Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 14.07.2004, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ JOHN Schlesinger kvikmyndaleikstjóri ásakar söng- og leikkonuna Madonnu um að hafa stuðl- að að hjartaáfalli sínu í bréfum sem fundust eft- ir dauða hans. Óskarsverðlaunahafinn, sem lést nú í júlí, 77 ára að aldri, fékk hjartaáfall árið 1999, skömmu eftir að hafa unnið með Mad- onnu að kvikmyndinni The Next Best Thing, sem fékk af- ar dræma aðsókn. Í bréfum og minnismiðum frá framleiðslutíma kvik- myndarinnar, sem nú hafa verið færð bresku kvikmyndastofnuninni að gjöf, segir að Mad- onna og framleiðandinn Tom Rosenberg hafi gert Schlesinger bálreiðan þegar þau vildu breyta fjöldamörgum senum í myndinni. Þá er Madonna sögð hafa reynt að beita brögðum til að líta enn betur út í kvikmyndinni. „Það hvarflar ekki annað að mér en að hegð- un þeirra eigi stærstan þátt í því hvernig nú er komið fyrir mér,“ ritar Schlesinger á sjúkrabeði sínum árið 1999. Í öðru bréfi bölvar hann Ros- enberg fyrir að láta Madonnu hafa þau áhrif á sig að vilja breyta senunum þar sem það hafði þegar verið reynt. Kynningarfulltrúi stjörnunnar hefur svarað þessum ásökunum og segist undrandi á at- hugasemdum Schlesingers. Hún segir fólk hafa sagt ótalmargt um Madonnu en aldrei hafi nokkur maður efast um fagmannlega hegðun hennar í starfi og að Madonna hafi borið mikla virðingu fyrir Schlesinger. Fólk | Madonna Völd að hjartaáfalli? ÞAÐ ER mikið að gerast í suður- amerískum bókmenntum um þessar mund- ir ef marka má umtal og útgáfu þýðinga á bókum eftir unga höf- unda þaðan. Mexíkóski rithöfundurinn Ignacio Padilla er meðal þeirra höfunda sem menn lofa um þessar mundir og þá aðallega fyrir bók hans Nafnlaus skuggi, Shad- ow Without a Name, en fleiri verk eftir hann eru væntanleg í enskri þýðingu á næstunni. Padilla er ekki síst merkilegur fyrir það hve hann leitar fanga víða í bókum sínum. Þannig gerast smásögur hans víða um heim, í Nepal, Góbí-eyðimörkinni í Mong- ólíu, Austur-Indíum og Mið-Afríku, svo dæmi séu tekin, og atburðarásin í Nafn- lausum skugga berst víða í tíma og rúmi, hefst í Buenos Aires í Argentínu, berst til Genfar, Frakklands og Lundúna. Farið er líka fram og aftur í tíma; kveikjan að frá- sögninni er atburður í lest á leið á aust- urvígstöðvarnar í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1916, en lausnin, ef það er þá lausn, er í Lundúnum 1989. Árið 1916 taka þeir skák Victor Kretzchmar og Thadeus Dreyer, annar hermaður á leið á vígvöllinn og hinn starfsmaður járnbrautarinnar sem flytur hermenn í opinn dauðann. Skákin snýst um líf og dauða, um hlutverkaskipti, hvor verður eftir sem járnbrautarstarfsmaður og hvor fer á blóðvöllinn á austurvígstöðv- unum. Padilla leikur sér með minni úr vest- rænni nútímasögu og aðalsögupersóna hans er raunveruleg, herforinginn Thad- eus Dreyer, aukinheldur sem Adolf Eich- mann kemur við sögu, beint og óbeint. Fléttan byggist nefnilega á raunverulegri áætlun sem Dreyer stýrði og fólst í því að þjálfa upp staðgengla fyrir frammámenn þriðja ríkisins, menn sem gætu sést op- inberlega, mætt á samkomur og sýningar, og þannig komið í veg fyrir að fyrirmynd- irnar þyrftu að legga líf sitt í hættu. Spurningin sem Padilla varpar fram er hvort