daginn 12. júlí.
Einar Ingvar Egilsson, Halla Svanþórsdóttir,
Þorgerður Egilsdóttir, Einar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ELÍN SIGURÐARDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi mánudaginn
12. júlí sl.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 20. júlí kl. 15.00.
Sigurður Hjalti Sigurðarson, Guðrún Jónsdóttir,
Reynir Ari, Freyr, Sindri og Elín.