Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 33
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 33 Bensínverð á Íslandi ÉG var að enda við að lesa grein í Fjarðarpóstinum þar sem Atlants- olía er óhress með slagorð Ork- unnar. Þeir hafa notast við „,Ork- an alltaf ódýrust!“ og nú einnig „Orkan bensín er alstaðar ódýr- ast!“ Það er alltaf verið að ljúga að samborgurum okkar með því að nota sálfræði og auglýs- ingabrellur á okkur svo þeir geti notið góðs af. Fyrir það fyrsta finnst mér fá- ránlegt að bensínverð sé ekki það sama á öllum stöðvunum. Ég fór í bæinn um daginn á ónefnda bens- ínstöð og þar var verðið hærra heldur en í heimabæ mínum, mér finnst þetta til háborinnar skamm- ar. Þá kostaði bensínið 104,1 kr. ltr. En í Hafnarfirðinum kostaði það 99,9 kr. ltr. Og nú seinast í gær ætlaði ég að taka bensín hjá annarri bensínstöð í Breiðholtinu en þá kostaði bensínið þar 104,1 í sjálfsaðgreiðslu en í Hafnarfirð- inum kostaði bensínið 101,4 kr. ltr. Það ætti að setja lög á olíufélögin svo þau geti hætt að leika sér að hinum almenna borgara. Mig langar einnig að vita hvers vegna þetta er leyfilegt. Í lokin vil ég benda fólki á að sniðganga aðrar vörur en bensín hjá olíufélögunum því það er til háborinnar skammar þegar bens- ínið er orðið verðlagt eftir því hversu mikil umferð er í kringum hverja bensínstöð hverju sinni. Því ég hef tekið eftir því að í Reykjavík er bensínið mun dýrara heldur en gerist í minni úthverf- unum. Ég vil taka það fram í lok- in, svo þetta vefjist ekki fyrir neinum, að ég er að tala um sömu bensínstöðina en verðið er aldrei hið sama. Það er eins og gjald- skráin fari eftir því hvar er mikil umferð og hvar er minni umferð, það ætti að banna svona lagað. Óhress viðskiptavinur. Stríðsminjar í Öskjuhlíð SKAMMARLEGT þykir mér ástand stríðsminja í Öskjuhlíð. Skotbyrgin eru almenningi með öllu óaðgengileg og engar upplýs- ingar eru fyrir gesti og gangandi um sögu svæðisins. Kostnaður við uppbyggingu minjasafns myndi einungis nema verði einnar bifreiðar og er það eigi mikið. Ragnar Ingi Ingason. Gullhringur í óskilum GULLHRINGUR fannst í skóla- görðunum í Laugardal fyrir þrem- ur vikum. Upplýsingar í síma 693 2442. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Dagana 17.–18. júlí verður gengin píla-grímaganga að gömlum sið frá Þing-vallakirkju að Skálholtskirkju. Lagtverður af stað frá Þingvöllum klukkan 10 á laugardagsmorgni og gengið verður yfir í Lyngdalsheiði til Vígðu laugar á Laugarvatni og gist í gamla héraðsskólanum. Næsta dag verður gengið frá Laugarvatni til Skálholts og komið þang- að um miðjan dag. Skálholtsskóli stendur að skipu- lagningu göngunnar og þar er tekið við skráningu í síma 486-8870. Þátttaka í göngunni er ókeypis en göngufólkið sér um eigið nesti og svefnbúnað. Bern- harður Guðmundsson er rektor Skálholtsskóla. Hvernig eru pílagrímagöngur frábrugðnar öðr- um göngum? „Pílagrímagöngur eru skipulagðar öðruvísi en aðrar göngur. Þær eru frábrugðnar öðrum göngum að því leyti að það er samkvæmt hefðinni gengið á móti helgum stað. Það er gengið í klukkutíma í senn og síðan hvílst og er hvíldinni gjarnan gefið ákveðið innihald með íhugun eða bæn. Stundum er einnig gengið í þögn.“ Hvað einkennir pílagrímagöngur? „Einfaldleikinn er lykilorð pílagrímagöngunnar. Hún mótast af upplifun landslags og náttúru, þar sem fólk kemst úr hlutverki neytandans en nýtur hins einfalda lífs og endurnærist á allan hátt. Gang- an er tæki sem auðveldar fólki að komast úr amstr- inu og hún sameinar hið innra og ytra landslag göngufólksins. Hugurinn tæmist og kyrrð færist yf- ir sálarlífið og ég hvet fólk til þess að taka þátt í þessari göngu.“ Eru pílagrímagöngur algengar? „Þær voru ekki óalgengar hérlendis fyrr á öldum. Menn héldu til Rómar, Jerúsalem og víðar en af- lögðust með breyttum samgönguháttum. Hins veg- ar hafa þær hlotið nýjan hljómgrunn erlendis vegna nýrra viðhorfa til útivistar, líkamlegrar áreynslu og andlegrar hvíldar og uppbyggingar. Þúsundir manna streyma nú í sumar gangandi til Comp- ostella, Rómar, Niðaróss og víðar.