þessi áætlun hafi ekki eins getað skilað því að einhverjir af þeim að- almönnum þýskra nasista sem handteknir voru að stríðinu loknu, og margir síðan teknir af lífi, til dæmis Adolf Eichmann, hafi í raun ekki verið hinir raunverulegu óþokkar heldur staðgenglar þeirra. Þótt þetta sé eitt meginþema bók- arinnar felst í henni margt annað. Padilla veltir upp spurningunni um sjálfið, sjálfs- myndina og ekki síst mannvonskuna. Bók- in er einkar vel skrifuð, stíllinn á henni skemmtilega snúinn og lýsingar á stríðinu og súrrealísku umhverfi mikilla átaka heillandi vel skrifaðar. Mjög forvitnilegur höfundur. Shadow Without a Name eftir Ignacio Padilla. 192 síðna kilja. Schribner gefur út 2003. Árni Matthíasson Nafnlaus skuggi Forvitnilegarbækur www .borgarb io. is Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 8 og 10. ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“  „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ .ÞÞ.FBL. „Ekki síðri en fyrri myndin“ Kvikmyndir.com. Sýnd kl. 5.40, 8, 10.20. 19 þúsund gestir á 5 dögum HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Kl. 10.15. B.i. 16.Kl. 6, 8 og 10. Bi 16. Sýnd kl. 3.50. Íslenskt tal  SV Mbl Kl. 5.50 og 8.  SV Mbl Sýnd kl. 3. Sýnd kl. 3, 5, 6, 8, 9 og 11. kl. 5.30, 8.30 og 11.30. ÓÖH „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“  SV MBL "Afþreyingarmyndir gerast ekki betri."“  „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant“ .ÞÞ.FBL. „Ekki síðri en fyrri myndin“ Kvikmyndir.com. „Ekki síðri en fyrri myndin“ Kvikmyndir.com. 19 þúsund gestir á 5 dögum Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Söngvarinn og mannúðarsinninn Bono hefur lofaðframtak Gordons Brown, fjármálaráðherra Breta í alnæmismálum, en frá þessu er greint á fréttaveitunni Ananova. Brown ákvað í gær að breska ríkið veiti 1,5 milljarða punda, eða um 200 milljarða ís- lenskra króna, til baráttunnar gegn sjúkdómnum í þróunarlöndum á næstu þremur árum. Bono segir þessa ákvörðun geta bjargað mörg hundruð þúsund mannslífum. „Það sem gerðist í gær var að mörg hundruð þúsund manns með alnæmi, sem ekki hefðu fengið aðgang að lyfja- meðferð og hefðu þess vegna dáið, munu fá að lifa,“ sagði Bono. Í viðtali við BBC sagði hann ákvörðunina „frábæra“. „Vegna hennar er ég kominn í óvenjulega stöðu, sem er sú að hrósa stjórnmálamönnum,“ sagði Bono. „Við erum alltaf að skamma Tony (Blair) og Gordon fyrir að gera ekki nóg, en í dag verðum við að segja að þetta er hreint frábært,“ bætti Bono við.    Söngvarinn Bobby Brown gaf sig um helgina framvið fangelsisfulltrúa í Atlanta-ríki, einungis fjór- um klukkustundum fyrir lokafrest sem dómur hafði gefið honum til þess. Brown er ákærður fyrir að hafa lagt hendur á eiginkonu sína, söngkonuna Whitney Houston. Honum var sleppt aftur eftir að hann hafði greitt 2.000 dala tryggingarfé hjá fógeta í borginni Atlanta. Í maí úrskurðaði dómstóll að réttað skyldi yfir Brown, sem er 35 ára, vegna kæru þess efnis að hann hefði slegið Houston á heimili þeirra í Georgíu- ríki í desember í fyrra. Verði Brown fundinn sekur um verknaðinn, gæti hann átt yfir höfði sér árs fang- elsi og um 1.000 dala sekt, en sú upphæð samsvarar rúmum 70.000 íslenskum krónum. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.