Morgunblaðið - 14.07.2004, Qupperneq 35
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 35
Vantar strax
2ja-3ja og 4ra herbergja íbúðir
Þórarinn M. Friðgeirsson, logg. fast.
sími 588 4477 - valholl.is -
Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Höfum verið beðnir að útvega 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði fyrir fjársterk félagasamtök
sem eru með mjög góðar greiðslur í boði.
Einnig eru fjölmargir fjársterkir kaupendur á skrá hjá okkur
sem eru að bíða eftir réttu eigninni og eru með mjög góðar greiðslur
í boði fyrir rétta eign.
Ef þú/þið eigið einhverja af ofangreindum eignum
þá endilega hafið samband við sölumenn okkar:
Þórarinn - Sími 899 1882
Ellert G. - Sími 893 4477
Ingólfur - Sími 896 5222
ÓLAFUR Árni Ólafsson og Libia Pérez de Sil-
es de Castro eru stödd á hraðbraut milli Holl-
lands og Belgíu þegar næst í þau. Þau telja það
þó ekki eftir að stoppa bílinn til að eiga samtal
um ferðalagið, frá opnun sýningar í De Appel
eða Eplinu í Amsterdam síðastliðinn fimmtu-
dag til opnunar samsýningar íslenskra mynd-
listarmanna í Museum Dhondt-Dhaenens í
Belgíu um helgina.
„Eplið var stofnað af Wies Smals árið 1975
og var hluti af sömu bylgju og Nýlistasafnið í
Reykjavík spratt úr. Síðan hefur það þróast og
er í dag ein helsta myndlistarstofnun Hollands
og Evrópu, sem einbeitir sér sérstaklega að því
að sýna alþjóðlega samtímamyndlist. Við Libia
erum hvort tveggja, alþjóðleg og hollensk,“
segir Ólafur Árni, en kærasta hans og sam-
starfskona, Libia, er spænskættuð. „Á sama
tíma er í gangi í safninu sýning arkitektsins og
myndlistarmannsins Marjetica Potrc frá Slóv-
eníu og það er mjög áhugavert hvernig verkin
okkar kallast á.“
Ólafur og Libia, sem hafa unnið og sýnt sam-
an síðan árið 1996, hafa gert víðreist á und-
anförnum árum. Árið 2002 sýndu þau í galleríi
Hlemmi og í Malaga á Spáni svo dæmi séu tek-
in, og í fyrra sýndu þau í Hafnarborg í Hafn-
arfirði, í Charlottenborg í Kaupmannahöfn og
dvöldu í gestavinnustofunni Platform Garanti í
Istanbúl, auk þess að taka þátt í Havana-
tvíæringnum á Kúbu. „Við vinnum út frá þeim
stað sem við erum á hverju sinni, í bland við
okkar eigin sögu. Í Eplinu núna höfum við til
dæmis umbreytt rýminu mjög mikið, en þó
ekki þannig að það sé orðið óþekkjanlegt.
Áhorfandinn upplifir bæði í einu, okkar innlegg
og það sem var fyrir.“
Málefni innflytjenda tekin fyrir
Ólafur og Libia eru búsett í Rotterdam og í
listsköpun sinni hafa þau tekið fyrir innflytj-
endamál, sem eru ofarlega á baugi þar í borg
enda helmingur íbúa annars staðar frá. „Það
efni er okkur auðvitað nátengt vegna þess hve
miklu flakki við höfum verið á sjálf. Sýningin í
Eplinu heitir „Wir wünschen Ihnen einen
angenehmen Aufenthalt“ sem merkir „Við ósk-
um yður góðrar dvalar“ og þar erum við meðal
annars með hljóðinnsetningu sem eru níu sam-
töl og frásagnir frá hollenskum innflytjendum,
meðal annars frá Íran, Afríku og Mið-Evrópu.
Mál innflytjenda valda mikilli spennu þar í
landi um þessar mundir, enda mun 20.000 íbú-
um verða gert að yfirgefa landið á næstu þrem-
ur árum, sem þýðir um það bil ein flugvél á dag
og er auðvitað ekki framkvæmanlegt. Málið er
algjörlega eldfimt. En í bland við þessi mál
kemur svo okkar eigin saga á sýningunni.“
Libia og Ólafur nota aðstoðarmenn, eins og
margir myndlistarmenn gera, á hverjum stað
sem þau sýna á. „En hjá okkur verður þeirra
innlegg hluti af verkinu og í raun má segja að
við stofnum nýja hljómsveit á hverjum stað.