“ Verða vanir göngumenn í fararbroddi í göng- unni? „Já, það verða þeir Guðbrandur Magnússon og Pétur Pétursson sem verða leiðtogar pílagríma- göngunnar. Þeir eru vanir göngumenn og hafa þeg- ar gengið þessa leið til undirbúnings fyrir gönguna. Það verður undirbúningsfundur með þátttakendum fyrir gönguna en Skálholtsskóli skipuleggur ferðina og þar eru veittar nánari upplýsingar og tekið við skráningu göngufólks. Þátttaka í pílagrímagöng- unni er ókeypis og er þetta kjörið tækifæri til þess að njóta landslagsins og náttúrunnar á Íslandi.“ Útivist | Skálholtsskóli skipuleggur pílagrímagöngu Pílagrímaganga til Skálholts  Bernharður Guð- mundsson er fæddur 1937. Hann lauk guð- fræðinámi frá HÍ 1962. Árið 1970 gerðist hann æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar. Bernharður lauk námi til meist- araprófs í fjölmiðlun 1979 og var frétta- fulltrúi kirkjunnar frá 1979 til 1989. Hann gerðist þá fræðslustjóri kirkjunnar og gegndi því starfi til 1991. Bernharður var yfirmaður ráðgjafardeildar Lútherska heimssambands- ins í Genf frá 1991 til 1999. Hann hefur verið rektor Skálholtsskóla frá 2001. ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík tekur, fyrstur íslenskra kóra, þátt í ólympískri kórakeppni, Choir Olympics, sem fram fer í Þýskalandi. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn, að þessu sinni á tveimur stöðum í Þýskalandi, Bremen og Bremer- haven. „Fyrir um tveimur árum var ólympíumótið haldið í Japan og í kjöl- farið fengum við, ásamt nokkrum öðrum kórum, bréf þess efnis að gaman væri að fá íslenska kóra til að taka þátt í næstu keppni,“ segir Gunnar Ben, stjórnandi kórsins. Þátttaka í ólympísku kórakeppn- inni er aðeins opin kórum skipuðum leikmönnum. Í dómnefndum eru fag- menn, sem getið hafa sér gott orð á alþjóðlegum vettvangi. Meðal dómar- anna er Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðarkóranna. „Eins og í öðrum ólympíukeppnum þarf kórinn að hafa náð einhverju lág- marki til að eiga möguleika á þátt- töku í riðlakeppninni, sem opin er öll- um áhugamannakórum. Keppt er um brons, silfur og gull og fara þeir kórar í úrslit sem hljóta gullið. Þeir kórar sem hafa unnið alþjóðleg mót fara beint í undanúrslitin. Flokkarnir eru 26 og keppum við í flokki kammer- kóra. Þar keppir 21 kór og að auki eru tólf þegar komnir í úrslit. Það er ofsalega skemmtilegt að taka þátt í svona alþjóðlegu móti og bara það að vera í Bremen í heila viku þar sem mörg þúsund manns syngja á hverju götuhorni verður stórfengleg upplif- un. Sungin eru fjögur lög, innlent, er- lent, eitt eftir núlifandi tónskáld og eitt frjálst val. Við ætlum að syngja Smávinir fagrir eftir Jón Nordal, Fjórtán ára eftir Egil Gunnarsson við ljóð Þorbergs Þórðarsonar, sem er eitt af mínum uppáhaldslögum. Svo syngjum við norska lagið Fuge eftir Sigvald Tveit. Lagið er þriggja radda byggt á stefinu Siggi var úti og vann tónsmíðaverðlaun árið 1976. Loka- lagið er eftir Hjálmar H. Ragnars- son, Fenja Uhra, við ljóð Karls Ein- arssonar Dúnganon. Lagið er sungið á mállýsku maoríanna frá Nýja-Sjá- landi en grettur eru partur af menn- ingu þeirra eins og sjá mátti í mynd- inni The Whale Rider sem sýnd var í Háskólabíói ekki alls fyrir löngu. Lagið er ofsalega skemmtilegur hrærigrautur þar sem taktinum og mállýskunni er blandað saman við ís- lensku sönghefðina. Þetta er eitt skemmtilegasta lag sem ég hef stjórnað,“ segir Gunnar. Íslenskur kór syngur á ólympíumóti Choir Olympics 2004 er haldin í Bremen og Bremerhaven dagana 8.–18. júlí. Árnesingakórinn í Reykjavík tekur þátt í ólympískri kórakeppni. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Nóatún 30 - Laus strax Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Mjög góð 82,1 fm, 4ra herbergja íbúð á besta stað. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, tvær samliggjandi stofur, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Lítil geymsla við inngang. Sérgeymsla í kjallara með góðum glugga. Sameig- inlegt þvottahús og þurrkherbergi. Íbúðin er laus strax. Verð 12,9 millj. Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.