Morgunblaðið - 23.08.2004, Blaðsíða 9
Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Hjá okkur fáið þið traust og
örugg leikföng fyrir börnin.
ÞROSKALEIKFÖNG Í ÚRVALI
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2004 9
MIRALE
Grensásvegi 8
sími: 517 1020
Opið:
mán.- föstud.11-18
laugard. 11-15
Í tilefni af því að MIRALE hefur tekið við Cassina
umboðinu á Íslandi veitum við 15% afslátt
af öllum sérpöntuðum húsgögnum til 31. ágúst. Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Nýju
haustvörurnar
frá
streyma inn
Str. 38-60
KOSIÐ verður til sveitarstjórnar í
hinu nýja sameinaða sveitarfélagi
Austur-Héraðs, Fellahrepps og
Norður-Héraðs 16. október næst-
komandi og hefst atkvæðagreiðsla
utan kjörfundar í dag.
Unnt verður að greiða atkvæði ut-
an kjörfundar hjá sýslumönnum um
land allt, sendiráðum, fastanefndum
hjá alþjóðastofnunum og ræðis-
mönnum. Framboðsfrestur vegna
sveitarstjórnarkosninganna rennur
út kl. 12 á hádegi laugardaginn 25.
september. Kjörskrár munu liggja
frammi almenningi til sýnis á skrif-
stofum sveitarfélaganna frá og með
miðvikudeginum 6. október 2004. Yf-
irkjörstjórn í hinu nýja sveitarfélagi
skipa Bjarni G. Björgvinsson, Egils-
stöðum, Guðmundur Davíðsson,
Fellabæ og Jón Víðir Einarsson,
Jökuldal.
Nýtt sveitarfélag í undirbúningi
Atkvæðagreiðsla ut-
an kjörfundar í dag
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
ÍSLENDINGAR tóku í þriðja sinn
þátt í Alþjóðlegu ólympíukeppninni
í efnafræði í júlí. Keppnin var hald-
in í Kiel, höfuðborg Slésvíkur og
Holtsetalands. Þetta er í 36. skipti
sem Ólympíukeppnin er haldin en
hún var fyrst haldin í Prag árið
1968. Markmið keppninnar eru að
hvetja nemendur sem hafa áhuga á
efnafræði til dáða, gefa þeim tæki-
færi á að hitta annað ungt fólk frá
ýmsum löndum og stuðla þannig að
auknum tengslum og alþjóðlegri
samvinnu innan og utan fræðigrein-
arinnar.
Í ár tóku 233 keppendur frá 61
landi þátt í keppninni. Sigurvegari
keppninnar var Alexey Zeldman frá
Rússlandi sem var sjónarmun á
undan Jun Soo Ham frá Suður-
Kóreu og Lianghui Liu frá Kína
sem voru nokkuð jafnir í 2. og 3.
sæti. Kan Yue frá Kína stóð sig best
í fræðilega hluta keppninnar og
náði 4. sæti en Ítalinn Raffaele Col-
ombo sem stóð sig langbest í verk-
lega hlutanum hafnaði í 47. sæti.
Íslenska liðið skipuðu að þessu
sinni þau Jakob Tómas Bullerjahn,
MH; Tomasz Halldór Pajdak, MR;
Lilja Rut Arnardóttir, MA; og Óm-
ar Sigurvin Gunnarsson, MR. Þau
voru valin í liðið vegna góðrar
frammistöðu í landskeppninni í
efnafræði sem Efnafræðifélag Ís-
lands og Félag raungreinakennara
héldu síðastliðinn vetur. Áður en
haldið var til Þýskalands gengust
þau undir tveggja vikna þjálfun í
dæmareikningi og vinnubrögðum á
tilraunastofu við Háskóla Íslands.
Auk keppendanna fjögurra fóru
tveir þjálfarar með í Ólympíu-
keppnina, þeir Finnbogi Óskarsson
og Gísli Hólmar Jóhannesson sem
önnuðust þýðingu prófverkefnanna
á íslensku og yfirferð úrlausna
keppendanna.
Svipaður árangur og síðustu ár
Árangur íslenska liðsins í ár var
svipaður og verið hefur hingað til;
enginn kom heim með verðlauna-
pening en keppendurnir stóðu sig
að meðaltali svipað og lið Norð-
manna og Svía. Hinir síðarnefndu
náðu þó einum bronsverðlaunum.
Danir og Finnar stóðu sig heldur
betur líkt og undanfarin ár, sér-
staklega Finnar sem náðu tveimur
bronspeningum. Besta árangur ís-
lenska liðsins átti Ómar Sigurvin en
Jakob Tómas fylgdi honum fast eft-
ir. Tomasz Halldór stóð sig best Ís-
lendinganna í fræðilega hluta
keppninnar en Lilja Rut varð hlut-
skörpust í verklega hlutanum.
Skipulag Ólympíukeppninnar í ár
var í höndum efnafræðideildar
Christian Albrechts Universität í
Kiel. Næst verður keppnin haldin
við National Taiwan Normal Uni-
versity í Taípei á Taívan, 16.–25. júlí
2005.
Íslenska liðið sem keppti í Þýskalandi og þjálfararnir. Gísli Hólmar, Jakob
Tómas, Finnbogi, Tomasz Halldór, Lilja Rut og Ómar Sigurvin.
Ólympíukeppni
í efnafræði
ÓGURLEGAR tölur voru að berast
af bökkum Ytri-Rangár um
helgina, en síðdegis sl. föstudag
lauk þar fluguveiðitímanum og var
annað agn, s.s. maðkur og spónn,
þar með leyfilegt. Sé fiskur á annað
borð í ám er slíkt ævinlega ávísun á
mikla veiði og gekk það eftir.
Fyrstu tvær vaktirnar veiddust eigi
færri en 173 laxar sem er með ólík-
indum, en skv. fregnum frá Lax-á
sem er leigutaki árinnar, er óhætt
að segja að af nógu sé að taka því
áin sé full af laxi og fiskur enn að
ganga af krafti.
Veiðin skiptist þannig að á síð-
degisvaktinni á föstudag veiddust
110 laxar sem þýðir rúmlega níu
laxar á stöng að jafnaði. Á laugar-
dagsmorguninn komu svo 63 laxar
á land og hefur veiðin verið afar líf-
leg síðan. Mikil veiði er einnig í
Eystri-Rangá og stefna árnar báðar
hraðbyri á 2000 laxa múrinn.
Þurrflugur …
Skemmtileg fregn kom einnig frá
Lax-á um ævintýri veiðimanna við
Laxá á Ásum. Þar voru veiðimenn
að prófa eitt og annað og einum
datt í hug að reyna þurrflugu, sem
er ekki mikið notuð aðferð við lax-
veiðar hérlendis þó að menn noti
talsvert þurrflugu við laxinn er-
lendis. Fór nú allt af límingunum og
kappinn landaði sjö löxum og setti í
fleiri sem hann missti. Annar veiði-
maður sem síðar kom og frétti af
þessum tilburðum reyndi líka þurr-
flugu og fékk þrjá laxa.
Morgunblaðið/Einar Falur
Það er mok í Ytri-Rangá þessa dagana. Hér þreytir Kristinn Ágúst Ingólfs-
son einn í Árbæjarkvísl í Ytri-Rangá.
Ógurlegar tölur
úr Rangárþingi
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Fréttasíminn
904 1100