Þannig verður líka til eins konar snjóbolti sem
rúllar, verkið hleður utan á sig eftir því sem
fleiri taka þátt í gerð þess og það hleðst orku.“
Hann segir verkið sem þau sýna á samsýn-
ingunni Dhond-Dhaenens-safninu í Belgíu vera
nátengt sýningunni í Eplinu. „Enda eru þau
gerð með mjög skömmu millibili. Við höfum
heimsótt nokkrum sinnum þetta þorp þar sem
safnið er. Þar í kring býr mjög efnað fólk og
víggirtar kastalavillur með skiltum með áletr-
unum um einkalóðir og bannaðan aðgang eru
algengar. Myndir sem við tókum af þessu er
meðal þess sem við sýnum, en auk þess verðum
við til dæmis með stóra áletrun á vegg utan á
safninu, þar sem stendur „Landið þitt er ekki
til“ á hollensku, gert úr leir,“ segir Ólafur, en
þessi áletrun hefur verið áberandi í verkum
þeirra Libiu og prýddi meðal annars húshlið í
Hafnarfirði í fyrra.
Íslensk myndlist er alþjóðleg
Edith Doove er sýningarstjóri sýning-
arinnar, en hún er jafnframt forstöðukona
Dhondt-Dhaenens-safnsins. „Þetta er næstsíð-
asta sýningin hennar í þessu safni, en hún ætl-
ar að færa sig aftur meira út í experimental-
myndlist. Hún rak áður svokallað „non-
commercial“ sýningarrými í Antwerpen sem
hún stofnaði sjálf og sýndi þar mikið af ungu
myndlistarfólki. Hún komst á snoðir um ís-
lenska listsköpun gegnum myndlistarkonurnar
Guðnýju Rósu og Gabríelu Friðriksdóttur, og
hefur í kjölfarið komið mjög oft til Íslands að
undanförnu og kynnst íslenskum myndlist-
armönnum. Edith þekkir þannig fólkið sem
hún valdi og listsköpun þeirra og hefur sett sig
mjög vel inn í íslenskan myndlistarheim, sem
mér finnst mjög jákvætt. Fyrir henni er mjög
áberandi hve íslenskir listamenn eru alþjóð-
legir, nokkuð sem fólk áttar sig ekkert á heima.
Mér finnst svo oft þegar ég les umfjöllun um
það sem er í gangi að verið sé að væla um að
það þurfi að kynna íslenska myndlist út á við,
og það er eins og fólk átti sig ekki á að það er
hellingur af íslenskum myndlistarmönnum sem
eru búsettir erlendis, að minnsta kosti af minni
kynslóð, og starfa á alþjóðlegum vettvangi.
Heima átta söfnin og fólkið sig ekki á því. Edith
vildi sýna bæði fólk sem vinnur á Íslandi og fer
út til að sýna, og fólk sem er búsett erlendis
eins og við, Hrafnkell Sigurðsson, Guðný Rósa,
Gabríela, Ásmundur Ásmundsson og fleiri, sem
sýna líka reglulega á Íslandi. Þetta var eitthvað
sem henni féll mjög vel og ég held að hún hafi
hugsað sér að halda áfram tengslum við ís-
lenska myndlistarmenn.“
Ólafur segir það alls ekki sjálfsagt að mynd-
listarfólk sæki til útlanda í þeim mæli sem ís-
lenskir myndlistarmenn gera. „Heima er það
stemningin að maður verði að fara til útlanda
að læra, annaðhvort sem skiptinemi eða í fram-
haldsnám, ef maður ætlar að leggja myndlist
fyrir sig. Í Hollandi er hins vegar allt til alls og
þar er þetta ekki nærri eins algengt. Ég held
að ég þekki þrjá sem hafa lært eða flutt til út-
landa af hundruðum hollenskra listamanna, og
þrjá íslenska sem hafa ekki lært eða búið er-
lendis. Það finnst mér gefa ágæta mynd af
þessum aðstæðum og hugsunarhætti.“
Starfað á alþjóðlegum vettvangi
„Landið þitt er ekki til“ hafa Ólafur og Libia
skrifað í leir utan á Dhond-Dhaenens safnið.
Sýning Ólafs og Libiu í De Appel eða Eplinu í Amsterdam heitir „Wir wünschen Ihnen einen
angenehmen Aufenthalt“ sem merkir „Við óskum yður góðrar dvalar“ og vísar til málefna inn-
flytjenda sem valda mikilli spennu í Hollandi um þessar mundir, að sögn Ólafs.
Dagblaðastaflar með lúpínufræi: Verk Magn-
úsar Sigurðssonar á sýningunni í Belgíu.
Íslenskir myndlistarmenn eru að gera margt gott er-
lendis um þessar mundir og yfirleitt. Dæmi um það er,
eins og Inga María Leifsdóttir komst að, Ólafur Árni
Ólafsson sem opnaði sýningu í Eplinu í Amsterdam í
síðustu viku og tekur þátt í samsýningu nokkurra ís-
lenskra listamanna sem var opnuð í Belgíu um helgina.
ingamaria@mbl.is